Tag: theprp.com

Tomahawk með nýtt myndband

Nýtt myndband hljómsveitarinnar Tomahawks (sem inniheldur þá Mike Patton (Faith no more), Duane Denison (The Jesus Lizard), Trevor Dunn (FNM, Mr. Bungle) og John Stanier (Helmet)) er í boði á internetinu. Myndbandið er við lagið South Paw, sem er að finn aá hinni stórgóðu 2013 plötu Oddfellows. Myndbandið þrælskemmtilegt og má sjá hér að neðan:

Zao á leið í hljóðver

Meðlimir hljómsveitarinnar Zao tengdustu internetinu nýverið til þess að uppfræða almenning um stöðu sveitarinnar, en sveitin heldur til upptöku á nýju efni í næsta mánuði. Hér að neðan má sjá orðsendingu frá sveitinni:

“We have booked time in mid July with our great friends at Treelady Studios here in Pittsburgh. Dave Hidek will be behind the board along with us to get the best sounds possible. We will be posting video and other updates throughout the process to keep you guys up to date with everything record wise, Also we will be offering some limited edition merchandise in the very near future to help fund our recording costs. Your guys support is invaluable to this band, thank you all sincerely.”

Every Time I Die – From Parts Unknown

Hljómsveitin Every Time I Die sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni From “From Parts Unknown“ 1. júlí næstkomandi. Sveitin tók upp þetta nýja efni ásamt Kurt Ballou úr Converge en það er Epitaph útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar. Meðal efnis sem vitað er sveitin tók upp er Nirvana lagið Tourette’s sem upprunalega var að finna 1993 plötunni “In Utero”.

Madball lifir!

Ný breiðskífa hljómsveitarinnar Madball er tilbúin og verður hún gefin út í lok júní á þessu ári. Skífan hefur fengið nafnið “Hardcore Lives”, en það er setning sem þá 12 ára Freddy Crisen öskraði á fyrstu plötu sveitarinnar. Á nýju plötunni verður að finna gesti á borð við Scott Vogel (Terror, Buried Alive), Toby Morse (H20) og Candace Puopolo (Walls of Jericho) og hægt verður að nálgast útgáfuna í viðhafnarútgáfu með aukalögum.

Lagalisti plötunnar er sem hér segir:
01. Intro
02. Hardcore Lives
03. The Balance
04. Doc Marten Stomp
05. DNA
06. True School (feat. Scott Vogel)
07. The Here And Now
08. Nothing To Me
09. My Armor (feat. Toby Morse)
10. Beacon Of Light
11. Born Strong (feat. Candace Puopolo)
12. Spirit
13. Mi Palabra
14. NBNC
15. For The Judged

Bonus Tracks:
16. The Beast
17. Spit On Your Grave 2014

Devil You Know

Nýtt lag með hljómsveitin Devil You Know er nú komið á netið, en lagið verður að finna á tilvonandi breiðskífu sveitarinnar sem væntanleg er í lok apríl mánaðar. Hljómsveitin Devil You Know saman stendur af fyrrum söngvara Killswitch Engage & Blood has been shed; Howard Jones, Francesco Artusato (gítarleikara All Shall Perish) og trommara hljómsveitarinnar Devolved – John Sankey.

Symmetry In Black

Hljómsveitin Crowbar mun senda frá sér nýja breiðskífu að nafni Symmetry In Black í lok maí mánaðar. Það var meistarinn sjálfur Kirk Windstein sem sá um að pródúsera gripinn ásamt Duane Simoneaux (sem áður hefur unnið með Crowbar og Down). Josh Wilbur (Lamb Of God, Gojira) sá um að hljóðblanda plötuna. Herra Windstein hafði eftirfarandi um plötuna að segja:

“We are so proud and excited about what we have accomplished with this record! The focus, determination and attitude in the band is at an all time high. We are 100% ready to get this Juggernaut rolling and never touch the breaks again. Crowbar will not be stopped!”

“Crowbar is my heart and soul. The music is a part of me that I am extremely proud of. It’s an amazing feeling to be putting all of my energy & focus into something that I created 25 years ago! We are extremely excited to release our 10th full length & to bring the riffs to as many people as possible on tour. See you on the road!”