Tag: Villi

Sjö ár af öfgum eða: Hvernig I Adapt innleiddu harðkjarnann á Íslandi og bera þess vart bætur síðan

Þetta er tilfinningaþrungin stund. Síðasta kvöld hljómsveitarinnar I Adapt, eftir sjö ára starfsemi. Birkir Fjalar Viðarsson (AKA Birkir BookhouseBoy UnnarogVidarsson), söngvari sveitarinnar og aðal-hugmyndafræðingur, stendur uppi á borði umkringdur dansandi, öskrandi vinum og viðhlæjendum. Hann öskrar tryllingslega og ber sér á brjóst. Hópurinn tekur undir.

Lesið nánar

Wolfpack - All day hell

Wolfpack – All day hell (2002)

Crimes Against Humanity Records –  2002

Svíarnir kunna þetta. Þetta band spilar brutal d-beat hardcore pönk (d-beat er í raun bara trommutaktur sem á uppruna sinn hjá Discharge) eins og svíarnir einir kunna. Þessi diskur með þeim er orðinn svoldið gamall og bandið er núna búið að skipta um nafn, heitir núna Wolfbrigade, og hafa gefið út tvær plötur undir því nafni. Þetta band er ansi gott í þessu, þeir kunna að búa til flott d-beat riff og gefa ekkert eftir. Söngurinn er djúpur og rough og reiður og skilar sínu mjög vel. Þeir eru voða “meat and potatoes” í þessu samt, ekkert mikið í því að blanda neinum nýjungum inn í þetta eða neitt þannig enda er það kannski óþarfi með svona tónlist. Mér finnst helsti gallinn við lögin þeirra vera sá að þau eru oft of löng, síendurteknir kaflar og svona. Það hefði alveg verið hægt að stytta mörg þessara laga og bæta þau fyrir vikið. En það er bara minor galli, heildin hér er fín. Textarnir eru ágætir en of oft tapa þeir fluginu vegna þess að þeir eru of mikið að vanda sig við að ríma. Þegar þeir gleyma því og láta bara reiðina og biturleikann fljóta þá eru þeir fínir. Þeir fjalla aðallega um svartsýna mynd þeirra á heiminn og mannkynið, hversu skitið samfélag vesturlanda sé. Hér eru einnig textar gegn nasistum, umhverfisverndartextar og fleira skemmtilegt. Sándið á disknum er fínt enda er þetta tekið upp af meistara Miezko úr Nasum sem hefur tekið upp bestu plötur Svíþjóðar síðustu ár. Það er kannski stundum full metal fyrir þessa gerð tónlistar en oft á tíðum minnir sándið mjög á Entombed. Á þessum disk er svo aukalag sem er einhver demo upptaka af nýju lagi og það sánd er eiginlega full pönkað fyrir þá, best væri ef þeir finndu milliveginn milli þessara tveggja og þá væru þeir orðnir býsna nettir. Fín plata fyrir bæði metal Entombed/Mötorhead style aðdáendur sem og reiða, bitra pönkara eins og mig.

Villi

Tragedy/Totalitar - split 7”

Tragedy/Totalitar – split 7” (2000)

Armageddon –  2000
www.armageddonshop.com

Tvær af mínum uppáhalds hljómsveitum leiða saman hesta sína á einni sjötommu. Tragedy lögin eru frekar gömul og þau eru minnst melódísku lög sem ég hef heyrt með þeim en þetta er engu að síður feti framar öðrum böndum. Totalitar eru hér með ansi gömul lög (tekin upp 1996) og þau eru bara ekta Totalitar; discharge meets Motorhead d-beat pönk á sænska vísu, spilað hratt, hrátt og brutal. Klikka ekki frekar en fyrri daginn.

villi

Severed Head Of State - No love lost 7”

Severed Head Of State – No love lost 7” (2000)

Ebullition –  2000
www.ebullition.com

Þetta frábæra pönk band er í miklu uppáhaldi hjá mér. Það inniheldur meðlimi úr Tragedy, World Burns To Death, Detestation og fleiri böndum og er bara algjör snilld. Lögin eru svo fokking gróf en samt alltaf melódísk og það er alltaf eitthvað sing-a-long þrátt fyrir að þetta sé hratt og brutal d-beat nánast stanslaust. Textarnir eru bitrir og fokking reiðir útí stjórnvöld og heiminn (“no tears will be shed for the soldiers of war returning in bags, for the fucking cops who die at our hands no love lost here”). Hér eru 3 frumsamin og eitt cover (Prayer eftir Corrosion of Conformity). Besta leiðin til að lýsa þeim er líklegast blanda af Tragedy og World Burns To Death með old school pönk áhrifum. Algjör helvítis snilld. Möst í plötusafn allra pönkara!

Villi

villi

Remus And The Romulus Nation - s/t 7"

Remus And The Romulus Nation – s/t 7″ (2000)

Soul Is Cheap –  2000
www.soulischeap.com

Pakkningin á þessu er heavy cool. Endurruninn pappi, límdur saman í hulstur utan um sjötommuna, sprayaður létt með rauðu spray-i og svo límt pappírsstykki með logo-i bandsins framan á. Inn í er svo að finna A4 blað með upplýsingum um samtök í Bandaríkjunum sem flytja lyf ólöglega til Írak (þetta er gefið út fyrir tíma Bush) til að gefa læknum og sjúkrahúsum. Bookletið er svo samanheftuð lítil bók með textunum og útskýringum á þeim ásamt nokkrum flottum myndum. Textarnir eru há-pólitískir og flestir mjög góðir og fjalla á mjög þroskaðan og úthugsaðan máta um ýmis málefni eins og fangelsismál og málefni Indíána í Bandaríkjunum. Tónlistin er “dc-pönk”. Það er að segja hrátt, up-beat indie pönk í anda Fugazi og þess háttar hljómsveita, bara ekki alveg jafn arty. Fín sjötomma hér á ferð, verst hvað sándið er lélegt.

Villi

Pezz - And so it stands 7”

Pezz – And so it stands 7” (2000)

Soul Is Cheap –  2000
www.soulischeap.com

Ég las einu sinni viðtal við þetta band í Heartattack. Það var mjög gott viðtal og þeir voru heavy pólitískir og sögðu mjög mikið af gáfulegum hlutum. Það kom eitthvað fram um að einhverjir þeirra væru kristnir en það væri ekkert sérstakt málefni innan bandsins. Ég pantaði þessa sjötommu eftir að hafa lesið þetta viðtal og ég verð að segja að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þá hlið mála. Hér er lítið um pólitík, hvorki í textum né annars staðar á umbúðum plötunnar. Flestir textarnir eru voða óljósir og virðast aðallega vera um guð. Það er ekkert endilega slæmt en ég var bara að vonast eftir öðru. Tónlistin er heldur ekki alveg jafn mikið pönk og ég átti von á. Meira svona pönkað rokk. Þetta er samt góð sjötomma en ég á bara erfitt með að komast yfir upphaflegu vonbrigðin þegar ég setti þetta á fóninn. Fínt band samt, já eða reyndar djöfull gott band, bara ekki það sem ég átti von á.

Villi

Amdi Petersen’s Arme – Blod ser mer virkeligt ud pa film 7” (2000)

Havoc –  2000
www.havocrex.com

Hafa menn verið að hlusta á Black Flag og fá sér spítt? Það mætti halda það þegar maður hlustar á þessu dönsku meistara. Þetta er punk as fuck, svart/hvítt cover með myndum af horuðum drengjum í rifnum fötum að fíflast á typpinu og eitthvað. Tónlistin gæti allt eins verið 20 ára gömul og það er bara fínt því þessir guttar gera þetta bara ágætlega. Syngja líka á frummálinu sem gerir þetta enn betra. Ég verð samt að viðurkenna að ég varð fyrir pínu vonbrigðum með þessa sjö tommu því þetta hafði verið hæpað svo rosalega í erlendum zines en því oftar sem ég hlusta á þetta þeim mun meira dofna þau vonbrigði og nú er ég bara nokkuð sáttur.

Villi

Pointing Finger - Reasons

Pointing Finger – Reasons, not rules 7” (2001)

Still Holding On –  2001
http://www.straightedge.nu/pointingfinger/

Sko nú erum við að tala saman! Loksins kemur hljómsveit sem hljómar eins og gömlu straight edge hljómsveitirnar (Youth of Today, Gorilla Biscuits, 7 Seconds) án þess að vera með ömurlega “meira sxe en þú” texta. Mjög pólitískir og positive textar og útskýringar á þeim, alveg eins og hardcore á að fokking vera! Portúgalarnir eru greinilega með þetta alveg á hreinu því þetta er ekki eina Potrúgalska sxe old school hljómsveitin sem hefur gáfulega hluti að segja, ef þið hafið áhuga á þessu bandi kíkið þá líka á New Winds. Það band var/er algjör snilld. Allavega, tónlistin hér er líka mjög gott old school hardcore eins og ég sagði áður. Loksins old school band sem fellur ekki í einhverjar töffara gryfjur. Hér eru bara dans kaflar í allar áttir og hratt og fokking circle pits og bara snilld endalaust!

villi

MDC - Multi-death corporations 7”

MDC – Multi-death corporations 7” (2000)

Twisted Chords –  2000
www.twistedchords.de

Tæknilega séð ætti ég ekkert að vera að skrifa um þetta hér því þetta er bara endurpressun/útgáfa á eldgamalli sjötommu. Upphaflega var þetta tekið upp 1983 og fokk hvað þetta er hratt miðað við aldur, þvílíkt thrashandi pönk sem minnir á pönkaðri og pólitískari DRI. Hljómsveitin hét upphaflega Millions of Dead Cops en fór svo að kalla sig bara MDC (maður getur rétt ímyndað sér erfiðleikana við að túra undir þessu nafni). Textarnir eru hápólitískir og fjalla um Reagan og valdatíð hans. Svo er bookletið samanbrotið og þegar maður opnar það alveg þá er það yfirfullt af skrifum sem fjalla eingöngu um hlut Bandaríkjanna í viðbjóðslegum valdaránstilraunum í El Salvador og Nicaragua og hvernig CIA þjálfaði menn til að pynta. Þetta eru ekki skrif eftir þá sjálfa (eða að litlu leiti) heldur tekið úr bókum og viðtölum. Þessar lýsingar eru fucked! En allavega, þetta pönk band er eitt af þessum “essential” pönk böndum sem fóru fyrir broddi fylkingar bæði tónlistarlega og hugmyndafræðilega og áttu stóran þátt í að móta pönk eins og það er í dag. Þeir eru meira að segja ennþá gangandi og hafa aldrei hætt, alltaf bara verið að ströggla á DIY mátann og ota sinni pólitík að fólki. Algjört möst.

Villi

Tragedy - s/t 7”

Tragedy – s/t 7” (2000)

Tragedy –  2000

Ef ég væri spurður hvað væri besta hljómsveit í heimi þá myndi ég svara “Tragedy”. Ég hef misst töluna á þeim skiptum sem ég hef sett Tragedy undir nálina og fundist tilneyddur til að hækka verulega og fara að syngja með og tárast og tekið lúftgítarinn útum allar jarðir. Í alvöru, ég stend stundum einn í stofunni heima og öskra og steyti hnefanum út í loftið og tár rennur niður kinnarnar því þessi hljómsveit hefur svo sterk áhrif á mig. Tónlistin er eins konar hetju-crust. Það er að segja, þau eru brutal eins og crust pönk á að sér að vera en alltaf melódísk og með þvílíka sing-a-long kafla og sándið er svo hart og flott að maður fær bara gæsahúð og þægilegan kuldahroll við að hlusta á þetta. Allir hljóðfæraleikararnir eru með sitt hlutverk á 110% hreinu og skila sínu óaðfinnanlega og söngvararnir…þvílíkar raddir maður og einlægnin hún lekur úr hverri einustu helvítis nótu og hverju orði sem þeir syngja. Og textarnir, þeir eru svo flottir. Þeir eru mjög myndrænir og ljóðrænir og fjalla um hversu ömurlegu lífi nútímamaðurinn lifir með allri sinni neyslu og tækniframförum sem gera ekkert nema drepa jörðina og eru einfaldlega svo vel samdir. Djísus hvað þetta er gott.

Villi