Double Or Nothing – 2007
Ég held að það hafi verið í fyrra eða snemma á þessu ári sem ég heyrði lög af nýjustu breiðskífu Die Young, sem heitir Graven Images. Ég átti alls ekki von á því sem ég heyrði. Prjúra helvítis metalcore án alls vitleysisgangs, slípunar og nútímavæðingar. Strax tók ég ofan hattinn fyrir þessum eldhugum frá Texas því þeir voru að gera eitthvað rétt. Heiðra fortíðina og horfa fram á vegin. Það er nefnilega þannig að nútíma rokkpressan er gjörsalega búin að kála metalcore hugtakinu með því að sletta þessari skilgreiningu á ófögnuð eins og As I Lay Dying og Avanged Sevenfold o.fl. Síðan hafa metalhöfðingjar eins og Lamb Of God fengið þennan stympil af afvegaleiddum blaðamönnum en LOG eru auðvitað allt annað en metalcore og eiga ekki svona fúsk skilið. En Die Young eru hérna til að draga línuna í sandinn. Það er allt annar geiri.
Die Young taka sín áhrif frá Strife, Trial, Buried Alive og Integrity með söngvara sem er með eins rödd og Brian úr Catharsis. Er hægt að biðja um meira? Fyrsta lagið á þeirra hlið, “Fuck the Imperialists” gengur fullkomlega upp og er alger perla ofbeldis og hörku. Maður gnísitr tönnum þegar á er hlustað og orð eins og “fuck the imperialists. The war-mongers in white collars placing profit over people. History has been written biased hands in their favor”. Þetta er ekkert að róa mann niður enda er það tilgangurinn. Fínasta marseríng inn í stríð. Die Young benda á það augljósa og það sem betur mætti fara af vel athuguðu máli. Seinna lagið þeirra “Asco Puro” stendur fyrra laginu aðeins að baki en er engu að síður all gott. Að því sögðu vil ég hvetja lesendur til að kaupa sér Graven Images með þessari sveit helst í gær!
Invade er á hinni hliðinni og hef ég heyrt þá meira metalcore á öðrum útgáfum en engu að síður er lagið þeirra Life Drawn Out algert afbragð og minnir það á Have Heart og 108 í einum graut. Mikið chugg í gangi og dansgóldharka.Sungið er um persónulega örvæntingu en mögulega leið úr því helvíti. Jákvætt og kraftmikið þrátt fyrir töluvert myrkur í laginu.
Tilvalin gripur fyrir þau ykkar sem viljið kynna ykkur hljómsveitir sem heiðra hið merka metalcoretímabil 10. áratugarins.
Birkir