Tag: Sólarsamba 2010

Sólarsamba 2010

LIGHTS ON THE HIGHWAY
Feldberg
Jan Mayen
Pascal Pinon

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2010-04-21
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 18

 

Sólarsamba 2010
síðasta vetrardag/fyrsta sumardag
miðvikudaginn 21. apríl kl 22:00

Lights on the Highway
Feldberg
Jan Mayen
Pascal Pinon

1000 kr / 18 ára aldurstakmark

Sódóma í samstarfið við Lights on the Highway boða komu sumars til stranda landsins og bjóða að því tilefni til gnægtarborðs bragðgóðra og upplífgandi tóna frá fjölbreyttum hópi hljómsveita. Dansað verður og sungið fram á rauða nótt, herlegheitin hefjast 2 tímum fyrir áætlaða komu sumarsins en móttökuathöfn verður svo á miðnætti þar sem þess verður freistað að semja frið við náttúruöflin svo sumarið geti verið sem gæfuríkast fyrir landsmenn til sjávar og sveita. Tónlistin mun þó vera í aðalatriði þetta kvöld og hafa liðsmenn LOTH fengið með sér 3 frábærar sveitir til að þóknast sumargyðjunni fögru.

Lights on the Highway hafa fyrir löngu skapað sér sess sem ein allra besta tónleikasveit landsins. Plötur sveitarinnar hafa ekkert þótt síðri, sbr. tilnefningu til hinna Íslensku Tónlistarverðlauna fyrir plötu ársins nú í mars sem og úrvalslista Kraums. Aðdáendur LOTH eru vandlátir og láta ekki bjóða sér hvað sem er enda vita þeir vel að kraftur sveitarinnar á sviði er magnaður í meira lagi. LOTH eru á leið til Lundúna í byrjun maí en hinir hjátrúarfullu Ljósbrautungar vilja freista þess að færa náttúruöflunum tónlistarfórn svo himnar megi opnast fyrir ferð þeirra yfir hafið. Í Lundúnum stendur til að halda þrjá prívat showcase tónleika fyrir áhugasamar útgáfur þar í landi og eru tónleikarnir liður í fjármögnun ferðarinnar.

Feldberg skaut hratt upp á stjörnuhiminn árið 2009 og kom það fáum á óvart enda einvala lið hæfileikafólks sem fer fyrir sveitinni; Einar Tönsberg aka Eberg og Rósa Birgitta Ísfeld oft kennd við Sometime. Lagið Dreamin’ sem hefur tröllriðið öllum miðlum undanfarna mánuði var valið lag ársins á nýliðnum Tónlistarverðlaunum og leynist engum að þar fer lag sem mun lifa um ókomin ár. Svo vill til að Feldberg eru líka á leið til Lundúna að halda showcase tónleika og því sameiginlegir hagsmunir þeirra og LOTH að það semjist við áðurnefnd náttúröfl.

Meðal skemmtilegustu rokksveita landsins má ávalt finna Jan Mayen, sveit sem hefur verið starfandi síðan 2003 og sent frá sér 2 frábærar skífur, Home of the Free Indeed árið 2004 og So Much Better Than Your Normal Life árið 2007. JM spila grípandi og sálarbætandi gítar-rokk ala Sonic Youth, The Strokes og Liars, hefur látið lítið á sér bera undanfarin misseri og setið við lagasmíðar. Þeir ætla að færa öflunum fórn í formi nýrra laga og ætti það að seðja maga dýrsins.

Hinar kornungu en hæfileikaríku indie-popp-prinsessur í Pascal Pinon hafa verið að geta sér afar gott orð undanfarið og þótt bera mikinn vott um staðfestu þegar þær kusu að gera allt í kringum sveitina sjálfar, hvort sem það er að taka upp, bóka tónleika eða gefa sjálfar út sína tónlist. Frumburð þeirra, samnefndur sveitinni, situr í 2. sæti topplista gogoyoko þegar þessi orð eru rituð og dagljóst að þær stöllur vita alveg upp á hár hvað þær eru að gera.

Uppröðun hljómsveita verður kynnt nánar hér þegar líður á vikuna.

Sódóma presents: SÓLARSAMBA 2010

LIGHTS ON THE HIGHWAY
Feldberg
Jan Mayen
Pascal Pinon

Last day of winter/first day of summer
Wednesday April 21st
10pm / 1000 kr / 18 years and older

Celebrate the arrival of summer with some of the best bands around.

Event:  
Miðasala: