Throwdown með coverlaga plötu

Bandaríska þungmálmskjarna sveitin Throwdown sendir frá sér í dag plötuna “Take Cover”, en á plötunni má finna samansafn af ábreiðum sem sveitin hefur sent frá sér í gegnum tíðina, en sveitin hefur leikið sér að taka upp hin og þessi lög eftir aðrar sveitir og látið þau fylgja EP plötum, eða sem falin lög í lok platna sveitarinnar. Á þessarri plötu er að finna eftirfarandi lög:

1. Becoming (Pantera)
2. Propaganda (Sepultura)
3. London Dungeon (Misfits)
4. Planets Collide (Crowbar)
5. Baby Got Back (Sir Mix-A-Lot)

Í hljómsveitinni Throwdown í dag er söngvarinn Dave Peters, en hann byrjaði í sveitinni árið 2000 sem gítarleikari eftir að hafa hætt í sveitinni Eighteen Visions sem hann stofnaði ásamt félögum sínum, en hann var gítarleikari sveitarinnar.

Hægt er að hlusta á á nýju plötuna hér að neðan:

Leave a Reply