Tag: Type o negative

Type o negative - Dead again

Type o negative – Dead again (2007)

Roadrunner –  2007
www.typeonegative.net
www.myspace.com/typeonegative

Type o negative hafa algerlega snúið við blaðinu frá því á síðustu plötu(Life is killing me) sem var oftast ljúf,skýr og aðgengileg. Dead Again er að mestu leyti hrárri, skítugri og hraðari og en afar vel útfærð. Carnivore og fyrsta Type o platan koma í hugann þegar þessi læti óma í eyrum.
Minni áhersla er á hljómborðin yfir allt en það eru frekar hljómborðssóló á víð og dreif.
Mikið hefur gengið á undanfarin ár hjá Pete Steele. Hann missti móður sína( sem var vel á minnst hálfíslensk), fór í fangelsi vegna líkamsárásar og á geðstofnun. Skífan dregur dám af því.
Það er eitthvað rússneskt þema í gangi á plötunni. Raspútín fígúra úr rússneskri byltingarsögu er á koverinu svo eru stafir úr kyrillíska stafrófinu út um allt á bleðlingnum. En að plötunni:
Hún byrjar kröftuglega á titillaginu, síðan kemur Tripping a blind man er hefur þvílík Sabbath áhrif inn á milli. Skiptist milli reiðiöskra Steele og stoner grúvs. Profit of doom er einn hápunktur plötunnar, þvílíkar skiptingar og raddbreytingar! Pete syngur djúpt, af tilfinningu, melódíu og hrátt. September sun er eitt af fáu ljúfu lögunum, reyndar brýst það einu sinni út í einhvern dýrðlegan rússneskan byltingarsöng þar sem Pete syngur alldigurbarkalega á málinu slavneska( vel á minnst var faðir hans af slavaættum). She burned me down er af sama meiði, fulllangdregið lag þó. Halloween In Heaven er hresst, pönkað og með fáránlega texta; fjallar um rokkara í helvíti. Róast aðeins niður í endann og þá kemur m.a. eitthvað kvendi sem syngur. These Three Things byrjar einum of þunglamalega og meðalmennskulega en þegar sígur á seinni endann er þar eitthvað fyrir eyrað. Textinn lýsir afstöðu gegn fóstureyðingum ef ég skil hann rétt. Some Stupid Tomorrow er algjör þrumfleygur og eitt mesta stuðlagið á plötunni þó það lýsi biturri fangelsisvist. An Ode To Locksmiths lýsir andúð Steele á karlmönnum. Melódískt lag með eins konar stonerrokk riffum. Hail And Farewell To Britain lýkur plötunni með mikilli biturð og segir um leið bless. Lag í hægara lagi.

TON halda áfram að hljóma ferskir en ég var farinn að óttast að þeir væru farnir að staðna eftir World coming down(’99). Síðustu tvær plötur sýna að þeir hafa metnað og kraft í sér enn. Pete Steele fetar nýjar slóðir í öskri sínu og lögin eru á alls konar hraða.

9/10

Bessi (Berserkur)

Type O Negative

Hljómsveitin Type O Negative heldur í heljarinnar tónleikaferðalag núna í vikunni, en tónleikarnir verða ansi sérstakir sökum þess að einn aðal meðlimur sveitarinnar, Josh Silver verður ekki með í ferð í þetta skiptið. Kallinn er víst upptekinn í skóla, en drengurinn ætlar að reyna fyrir sér sem sjúkraliði (paramedic) og er á þessum sama tíma í prófum. Í stað hans hafa þeir fengið Scott Warren (Heaven and Hell, Dio) til að spila á hljómborð fyrir hann.

Type O Negative.

Snillingarnir í hljómsveitinni Type O Negative mun senda frá sér DVD diskinn Symphony For The Devil 20 mars næstkomandi með aðstoð SPV útgáfunnar. Á disknum verður að finna heila tónleika (Bizarre Festival, Þýskalandi, frá árinu 1999), í viðbót við fullt af aukaefni. Á tónleikunum tó sveitin eftirfarandi lög;
01. In The Flesh
02. Cinnamon Girl
03. Waste Of Life intro
04. Too Late: Frozen
05. In Praise Of Bacchus
06. Kill All The White People
07. Cornucopia
08. Wolf Moon (including Zoanthropic Paranoia)
09. Everything Dies
10. My Girlfriend’s Girlfriend
11. Are You Afraid?
12. Gravity
13. Black Sabbath intro
14. Christian Women
15. Love You To Death
16. Black #1

Type o negative

T.o.n. er að fara að gefa út DVD í febrúar sem heitir Symphony For The Devil (The World Of Type O Negative). Það er þýska útgáfan SPV sem sér um útgáfuna. Fjölmörg lög bandsins verða af tónleikum í Þýskalandi fyrir nokkrum árum. Viðtöl og annað verður meðal innihalds. Með mynddisknum fylgir 6 mínútna smáskífa þar sem hljómsveitin tekur Santana syrpu.

Type O Negative

ögur eru í gangi um að hljómsveitin Type O Negative sé á leiðinni að gera útgáfusamning við SPV útgáfuna. Hljómsveitin Uppfylti samning sinn við Roadrunner útgáfuna í fyrra þegar þeir gáfu út diskinn “Life is killing me”, en allar plötu sveitarinnar hafa verið gefnar út af Roadrunner til. Vinsælasta plata sveitarinnar, Bloody Kisses hefur selst í um 900.000 eintökun til þessa.

Type O Negative

Hljómsveitin Type O Negative hefur ákveðið að kalla nýju plötuna sína “Life is Killing Me”, en ekki “The Dream Is Dead” eins og áður var áætlað. Platan er væntanleg í bú´ðir í júní og verður hún gefni út af Roadrunner útgáfunni.

Type O Negative

Stuðboltarnir í Type O Negativehafa nú ákveðið að seinka útgáfu plötunnar “The Dream is Dead” þangað til í júní mánuði. Samkvæmt heimasíðu sveitarinnar má búast við að upptökum á plötunni ljúki 7. mars, en það var hljómborðsleikari sveitarinnar Josh Silver sem pródúseraði plötuna sem áður. Von er á því að sveitin fari í tónleikaferðalag um evrópu í júní og júlí mánuði og mun sveitin meðal annars stoppa á eftirfarandi stöðum:
jun. 19 – Academy – Manchester, UK
jun. 20 – Astoria – London, UK
jun. 21 – Waldrock Festival – Bergum, NETH
jun. 23 – Vega – Copenhagen, DEN
jun. 24 – Rockefeller – Oslo, NOR
jun. 25 – KB Club – Malmoe, SWE
jun. 26 – Kick – Herford, GER
jun. 28 – Festival – Bologna, ITA
jul. 01 – Longhorn – Stuttgart, GER
jul. 03 – Live Music Hall – Cologne, GER
jul. 04 – Graspop Metal Meeting – Dessel, BEL
jul. 05 – Full Force Festival – Leipzig, GER
jul. 06 – Forest Glade Festival – Wiesen, AUT
jul. 07 – Sky Club Burmlovka – Prague, CZ
jul. 08 – Stodola Club – Warsaw, POL
jul. 11 – Tuska Metal Festival – Helsinki, FIN

Type O Negative

Hljómsveitin Type O Negative er þessa dagana að takka upp sína næstu plötu. Platan hefur fengið nafnið The Dream Is Dead”, og er pródúseruð af Josh Silver (hljómborðsleikara sveitarinnar). Peter Steel söngvari lét eftirfarandi flakka um nýju plötuna:
“My goal for this next album was it to have it sound like THE BEATLES on acid, BLACK ABBATH drunk out of their minds…playing in a haunted factory.”