Tag: split 7”

Tragedy/Totalitar - split 7”

Tragedy/Totalitar – split 7” (2000)

Armageddon –  2000
www.armageddonshop.com

Tvær af mínum uppáhalds hljómsveitum leiða saman hesta sína á einni sjötommu. Tragedy lögin eru frekar gömul og þau eru minnst melódísku lög sem ég hef heyrt með þeim en þetta er engu að síður feti framar öðrum böndum. Totalitar eru hér með ansi gömul lög (tekin upp 1996) og þau eru bara ekta Totalitar; discharge meets Motorhead d-beat pönk á sænska vísu, spilað hratt, hrátt og brutal. Klikka ekki frekar en fyrri daginn.

villi

Kill Devil Hills/Serotonin - split 7”

Kill Devil Hills/Serotonin – split 7” (2000)

Soul Is Cheap –  2000
www.soulischeap.com

Ég elska DIY pönk. Það er svo einlægt, og nú er ég bara að tala um labelið og hvernig það pakkar plötunum sínum. Tvílitt cover (gult og svart) á venjulegum pappír brotið saman til að passa í plasthulstrið og svo er textablaðið bara ljósritað A4 blað með textunum og myndum af hljómsveitunum oní þessu öllu. En allavega, tónlistin: Það er eitt lag á hljómsveit og báðar hljómsveitirnar spila indie-pönk eða post-pönk eða emo eða hvað sem fólk við kalla þetta. Þetta er allavega svolítið tilraunakennt og miklar taktpælingar og þar fram eftir götunum. Serotonin eru meira í off-beat pælingunum sem ég fíla yfirleitt ekki en þeir eru nógu groovy til að ég komist vel inn í þetta. Bassaleikarinn er geðveikt fær og tekur endalaust af flottum “licks” en allt án þess að skemma heildina. Kill Devil Hills eru meira emo-pönk í anda Planes Mistaken For Stars eða jafnvel Hot Water Music og þetta No Idea dæmi allt saman. Þeir gera þetta vel og eru bara mjög cool í alla staði. Nokkrir úr Kill Devil Hills eru í dag í hljómsveitinni Against Me! sem sumir kannast kannski við. Ég get bara ekki fundið neitt neikvætt til að segja um þetta split. Verslið þetta ef þið hafið einhvern vott af áhuga á þessu sem ég hef verið að nefna.

Villi

Ensign/Fig.4.0 - split 7”

Ensign/Fig.4.0 – split 7” (2000)

Household Name –  2000
www.householdnamerecords.co.uk

Ensign hætta bara ekki. Þeir eru búnir að vera að spila sitt old school hardcore í anda Sick Of It All eða Stretch Armstrong (sorry þetta eru lélegar samlíkingar en dettur bara ekki betri samlíking í hug akkúrat núna) í svo mörg ár. Þeir gefa endalaust út og verða sífellt betri. Mjög gott band með hjartað og hugann á réttum stað. Fig.4.0 eru frá Leeds í Bretlandi og spila svolítið sérstaka blöndu af melódísku hardcore í anda Strike Anywhere og svo hröðu thrashcore í anda DS-13. Þeir eru frumlegir og rosalega góðir. Þeir semja flotta og to-the-point texta en vegna þess að þeir eru diy og frá Bretlandi munu þeir líklega aldrei fá þá viðurkenningu sem þeir verðskulda. Frábært split að öllu leiti nema helvítis artworkið sem er ljót vatnslitamynd af hauskúpum, appelsínugult og gult. Þvílíkt ljótt.

Villi

DIE YOUNG / INVADE - split 7"

DIE YOUNG / INVADE – split 7″ (2007)

Double Or Nothing –  2007

Ég held að það hafi verið í fyrra eða snemma á þessu ári sem ég heyrði lög af nýjustu breiðskífu Die Young, sem heitir Graven Images. Ég átti alls ekki von á því sem ég heyrði. Prjúra helvítis metalcore án alls vitleysisgangs, slípunar og nútímavæðingar. Strax tók ég ofan hattinn fyrir þessum eldhugum frá Texas því þeir voru að gera eitthvað rétt. Heiðra fortíðina og horfa fram á vegin. Það er nefnilega þannig að nútíma rokkpressan er gjörsalega búin að kála metalcore hugtakinu með því að sletta þessari skilgreiningu á ófögnuð eins og As I Lay Dying og Avanged Sevenfold o.fl. Síðan hafa metalhöfðingjar eins og Lamb Of God fengið þennan stympil af afvegaleiddum blaðamönnum en LOG eru auðvitað allt annað en metalcore og eiga ekki svona fúsk skilið. En Die Young eru hérna til að draga línuna í sandinn. Það er allt annar geiri.
Die Young taka sín áhrif frá Strife, Trial, Buried Alive og Integrity með söngvara sem er með eins rödd og Brian úr Catharsis. Er hægt að biðja um meira? Fyrsta lagið á þeirra hlið, “Fuck the Imperialists” gengur fullkomlega upp og er alger perla ofbeldis og hörku. Maður gnísitr tönnum þegar á er hlustað og orð eins og “fuck the imperialists. The war-mongers in white collars placing profit over people. History has been written biased hands in their favor”. Þetta er ekkert að róa mann niður enda er það tilgangurinn. Fínasta marseríng inn í stríð. Die Young benda á það augljósa og það sem betur mætti fara af vel athuguðu máli. Seinna lagið þeirra “Asco Puro” stendur fyrra laginu aðeins að baki en er engu að síður all gott. Að því sögðu vil ég hvetja lesendur til að kaupa sér Graven Images með þessari sveit helst í gær!
Invade er á hinni hliðinni og hef ég heyrt þá meira metalcore á öðrum útgáfum en engu að síður er lagið þeirra Life Drawn Out algert afbragð og minnir það á Have Heart og 108 í einum graut. Mikið chugg í gangi og dansgóldharka.Sungið er um persónulega örvæntingu en mögulega leið úr því helvíti. Jákvætt og kraftmikið þrátt fyrir töluvert myrkur í laginu.
Tilvalin gripur fyrir þau ykkar sem viljið kynna ykkur hljómsveitir sem heiðra hið merka metalcoretímabil 10. áratugarins.

Birkir