Tag: waytooloud.com

Amenta

Ástralska þungarokksveitin The Amenta tilkynnti það nýlega að þeir séu að vinn að nýrri breiðskífu. Þetta ætti að fara vel í landan þar sem seinasta plata sveitarinnar “non” lenti í 14 sæti árslista töflunnar og harðkjarna fyrir árið 2008.

Kingdom of Sorrow

Stjörnubandið Kingdom of Sorrow, sem inniheldur þá Jamey Jasta (Hatebreed) og Kirk Windstein (Crowbar/Down) hefur skrifað undir nýjan útgáfusamning við Relapse útgáfuna. Þessa dagana er verið að hljóðblanda aðra breiðskífu sveitarinnar, en útgáfa er áætluð í haust. Það er enginn annar en Chris “Zeuss” Harris (Hatebreed, Despised Icon, Whitechapel, Naeara, Chimaira, Terror, Agnostic Front, The Autumn Offering, Legend, Bleedng Through) sem sér um hljóðblöndun plötunnar.

Living Sacrifice

Von er á nýrri breiðskífu sveitarinnar Living Sacrifice í lok þessa mánaðar og hefur gripurinn fengið nafnið “The Infinite Order”. Platan var pródúseruð af Jeremiah Scott (The Showdown, Destroy Destroy Destroy) en hljóðblönduð af meistara Andy Sneap (Megadeth, Machine Head, As I Lay Dying, Arch Enemy, Nevermore, Opeth, Exodus). Lagalista plötunar má sjá hér að neðan í viðbót við kynningarmyndband fyrir plötuna:

01. Overkill Exposure
02. Rules Of Engagement
03. Nietzche’s Madman
04. Unfit To Live
05. The Training
06. Organized Lie
07. The Reckoning
08. Love Forgives
09. They Were One
10. God Is My Home
11. Apostasy

In This Moment

Hljómveitin In This Moment bjóða nú aðdáendum sínum þeirra útgáfu af laginu Postmortem (Slayer) á netinu. Það er Revolver blaðið sem gefur okkur tækifærið að heyra þetta hér. Lagið er í boði á síðunni í sérstökum bootleg hluta þar sem blaðið reynir að fá listamenn til að koma með eitthvað sérstakt, oft á tíðum er þarna að finna lög sem sveitir hafa ekki gefið út áður.

Crowbar

Hljómsveitin Crowbar heldur tónleika núna í kvöld í bænum Houma í Louisiana fylki, það væri kannski ekki merkilegar fréttir fyrir okkur á klakanum undir venjulegum kringumstæðum, en sveitin ætlar að láta taka upp þessa tónleika með von um að þeir verði gefnir út á plötu á næsta ári. Það má vænta að Housecore útgáfan (sem erí eigu Philip Anselmo) gefi út þessa tónleika.

Cave In

Hljómsveitin Cave In mun senda frá sér bæði geisladisk og mynddisk (DVD) í einum pakka í lok janúar á næsta ári. Útgáfan samanstendur af nýrri Ep plötu sveitarinnar Planets of the Old auk nýlegra tónleika með sveitinni. Það er Hydra Head útgáfan sem gefur ú efni sveitarinnar. Á mynd disknum verður að finna eftirfarandi lög:

01. Luminance
02. Retina Sees Rewind
03. Moral Eclipse
04. Juggernaut
05. Dark Driving
06. The Red Trail
07. Cayman Tongue
08. Trepanning
09. Air Escapes
10. Summit Fever
11. Vicious Circles
12. Big Riff
13. Inflatable Dream

Fyrir áhugasama þá má sjá sýnishorn af myndefninu hér:

Mike Williams

Söngvarinn Mike Williams, sem best er þekktur fyrir sína vinnu með Eyehategod (í viðbót við Outlaw Order og Arson Anthem), stendur fyrir útgáfu á sóló plöu. Platan er ólík því efni sem kappinn er þekktastur fyrir en platan inniheldur talað efni með einhverskonar elektró tónlist í bakgrunni. Aðeins verða gefin út 500 eintök af þessu efni, og hægt er að nálgast það hér: www.chromepeeler.com

Amber Pacific

Hljómsveitin Amber Pacific hefur skrifað undir útgáfusamning við Victory útgáfuna í bandaríkjunum, en með þessu er útgáfan að tryggja það 8 ára stelpur haldi áfram að kaupa efni frá útgáfunni, en hljómsveitin spilar popptónlist þar sem áhresla er lögð á tísku hár og flott föt… jæja kannski þið bara dæmið sjálf: www.myspace.com/amberpacific