Tag: Sparta ofl á Gauknum, Umfjöllin, Tónleikaumfjöllun,Pasani, Tónleikar,

Sparta ofl á Gauknum

Gaukur á stöng, 20. Október

Chicks on Speed, Sparta, Ensími, Stjörnukisi, Dr.Spock og 200000 Naglbítar

Alveg síðan ég frétti fyrst af því að hljómsveitin Sparta (sem eru með 3 fyrrv. meðlimum at the drive-in) væri að koma til landsins og spila þá er ég búinn að vera með fiðring í maganum og bros á vörum. Ég fór bara á þessa tónleika til að sjá þá og hafði voða lítinn áhuga á neinu öðru nema kannski stjörnukisa en þeir voru ekki nærri því eins spes og þeir hafa verið vegna fjarveru Birkis. But anyhoo…

Ég kom á staðinn þegar að 200000 naglbítar voru hálfnaðir með settið. Mér hefur aldrei fundist þeir voðalega skemmtilegir nema myndbandið þeirra með skeitinu… það var flott. Þeir spiluðu í hálftíma og hápunkturinn var þegar söngvarinn sleit streng og var honum fært nýjan gítar á meðan hann hélt áfram að syngja og kláraði lagið með nýjum gítari. Svoleiðis á maður að gera það.

Dr. Spock er eitthvað project manna úr nokkrum hljomsveitum, þeir voru nokkuð þéttir og ég get ekki sagt að þeir voru leiðinlegir.. bara höfðaði ekki til mín. Trommarinn var ótrúlega góður og bassaleikarinn hress.

Stjörnukisi stóð á stokk klukkan 22:30 og það fyrsta sem ég tók eftir var að hann Úlfur söngvari er að líkjast Lenny Kravitz meir og meir… scary. En svo mundiég að Birkir væri hættur þegar ég sá hann við hliðina á mér og þótti mér dálítið skrítið að sjá þá án hans. Nýji trommarinn er ágætur og gerpi flesta taktana hans Birkis í gömlu lögunum voða svipað en stundum tók meður eftir að það vantaði eitthvað smá uppá… eitthvað smá boost. Þeir voru samt hressir og ágætir.

Þegar Ensími byrjuðu var ég byrjaður að telja niður mínúturnar þangað til að Sparta byrjuðu og fylgdist voða lítið með þeim, enda var þá orðið alveg stappað á Gauknum og ég sá ekki neitt þar sem ég var sitjandi. Ég tók þó eftir að söngvarinn/gítarleikari var með flotta gítaról, sem var ekki meira en sentimeter í þvermáli.

Loksins! Þegar ég sá El Paso High bolinn á söngvaranum í Sparta stóð ég upp og tróð mér fremst enda vildi ég ekki missa af neinu hjá þeim. Sparta er skipuð trommuleikara, bassaleikara, 2 gítarleikurum og einum gítaleikara/ hljómborðsleikara. Þeir spila indie/emo rokk sem er alls ekki ólíkt At the drive-in að mér finnst og er það skiljanlegt vegna þess að hálf hljómsveitin var einmitt í þeirri hljómsveit. Þeir spiluðu miklu lengur en ég bjóst við og líklega miklu lengur en þeir máttu en það var bara hið besta mál því þeir voru frábærir. Þetta voru með þeirra fyrstu tónleikum (11. tónleikarnir þeirra) og mátti sjá að þeir gáfu allt sem þeir áttu og voru ótrúlega honest. Þeir spiluðu öll lögin sem við ofur-dweebs vorum búnir að downloada á heimasíðunni þeirra og læra utanaf og tók ég eftir að í einu laginu þegar ég var að syngja með einum texta að trommaranum þótti ótrúlegt að einhverjir kynnu textana þeirra á Íslandi og brosti út að eyrum. Sparta er alvöru band sem á án efa eftir að ná langt á heiðarleika sínum við aðdáendur og taumleysi sinni í tilfinningalegri tjáningu. Aðeins eitt orð getur lýst þeim best: BOMB.

Eftir Sparta fór ég út og nennti ekki að Hlusta á Chicks on Speed. Þetta kvöld var ótrúlega skemmtilegt og allt Sparta að þakka. Ég þakka fyrir mig.

Pasani