Tag: wikipedia

Ronnie James Dio – 1942-2010

Ronnie James Dio einn áhrifamesti söngvari þungarokks fyrr og síðar er látinn 67 ára að aldri. Dio hafði greint frá því í haust að hann hafði greinst með magakrabbamein. Hann lést morguninn 16. maí umkringdur sínum nánustu.

Ronald James Padavona fæddist í Portsmouth, New Hampshire en flutti ungur að árum til New York fylkis og hefur ævinlega litið á sig sem NY búa þrátt fyrir að hafa búið í Los Angeles seinni part ævinnar.

Ferill Dios spannar meira en 50 ár en hann byrjaði í skólahljómsveitum þar sem hann þandi röddina með trompeti og spilaði bassa ásamt því að syngja. Stóra stökkið kom hins vegar þegar Roger Glover bassaleikari Deep Purple sá hann spila á kynningartónleikum með hljómsveit sinni Elf í Bandaríkjunum og bauð þeim að hita upp fyrir Deep Purple þar vestra. Ritchie Blackmore gítarleikari Deep purple sá að mikið efni var í Dio og bauð honum að syngja með sér á smáskífu. Þessi skífa varð víst að plötu og Blackmore yfirgaf Purple til að einbeita séð að nýju verkefni: Rainbow.

Dio átti nokkur mjög góð ár með Rainbow og tók upp 3 breiðskífur með þeim. Eftir listrænan ágreining við Blackmore ákváð Dio að hann vildi ekki vera lengur innan Rainbow þar sem það endurspeglaði ekki hans manngerð að syngja væmin popplög eins og Blackmore vildi snúa sér að.

Sama ár og Ozzy Osbourne var rekinn úr Black Sabbath, 1979, stakk Don Arden( faðir Sharon Osbourne) upp á Dio sem söngvara við hljómsveitina. Úr því varð.

Dio hjálpaði Sabbath að rísa upp úr öskustónni og platan Heaven and hell varð ein af þeirra vinsælustu stykkjum. Ronnie kom með öðruvísi stílbrigði og notaði óspart fantasíukennda texta og látbragð á tónleikum( djöflahornin).

Þó að vel hafi farið með þeim í upphafi myndaðist einhver núningur milli Geezer og Tony annars vegar og Dio og Vinnie(trommara) hins vegar. Líklega allt byggt á misskilningi og særðu stolti. En niðurstaðan úr því varð að Dio og Vinnie hættu og stofnuðu bandið… DIO, sem hefur verið meira og minna virkt fram á þessa daga. Í millitíðinni (1991-1993) var þó endurkoma Dio í Sabbath með plötunni Dehumanizer og svo aftur nú nýlega sem Heaven and Hell (2006-2010).

Síðasta hljómplata hans kom út nú á síðasta ári, platan The Devil you know með Heaven and Hell. En þó skildi Dio eftir sig eitt lag með bandinu sínu Dio, fyrir fáum vikum, Electra heitir það og kom á box-setti með endurútgefnu efni nýlega. Hér til áhlustunar. www.youtube.com/watch?v=4btjzRcbuyA Dio auðnaðist því miður ekki að gera breiðskífurnar Magica II og III sem voru í bígerð.

Ronnie lætur eftir sig eiginkonuna Wendy( af bresku bergi brotin) sem stóð með honum í gegnum sætt og súrt og var umboðsmaður hans lengi vel.

Peter Steele

Hinn einstaka manngerð Pete Steele er nú látinn, 48 ára að aldri. Hann stofnaði hljómsveitina Type O Negative í New York árið 1989 þar sem hann söng, spilaði bassa og var aðallagasmiður. Einnig var hann í hljómsveitunum Carnivore og Fallout. Banamein hans var hjartaáfall. Er það kaldhæðnislegt að því leyti að hann hafði lagt sukklíferni sitt á hilluna. Steele hét réttu nafni Petrus T. Ratajczyk og var af pólskum, rússneskum, skoskum og íslenskum ættum. Síðasta plata TON, Dead again kom út árið 2007.

Nevermore

Samkvæmt Jeff Loomis gítarleikara Nevermore er upptökum lokið á nýjustu afurð sveitarinnar, The obsidian conspiracy. Hljóðblöndun er verið að eiga við og loks ku platan koma út í janúar.
Warrel Dane söngvari hefur gefið upp allnokkra lagatitla:

“Emptiness Unobstructed”
“Without Morals”
“And The Maiden Spoke”
“Termination Proclamation”
“(The) Obsidian Conspiracy”
“The Blue Marble and the New Soul”
“She Comes in Colors”
“The Day You Built The Wall”
“Poison Throne”
“Beautiful Mistake”

Rammstein

Þann 16. október kemur út ný skífa frá Rammstein sem ber titilinn Liebe ist für alle da( ástin er til staðar fyrir alla). Eftirfarandi lög verða á útgáfunni:

01. Rammlied
02. Ich tue dir weh
03. Waidmann’s Heil
04. Haifisch
05. B******
06. Frühling in Paris
07. Weiner Blut
08. Pussy
09. Liebe ist für alle da
10. Mehr
11. Roter Sand

Fyrsta smáskífan af plötunni verður Pussy, þann 18. september, þar sem búast má við að félagarnir sýni á sér kvenlegar og erótískar hliðar.

Alice in chains

Ljóst er hvaða lög prýða fjórðu breiðskífu goðsagnakenndu grunge sveitarinnar Alice in chains:

1. All Secrets Known
2. Check My Brain
3. Last of My Kind
4. Your Decision
5. A Looking in View
6. When the Sun Rose Again
7. Acid Bubble
8. Lessons Learned
9. Take Her Out
10. Private Hell
11. Black Gives Way to Blue

Titillagið Black Gives Way to Blue var samið sem óður til fyrrum söngvara bandsins, Layne Stayle, sem svipti sig lífi árið 2002, heltekinn af fíkn. Lagið Your Decision er samið af núverandi söngvara, William Duvall, um vin sinn sem svipti sig lífi.

29. september er útgáfudagurinn( Virgin records). Það eru liðin hvorki meira né minna en 14 ár frá síðustu breiðskífu, sem var samnefnd sveitinni.

Næsta smáskífa af plötunni verður Check my brain þann 17. ágúst en áður höfðu þeir gefið út lagið A looking in view, 30. júní.