Tag: Taflan

Sjö ár af öfgum eða: Hvernig I Adapt innleiddu harðkjarnann á Íslandi og bera þess vart bætur síðan

Þetta er tilfinningaþrungin stund. Síðasta kvöld hljómsveitarinnar I Adapt, eftir sjö ára starfsemi. Birkir Fjalar Viðarsson (AKA Birkir BookhouseBoy UnnarogVidarsson), söngvari sveitarinnar og aðal-hugmyndafræðingur, stendur uppi á borði umkringdur dansandi, öskrandi vinum og viðhlæjendum. Hann öskrar tryllingslega og ber sér á brjóst. Hópurinn tekur undir.

Lesið nánar

Rotting Christ

Gamalreyndu grísku ofsarokkararnir í Rotting Christ eru í þann mund að ljúka upptökum á nýrri afurð sem á eftir að líta dagsins ljós í janúar 2010. Frumkvöðull sveitarinnar, Sakis Tolis sá um að taka upp plötuna. Síðasta plata þeirra, Theogonia, kom út 2007 og hlaut afbragðsviðtökur víðs vegar.

Rotting Christ gaf út veglegan DVD/CD pakka til að fagna 20 ára afmæli sínu á þessu ári: Non Serviam – A 20 Year Apocryphal Story. Þar kennir ýmissa grasa, t.d. afmælistónleika frá heimaborg þeirra, Aþenu.

Og síðast en ekki síst…þá staðfesta Rotting Christ komu sína á Andkristnihátíð í desember hér á Fróni. Atli Jarl þungarokksellilífeyrisþegi með meiru flytur hljómsveitina inn sem áður(en þeir komu hingað 2007).

Týr

Færeysku rokkararnir í Týr gefa út þriðju plötu sína Ragnarok í september. Platan var tekin upp í Danmörku og kemur út á Napalm records.

Opeth

Trommari bandsins Martin Lopez hefur ákveðið að yfirgefa bandið. Veikindi höfðu hrjáð hann í nokkurn tíma og Martin Axenrot úr Bloodbath kom í stað hans á tónleikaferðalögum vegna þessa. Axenrot er nú orðinn opinber trommari Opeth. Lopez einbeitir sér að sínu eigin projekti.

Pantera ERU hættir

í viðtali Dimebags Darrell nýlega við Rock Sound kemur fram að bandið er án vafa hætt. Segir hann Phil Anselmo hafa tekið ákvörðunina með endalausum yfirlýsingum á tónleikum og í pressunni.

þá er bara að bíða og sjá hvað þeir Abbot bræður geri í Damageplan nýja bandinu sínu, en platan “New Found Power” kemur út 10. febrúar