Turnstile í þætti Seth Meyers á NBC

15. desember síðastliðinn (2021) kom harðkjarna sveitin Turnstile fram í spjallþætti bandaríska grínistans Seth Meyers á bandarísku sjónavarpsstöðinni NBC. Hljómsveitin, sem var að koma fram í fyrsta sinn fram í bandarísku sjónvarpi flutti lögin “Mystery” og “T.L.C. (Turnstile Love Connection) sem bæði eru að finna á nýjustu breiðskífu sveitarinnar Glow on sem sveitin gaf út 27. ágúst síðastliðinn. Áður hafði sveitin gefið út skífurnar Time and space og Nonstop Feeling (í viðbót við nokkrar þröngskífur), sem báðar voru í miklu uppáhaldi harðkjarna síðunnar.

Hægt er að sjá sveitina Turnstile koma fram hjá Seth Meyers hér að neðan: