Tag: taflan.org

Sjö ár af öfgum eða: Hvernig I Adapt innleiddu harðkjarnann á Íslandi og bera þess vart bætur síðan

Þetta er tilfinningaþrungin stund. Síðasta kvöld hljómsveitarinnar I Adapt, eftir sjö ára starfsemi. Birkir Fjalar Viðarsson (AKA Birkir BookhouseBoy UnnarogVidarsson), söngvari sveitarinnar og aðal-hugmyndafræðingur, stendur uppi á borði umkringdur dansandi, öskrandi vinum og viðhlæjendum. Hann öskrar tryllingslega og ber sér á brjóst. Hópurinn tekur undir.

Lesið nánar

Refused – tónleikaplan

Hljómsveitin Refused, sem opinberaði það núna í vikunni að þeir ætli að koma saman á ný til að spila á nokkrum vel völdum tónleikum, hafa hægt og bítandi verið að bæta við tónleikum í ferðalagið. Hér að neðan má sjá stöðuna eins og hún er núna:

13. apríl Indio, Kalifornía BNA – Coachella Festival
20. apríl Indio, Kalifornía BNA – Coachella Festival
27. apríl Berlin, Þýsland – Monster Bash Festival
29. apríl Meerhout, Belgía – Groez Rock Festival
4. júní Arena Fiera Di Rho in Milano, Ítalía (ásamt Soundgarden)
8/9. ágúst – Gautaborg, Svíþjóð – Way Out West Festival

Hjómsveitin I ADAPT hættir störfum

Ekki batnar það, ekki nóg með að hljómsveitin Changer hafi hætt stöfum fyrir viku síðan, heldur er nú komið að hljómsveitinni I adapt að segja skilið við vora senu og hér að neðan má lesa það sem hljómsveitin hafði um málið að segja:

Búnir að fara víða um völl og smakka’ða hér og þar… Þetta föruneyti fer ekki lengra.
Við viljum þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn og gerðu okkur kleyft að spila okkar tónlist fyrir aðra hér og þar og all staðr, mögulega allt of oft við hinar og þessar aðstæður. Botnlausar þakkir til fyrrverandi meðlima. Takk fyrir að mæta, tala við oss, headbanga, slamma, syngja með eða bara hlýða og góna á. Takk fyrir að deila þessu með okkur og taka þátt. Takk fyrir endurgjöfina. Við vonum að við höfum fært eitthvað á borð ykkar sem var þar ekki fyrir og vonandi blómstra einhverjir afleggjarar upp frá allri þessari vitleysu. Vinna okkar var sannarlega þess virði. Takk fyrir minningarnar og augnablikin.

Við gætum farið í a gera langa runu með nöfnum þeirra sem lagt hafa lóð á vogaskálarnar, umfram það sem eðlilegt þykir en við gerum það ekki í dag. Mögulega síðar. Þið vitið hver þið eruð og þið vitið hvað þið gerðuð.

Síðustu bartónleikarnir verða annað kvöld.
Mögulega verður eitt all ages show í viðbót…. auðvitað verður eitt all ages show í viðbót I Adapt style… we put that shit on da map!

Heyrumst

i.a.

Changer útgáfutónleikar

Changer fagna útgáfu nýjustu breiðskífu sinnar með veislu á De Palace föstudaginn 2 apríl!!! Sérstakir gestir verða Heiða&Heiðingjarnir
Húsið opnar 21:00
Frítt inn og e-ð voða voða tilboð á hressingu!
De Palace Hafnarstræti (þar sem Freddi var, á móti Kapital)
Changer
Heiða&Heiðingjarnir