Tag: valli

Every Time I Die spila í Reykjavík í Nóvember! (FRESTAÐ)

Bandaríska harðkjarna hljómsveitin Every Time I Die kemur fram á Húrra ásamt Muck og Mercy Buckets áður en þeir snúa til Bandaríkjanna eftir tónleikarferðalag um Bretland með Muck. Alls eru 13 tónleikar bókaðir í Bretlandi og þar af þrennir í London og er nú þegar uppselt á þá alla og er að seljast upp á afganginn af tónleiknunum.

Hljómsveitin Every Time I Die var stofnuð árið 1998 í vesturhluta New York fylkis og hefur hljómsveitin gefið út 7 breiðskífur, fyrsta breiðskífa sveitarinnar Last Night in Town kom út árið 2001 og vakti mikla athygli og lukku meðal harðkjarna aðdáenda hér á landi. Síðasta breiðskífa hljómsveitarinnar From Parts Unknown kom út í júlí 2014 og er þeirra besta útgáfa hingað til.

https://tix.is/is/event/1298/every-time-i-die/

Logn – Í sporum annarra

Hljómsveitin Logn var að senda frá sér nýja plötu sem ber nafnið „Í sporum annarra”.
Logn hefur starfað með hléum síðan um haustið 2008 og hefur sent frá sér nokkrar sjálfstæðar útgáfur. „Í sporum annarra” er önnur breiðskífa hljómsveitarinnar, en hljómsveitin spilar tilraunakennt þungarokk sem brúar bilið milli harðkjarna, svartmálms og dauðarokks.

Viðfangsefni plötunnar er einhverskonar samansafn texta sem snerta með einum eða öðrum hætti á samkennd, bæði persónulegri og almennri. Slæmri lífsreynslu nákominna, misskiptingu lífsgæða í heiminum og einnig hinum verstu hliðum mansins sem krauma á ólíklegustu stöðum.

Útgáfutónleikar verða auglýstir síðar en þar til að því verður mun sveitin spila á
tónlistarhátíðinni Norðanpaunk á Laugabakka um Verslunarmannahelgina.

Plötuna má nálgast endurgjaldslaust á www.logn.bandcamp.com

Ýmsir - Area 51

Ýmsir – Area 51 (1998)

Victory Records –  1998
Produced by Frank Abel – 53. lög
diskur 1: Digital Zero,
diskur 2: overload

Þungur, melódískur, brútal, up bít, rokkað, illska og vinalegheit allt í einum pakka. Frank karlinn Abel ræðst ekki á hjallann þar sem hann er lægstur. Hann er hérna búinn að safna saman 53. lögum úr öllum áttum sem eiga það sameiginlegt að sparka rassa og vera annaðhvort Hardcore, metall, fönk eða rokk. Diskurinn byrjar samt sem áður á electro/thecno lagi með Easy! Lagið er fín byrjun á þessum disk, þótt að það eigi lítið skilið við það sem á eftir kemur. VIð fáum óhljóð í eyrun í boði hljómsveita hvaðan af út heiminum. Lögin og böndin eru misjöfn að gæðum en þekktari bönd eins og Earth Chrisis, Snapcase og Breach eru þarna innan um óþekktari bönd. Þessi lög eru náttúrulega pottþétt og gera diskinn meira aðlaðandi sem er frábært fyrir óþekktari bönd sem fá þá að opinbera sig fyrir fleira fólki. Þessi diskur er fokkin góður og vel peningana virði, því þarna eru mun fleiri góð lög en léleg. Stigmata valda þó vonbrigðum. Faharenheit 451 koma virkilega á óvart með lagi sínu, mjög up-beat og grúví. Transkpunk er með frábært stoner-groove í gang. Celesial Season eru ekki á ósvipuðum slóuðum með sjarmandi söngvara og Kyuss/Sabbath áhrifin leyna sér ekki. Harvest eru nastý, heavy og brútal, algert new school. Raised Fist spila hart og kraftmikið old school, frábært lag. Racial Abuse eru með magnað, mid-tempó New school, Will Haven með sitt frábæra lag “I´ve Seen my fate” o.s.frv., o.s.frv.

Það er svo mikið á þessum disk að ég nenni ekki að skrifa meira. Hér fá allir eitthvað fyrir sinn snúð. Ég mæli eindregið með þessum disk sérstaklega einhvað frábært safn.
GO GET IT.

valli

25 ta life - Friendship - Loyalty - Commitment

25 ta life – Friendship – Loyalty – Commitment (1999)

Triple Crown Records –  1999
Produced af Joe Hogan og 25 ta life

Áður en ég hlustaði fyrst á þetta band var ég búinn að sjá þetta nafn “25 ta life” út um allt; Í tónlistarblöðum, þakkarlistum hljómsveita, í tónleika umfjöllunum og fleira. Ég leitaði út um allt af efni með bandinu og fyrir nokkrum árum fyrsta diskinn (sem var reyndar bara EP plata) og frá þeim tíma hef ég verið aðdáandi þessa bands. Ég hef bæði séð bandið á tónleikum og spjallað við söngvara bandsins Rick Healy. Þetta band er alltaf að spila og ekki bara í bandaríkjunum heldur einnig mikið í Evrópu. Þegar Hardcoreið var í lægð í bandaríkjunum var það Rick Healy sem sá til þess að halda neðanjarðar hardcoreinu gangandi í New York. En snúum okkur að disknum sjálfum:

Þetta er týpískur 25 ta life diskur með allskyns gestum úr hardcore heiminum vestanhafn, þungum metal-riffum í blandi við öskrandi hardcore. Textarnir er snilld, og Rick skammast sín ekkert við að koma með einfalda “sing-a-long” texta á borð við “Hardcore Rules”, “Possitive Hardcore Rules” og ekki má gleyma setningum eins og “your never to old to sing-a-long”.

Á disknum virðist Eick vera að gera upp fortíð sína, segja skoðun sína á fyrrverandi vinum og þess háttar. Góður boðskapur frá manni sem snéri lífi sínu við og hætti öllu rugli með smá hjálp frá vinum sínum í Agnostic Front (sem auðvitað eru gestir á disknum).

Ef þú er New York Megin í Harcoreinu þá er þessi diskur fyrir þig.

“Possitive Hardcore Rules”

Toppar:
Pain is temoprary
Hardcore RUles
Possitive Hardcore Rules
Over the Years.

Valli

Ýmsir - MSK

Ýmsir – MSK (1999)

MSK Records –  1999
Pródúsað af hljómsveitunum sjálfum

Loksins er diskurinn, sem ég er búinn að bíða eftir í allt sumar, kominn út. Flest allir sem lesa þessar síður kannst við þessi bönd, og segja má að þetta sé brot af því besta. Það eina sem vantar á diskinn eru fleiri lög og jafnvel bönd eins og mínus, vígspá og muffan, en það verður örugglega bætt upp síðar. En að disknum sjálfum:

Fyrsta lagið er með hljómsveitinni Bisund og er þetta lag alveg einstaklega flott, og gaman að eiga þetta á plasti loksins eftir að hafa hlustað á bandið spila þetta á tónleikum. Lag númer á 2 disknum er með Brain Police, og hafði ég aldrei áður heyrt í þessu bandi, en djöfull vona ég að ég muni fá að sjá þá á tónleikum því að þetta er eðal efni sem þeir eru með á þessum disk. Ég hafði heldur aldrei heyrt í Toy Machine áður, en “happy when you cry” er ekki nærri því eins gott og “i still don’t know you” sem er seinna lagið þeirra á disknum. Það er lag er alveg drullu flott og ég vona bara að það fái einhverja spilun í útvarpi (X-inu) því að ég ímynda mér að það hinn venjulegi X hlustandi eigi eftir að fíla það lag í botn. Shiva eru þarna með 2 lög að sinni einstöku snilld og eru líklegast best uppteknu lögin á disknum ásamt því að vera drullu góð metal lög, að heyra svona metal fluttan af íslensku bandi fær mann til að líða alveg einstaklega vel. Að vísu má segja að Brain Police sé með fullkomna upptöku líka. Soundið hjá þeim er hrátt og fallegt og hæfir þeim einstaklega vel.

Krummi söngvari Mínus syngur sem gestasöngvari í 2 lögum á disknum. Fyrra lagið skiptast hann og Aggi sögnvari Bisund að öskra af sinnu einstöku snilld í “Partý Hér”. Krummi syngur einnig með Brain Police í laginu “Iron Mask Finger” og má segja í einu orði að það lag sé FRÁBÆRT.

Shiva taka svo við með sitt besta lag Scarred og eftir það er einstakur bónus fyrir rokkaðdáendur, því að gamli sorinn (Sororicide) fá þann heiður að ljúka þessum disk með lagi sem þeir tóku upp fyrir löngu síðan en var aldrei gefið út. Þetta er drullu flott lag.

Best er að hlusta á diskinn hátt, til að njóta hans sem best, frábært framtak og vel þess virði að borga 1500 fyrir þessa hágæða tónlist.

Toppar:
BrainPolice
Bisund
Shiva
Sororicide
Toy Machine
(hvernig í anskotanum á ég að geta valið hvað er toppurinn á þessum disk?)

valli

Vígspá - Lík1228 Demo

Vígspá – Lík1228 Demo (1998)

Harkjarni Rec –  1998

Fyrsta demo hljómsveitarinnar Vígspá, og jafnframt fyrsta útgáfa Harðkjarna útgáfunnar. Þessi
diskur er helvítis fínn, en ef ég verð að segja satt, þá er það auðveldara fyrir ykkur að barna dauða nunnu en að redda ykkur þessum disk (jahh.. nema að þið eigið vin með skrifara). Þetta er hrátt og fínt, og sínir manni hversu mikið bandið hefur þróast.

valli

Hatebreed - Satisfaction is the Death of desire

Hatebreed – Satisfaction is the Death of desire (1997)

Victory Records –  1997
Produced by Steve Evetts.

Hatebreed eru frábærir”, “þú verður að hlusta á þá”. Það var komin þó nokkur tilhlökkun í mig að heyra í þeim, ég var búinn að heyra þvílíkt gott um þá, Birkir kom með diskinn og leyfði mér að heyra smá. Ég bara… váááá.. KILLER. Hann spurði mig hvort að ég vildi fá hann lánaðann en ég sagði NEI, ég ætla að kaupa mér hann bara. Ég fór í Japis og keypti mér diskinn (frábært að Japis sé kominn með Victory stuffið). Ég hlustaði á diskinn í fyrsta skiptið einn og það var bara hreint og beint frábært, þessi diskur er þokkalegur, hardcore upp á sitt besta.. Fyrsta lagið gerir mann algjörlega húkked á þessu og maður vill helst ekki gera neitt annað en að halda áfram að hlusta. Mér finnst soldið erfitt að velja hvaða lag er best á þessum disk því það er bara ekkert lélegt á honum.

Toppar:
Diskurinn í heild sinni er snilld
Empty Promises
Conceived Through An Act Of Violence

valli

Turmoil - Anchor

Turmoil – Anchor (1997)

Century Media –  1997
Produced af Steve Evets, Turmoil, og fleirum… 14 lög

Þetta er rosalega gott band, einfallt. Þetta er samansafn af efni frá þeim, fyrstu 4 lögin eru tekin upp 1997 og hin koma frá hinum og þessum stöðum, demoum og þannig. Fyrstu fjögur lögin standa gjörsamlega uppúr, og eru bara frábær. Hin lögin eru líka góð en upptakan á þeim er ekki nærri því eins góð og á nýjasta efninu. Ég og Birkir Spiluðum 2 lög, af 97 efninu hjá mána á Xinu (babýlon). Við vorum beðnir eftir að hafa spilað fyrra lagið, að spila meira með þessu bandi. Þetta var eitthvað það flottasta sem guttinn sem hringdi inn hafði heyrt í langan tíma. Ég tel að þetta band gæti orðið þvílíkt vinsælt ef fólk í tónlistarbúðum myndi drulla sér til að panta inn efni frá Century Media, því að það er fullt af góðu efni sem kemur þaðan. Ég get ekki valið á milli fyrstu 4 lagana, þau eru bara frábær. Þessi diskur er vel þess virði að kaupa.

Toppar:
Fyrstu fjögur lögin

Valli

Nothingface - Pacifier

Nothingface – Pacifier (1998)

Mayhem/Fierce Records –  1998
Produced by Nothingface/Frank Marchand

Þetta er fyrsti diskur Nothingface, upprunalega var hann gefinn út árið 1996 en var endurútgefinn í fyrra (98) vegna vinsælda nýjustu afurðar bandsins. Ég var búinn að mynda mér skoðun á bandinu áður en ég hlustaðu á þennan disk, bæði vegna þess að ég á nýja diskinn með þeim (sem er frábær eins og sést hér) og ég var einnig búinn að lesa mikið um bandið og diskana báða. Það sem almennt er sagt um þetta band; er að þeir voru hardcore en eru metal, sem er rétt, þó að það beri nú ekki mikið á hardcore áhrifinum hjá þeim. Það er hægt að lýsa þessu eins og hardcore/metal útgáfu af Korn með slatta af Machine Head blönduðu saman við og heyrir maður það í gegnum allan diskinn. Það er mikið um flotta riffa, en söngurinn mætti vera betri, stundum finnst mér að söngvarinn mætti alveg bara sleppa því að syngja suma kafla, en hann má nú eiga það að hann er fínn öskrari. Þau lög sem standa uppúr að mínu mati eru Lipsdick og Hitch.

Toppar:
Lipsdick
Hitch.

Valli

Nothingface - Audio Guide To Everyday Atrocity

Nothingface – Audio Guide To Everyday Atrocity (2000)

Mayhem/Fierce Records –  2000
Produced af Nothingface og Drew Mazverk

Metall, þessi nýji metall, ég fíla þennan disk nokkuð vel, komst samt ekki alveg strax inn í hann, en það tók ekki langan tíma, og ég var kominn með nokkur lög af honum á heilan fljótlega. Diskurinn byrjar á Goldtooth sem er nú eitt af bestu lögunum á disknum að mínu mati. Það er samt ekki mikið nýtt að gerast á þessum disk, en það þýðir ekki að þetta sé slæmur diskur langt í frá, þetta er frábær diskur, með áhrif frá tool, machinehead, korn.. þannig lagað rokk, alveg brilljant blanda. Besta lagið að mínu mati á disknum er rólega lagið Sleeper, það byrjar á einfaldri bassalínu og svo koma hinir guttarnir inn. Söngvarinn notar syngur léttar laglínur og þetta er rólegt og gott lag, seinna inni í laginu koma svo strengja fljóðfæri (fiðlur og þannig) en er samt líklega bara samplað, en þetta er flott, svo allt í einu springur lagið og allt verður vitlaust, lagið er orðið massa þungt allt í einu og bara geðveikur kraftur. Söngvarinn stendur sig mun betur á þessum disk en á disknum á undan, er líkelga búinn að læra að beyta röddinni betur, og hljóðfæraleikararnir eru við hið sama. Þegar maður heyrir lag með þeim getur maður líkega sagt.. hey þetta er Nothingface, ánþess að vita mikið um bandið, því að þeir eru með sinn ákveðna hljóm. Góður diskur.

Toppar:
Sleeper
Goldtooth
Breath out
Error in Exellence

Valli