Crimes Against Humanity Records – 2002
Svíarnir kunna þetta. Þetta band spilar brutal d-beat hardcore pönk (d-beat er í raun bara trommutaktur sem á uppruna sinn hjá Discharge) eins og svíarnir einir kunna. Þessi diskur með þeim er orðinn svoldið gamall og bandið er núna búið að skipta um nafn, heitir núna Wolfbrigade, og hafa gefið út tvær plötur undir því nafni. Þetta band er ansi gott í þessu, þeir kunna að búa til flott d-beat riff og gefa ekkert eftir. Söngurinn er djúpur og rough og reiður og skilar sínu mjög vel. Þeir eru voða “meat and potatoes” í þessu samt, ekkert mikið í því að blanda neinum nýjungum inn í þetta eða neitt þannig enda er það kannski óþarfi með svona tónlist. Mér finnst helsti gallinn við lögin þeirra vera sá að þau eru oft of löng, síendurteknir kaflar og svona. Það hefði alveg verið hægt að stytta mörg þessara laga og bæta þau fyrir vikið. En það er bara minor galli, heildin hér er fín. Textarnir eru ágætir en of oft tapa þeir fluginu vegna þess að þeir eru of mikið að vanda sig við að ríma. Þegar þeir gleyma því og láta bara reiðina og biturleikann fljóta þá eru þeir fínir. Þeir fjalla aðallega um svartsýna mynd þeirra á heiminn og mannkynið, hversu skitið samfélag vesturlanda sé. Hér eru einnig textar gegn nasistum, umhverfisverndartextar og fleira skemmtilegt. Sándið á disknum er fínt enda er þetta tekið upp af meistara Miezko úr Nasum sem hefur tekið upp bestu plötur Svíþjóðar síðustu ár. Það er kannski stundum full metal fyrir þessa gerð tónlistar en oft á tíðum minnir sándið mjög á Entombed. Á þessum disk er svo aukalag sem er einhver demo upptaka af nýju lagi og það sánd er eiginlega full pönkað fyrir þá, best væri ef þeir finndu milliveginn milli þessara tveggja og þá væru þeir orðnir býsna nettir. Fín plata fyrir bæði metal Entombed/Mötorhead style aðdáendur sem og reiða, bitra pönkara eins og mig.
Villi