Tónleikar í kvöld

Frétt tefin af radiox.is: “Í kvöld verða haldnir dúndur rokktónleikar í Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð. Það eru hljómsveitirnar Mínus og Vínyll sem munu troða upp en húsið mun opna klukkan 20:00. það kostar aðeins 400 krónur inn fyrir nemandafélög MH og MR en 800 fyrir aðra. Vínyll fóru á kostum á Tónlistarverðlaunum Radíó X og Undirtóna í gær og mínus eru að fara spila síðustu tónleikana sína áður en sveitin pakkar sér inní stúdíó til að taka upp sína þriðju breiðskífu. Allir eru velkomnir í kvöld, endilega látið sjá ykkur.

Leave a Reply