Tool í london

Brixton Academy, 13. maí 2002

Tool, Pablo

Helsti kosturinn við að búa í stórborg er að geta farið á tónleika eins og þessa, Tool, hversu cool er það. Fyrri tónleika sveitarinnar seldust upp nánast strax og því tel ég mig heppinn að það var ákveðið að halda aðra tónleika daginn eftir. Þetta eru fyrstu tónleikar sem ég fer á í Brixton Academy, og hlakkaði mér mikið til að sjá þennan fræga tónleikastað. Upphitunar band kvöldsins var pablo, en þeir voru ekkert voðalega mikið að heilla mig. Þetta var samt ágætis band, þeir voru svona í létt rokkaðri kanntinum með smá Alice in chains raddfíling á köflum.

Ég held að ekkert hafi geta undirbúið mig fyrir það sem ég átti eftir að sjá þarna um kvöldið. Fyrst á sviðið kom Danny Carey trommuleikari. Hann byrjaði að þvílíkum krafti að strax þá varð ég orðlaus. Bak við trommarann voru 2 stórir skjáir sem sýndu myndbönd sveitarinnar, en þau voru ekki eins og maður er vanur að sjá þau, því að myndirnar voru alveg í “sink” með tónlistinni og má segja að myndböndin hafi verið Live útgáfur af því sem maður sér í sjónvarpinu. Næstur á svið var bassaleikari sveitarinar, hann byrjaði á hráum og einföldum bassaleik sínum í blandi við trommurnar, eftir það kom snillingurinn Adam Jones með gítarinn sinn og fór að spila með. Adam var ekki bara með gítar, heldur var hann einnig með lítið piano, og bassa pedala (eins og er á gömlu orgelum). Maynard var næstur á sviðið og kom það heldur betur á óvart. Allan tíman var hann mjög aftarlega á sviðinu, hann var við sérstöku sviði við hliðina á trommaranum og var þar allt kvöldið. Hann var allur málaður og var held ég aðeins kælddur í pungbindi (eða eitthvað álíka). Að vísu var hann með belti.. Ég held að hann hafi verið málaður grænn öðru meginn á líkamanum en fjólublár hinumegin. Hreyfingar kappans voru einstakar og minntu mig á fólkið í Stinkfist myndbandinu.

Þvílíka snilldar hljóðfæraleik hef ég held ég aldrei upplifað áður, í blandi við draumkennda söng rödd Maynard sem var algjörlega galla laus. Að sjá allan þennan fjölda af fólki var gaman, ég var upp á svölum allan tíma, en náði að kíkja á slammandi aðdáendur bandins sem voru fyrir framan sviðið. Það var hörku slamm þarna, sem mér fannst frekar sniðugt.

Hérna fyrir neðan er lagalisti kvöldsins, eitt er víst að þetta eru tónleikar sem ég mun aldrei gleyma og tel ég þetta eina af allra bestu tónleikum sem ég hef séð, þeir voru allt öðru vísi en ég átti von á, og ekki sambærilegir við þau metal og hardcore bönd sem ég hef séð.

1. Triad
2. The Grudge
3. Stinkfist
4. Parabol
5. Parabola
6. Schism
7. Sober
8. H.
9. Disposition
10. Reflection
Hér gengu meðlimir bandins af sviði og þá hófst sýning á myndbandi sveitarinnar Parabol/parabola. Þetta er mjög flott myndband, og að mínu mati flottasta myndband sem ég hef séð með sveitinni. Eftir myndbandið gengu þeir aftur á sviðið og spiluðu eftirfarandi lög:
11. Flood
12. The Patient
13. Lateralus

Valli