Tag: Sódóma

Atrum, Darknote, Wistaria & Ophidian I

Atrum
Darknote
Wistaria
Ophidian I

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2011-07-23
Klukkan? 23:30:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 18

 

Wacken Open Air hátíðin í byrjun ágúst nálgast óðfluga og það sem meira er, hin magnaða hljómsveit Atrum mun koma fram á henni. Sveitinni hefur í tengslum við það boðist til að spila á tónleikum í Danmörku, ásamt gæðasveitinni Darknote, og til þess að allt gangi upp, þá hafa sveitirnar ákveðið að blása til fjáröflunartónleika á Sódóma laugardaginn 23. júlí.

Þetta verður í fyrsta sinn sem þessar sveitir spila á erlendri grundu en tónleikar í Kaupmannahöfn laugardaginn 30. júlí er staðreynd og verið er að vinna í öðrum tónleikum í Malmö daginn áður einnig.

Atrum og Darknote til halds og trausts á þessum tónleikum verða hinar stórskemmtilegu Wistaria, sem kom einmitt fram á Wacken í fyrra og Ophidian I, með Ingó Severed í broddi fylkingar, sem nýverið landaði hljómplötusamning við erlent útgáfufyrirtæki. Báðar þessar sveitir hafa lítið spilað að undanförnu.

Húsið á Sódóma opnar kl 22:30, og mun Ophidian I stíga á svið kl 23:30 STUNDVÍSLEGA!

Miðaverð: Aðeins 1.000, sem er vissulega gjafverð og því ætti enginn að láta sig vanta á þessa tónleika. Verða sveitirnar einnig með merch til sölu og því tilvalið að styrkja þær á þann máta einnig.

Aldurstakmark: 18 ára.

Event:  http://www.facebook.com/event.php?eid=251008131576213
Miðasala: 

Angist og félagar á Sódómu

Angist: http://www.myspace.com/angisttheband
Chao: http://www.myspace.com/chaobm Blackmetall eins og hann gerist bestur.
Bloodfeud: http://www.myspace.com/bloodfeudice Hressustu kappar norðan Alpafjalla, thrash or die!
Bastard: http://www.myspace.com/heavymetalbastard Komnir aftur eftir alltof langa pásu með nýtt line-up!
Abominor: http://www.reverbnation.com/abominor1 Ritualískur blackmetall með útgáfu á leiðinni. Ótrúlega þéttir live!

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2011-07-01
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 18

 

Hljómsveitin Angist hefur undanfarið verið að taka upp sína fyrstu útgáfu, EP sem inniheldur fimm lög og eru þau öll ný, þ.e.a.s hafa ekki verið tekin upp áður. Nú er verið að leggja lokahönd á plötuna og ætlum við því að halda fjáröflunartónleika til þess að koma gripnum út.

Okkur til halds og trausts verða hljómveitirnar Chao, Bloodfeud, Bastard og Abominor og verður þetta því heljarinnar veisla!
Það kostar 1000kr inn og opnar húsið kl 22:00 og fyrsta band fer á svið stundvíslega klukkan 22:30.

Fundraiser gig for Angist’s upcoming EP.

Event:  http://www.facebook.com/event.php?eid=179269815462936&ref=ts
Miðasala: 

Sólstafir og DIMMA ásamt Aski Yggdrasils á Sódóma

Sólstafir
DIMMA
Askur Yggdrasils

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2011-06-25
Klukkan? 22:30:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 18

 

SÓLSTAFIR og DIMMA, ásamt ASKI YGGDRASILS blása til tónleika á Sódóma Reykjavík laugardagskvöldið 25. júní.

Það er allt að gerast hjá Sólstöfum þessa dagana en þessir Breiðhyltingar hafa skrifað undir hljómplötusamning hjá hinu afar virta labeli Season of Mist. Verða þeir þar í föngulegum hópi fríðra sveita eins og t.d. Morbid Angel, Mayhem, Watain, Atheist, The Dillenger Escape Plan og Cynic. Framundan er útgáfa á tvöfaldri hljóðversskífu og stíft tónleikahald, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Verða þessir tónleikar þeirra þeir síðustu áður en þeir halda utan í enda júní til að koma fram á hinni virtu With Full Force hátíð sem er ein af stóru þungarokkshátíðunum í Evrópu.

DIMMA hafa gengið í endurnýjun lífdaga. Þessi sveit sem skartar Geirdal bræðrunum, Ingó og Silla, í broddi fylkingar, hafa fengið nýja meðlimi til liðs við sig. Eru það söngvarinn Stefán Jakobsson úr sveitum eins og Exizt og Douglas Wilson og trommuleikarinn Birgir Jónsson úr sveitinni XIII. Verða þetta fyrstu tónleikar þeirra í Reykjavík í heilt ár og þeir fyrstu með þessari liðsskipan. DIMMA er nú að vinna að efni fyrir sína þriðju breiðskífu.

Opnunarband kvöldsins verður hljómsveitin Askur Yggdrasils. Þessi sveit er ung að árum og hefur verið að gera það gott upp á síðkastið. Komst hún m.a. í úrslit músiktilrauna í ár. Sveitin sækir innblástur í víkinga/folk tónlist frá sveitum eins og Amon Amarth og Ensiferum að ógleymdri hinni íslensku Skálmöld.

Húsið opnar 22:30 og hefjast tónleikar 23:30 (á slaginu).

Miðaverð: 1.000 kr. 18 ára aldurstakmark.

Sólstafir, DIMMA and Askur Yggdrasil play at Sódóma Reykjavik.

Event:  https://www.facebook.com/event.php?eid=223536344332820
Miðasala: 

Metallica - Master of Puppets Tribute (seinni tónleikarnir)

Metallica – Master of Puppets Tribute (fyrri tónleikarnir)

Orion

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2011-06-24
Klukkan? 20:00:00
Kostar? 2000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Árið 2011 er fyrir margar sakir merkilegt ár í sögu hljómsveitarinnar Metallica. Platan Master of Puppets, sem margir telja meistaraverk sveitarinnar, kom út í mars fyrir 25 árum, og í september sama ár lést Cliff Burton, bassaleikari sveitarinnar, af slysförum. Síðast en ekki síst eru nú liðin 30 ár frá stofnun sveitarinnar.

Af þessu tilefni heldur hljómsveitin Orion veglega tribute tónleika á Sódómu Reykjavík þann 24. júní næstkomandi.

Kvöldið verður algerlega tileinkað Metallica. Hitað verður upp með efni eftir þá áður en sveitin Orion stígur á svið og flytur Master of Puppets í heild sinni ásamt nokkrum vel völdum aukalögum.

Hljómsveitin Orion var stofnuð sérstaklega af þessu tilefni, en hana skipa fimm rokkhundar úr þungarokksbransanum. Þeir eiga það sammerkt að þeir eignuðust Master of Puppets á unga aldri og urðu fyrir miklum og varanlegum áhrifum af henni.

Orion skipa Björn Þór Jóhannsson, Kristján B. Heiðarsson, Magni Ásgeirsson, Magnús Halldór Pálsson og Rúnar Þór Þórarinsson. Þeir hafa getið sér gott orð m.a. í hljómsveitunum Changer, Forgarði Helvítis, Trassar, Á móti sól, In Memoriam, Shiva, Potentiam, Dark Harvest og Shape.

A tribute concert where the classic Metallica album Master of Puppets will be played along with a few early hitters.

Event:  https://www.facebook.com/event.php?eid=162373510496003
Miðasala: http://midi.is/tonleikar/1/6524

Metallica - Master of Puppets Tribute (seinni tónleikarnir)

Metallica – Master of Puppets Tribute (seinni tónleikarnir)

Orion

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2011-06-24
Klukkan? 23:59:00
Kostar? 2000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Árið 2011 er fyrir margar sakir merkilegt ár í sögu hljómsveitarinnar Metallica. Platan Master of Puppets, sem margir telja meistaraverk sveitarinnar, kom út í mars fyrir 25 árum, og í september sama ár lést Cliff Burton, bassaleikari sveitarinnar, af slysförum. Síðast en ekki síst eru nú liðin 30 ár frá stofnun sveitarinnar.

Af þessu tilefni heldur hljómsveitin Orion veglega tribute tónleika á Sódómu Reykjavík þann 24. júní næstkomandi.

Kvöldið verður algerlega tileinkað Metallica. Hitað verður upp með efni eftir þá áður en sveitin Orion stígur á svið og flytur Master of Puppets í heild sinni ásamt nokkrum vel völdum aukalögum.

Hljómsveitin Orion var stofnuð sérstaklega af þessu tilefni, en hana skipa fimm rokkhundar úr þungarokksbransanum. Þeir eiga það sammerkt að þeir eignuðust Master of Puppets á unga aldri og urðu fyrir miklum og varanlegum áhrifum af henni.

Orion skipa Björn Þór Jóhannsson, Kristján B. Heiðarsson, Magni Ásgeirsson, Magnús Halldór Pálsson og Rúnar Þór Þórarinsson. Þeir hafa getið sér gott orð m.a. í hljómsveitunum Changer, Forgarði Helvítis, Trassar, Á móti sól, In Memoriam, Shiva, Potentiam, Dark Harvest og Shape.

A tribute concert where the classic Metallica album Master of Puppets will be played along with a few early hitters.

Event:  https://www.facebook.com/event.php?eid=162373510496003
Miðasala: http://midi.is/tonleikar/1/6524

Exizt, Darknote og Thingtak á Sódóma

Exizt
Darknote
Thingtak

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2011-06-12
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 18

 

Restingmind Concerts kynnir:

Hin goðsagnakennda sveit Exizt með tónleika á Sódóma 12. júní.

Gulli Falk og hinir gömlu jálkarnir í Exizt hafa svo sannarlega gengið í endurnýjun lífdaga. Sveitin kom from á sjónarsviðið í kringum 1990 og gaf 1992 út samnefndan frumburð sinn sem átti þónokkurri velgengni að fagna. Náði lagið Child töluverðri hylli og útvarpsspilun. Eftir töluvert spilerí í kjölfar plötunnar Giants of Yore sem kom út 1994, lagðist sveitin hins vegar í dvala.

Nú er hins vegar komið að því. Exizt eru mættir aftur! Nýr söngvari hefur gengið til liðs við bandið, Stefán Jakobsson, eitt mesta talent landsins og áttu þeir sitt fyrsta alvöru gigg á Steelheart tónleikunum á Nasa núna á miðvikudaginn þar sem þeir fóru hreinlega á kostum. Skörtuðu þeir þar líka nýjum ryþmagítarleikara, Otto P Arnarsyni, sem m.a. hefur spilað með Færeyingunum í Týr, en sveitin naut auk þess krafta tveggja bakraddasöngkona. Greinilega ekkert til sparað.

Hvítasunnudagur er málið og hefur Exizt boðið tveimur hljómsveitum með sér, hljómsveitinni Darknote, sem mun koma fram í Danmörku núna í enda júlí og voru nálægt því að næla sér í slot á Wacken hátíðinni núna í sumar, þegar þeir lentu í 4. sæti í Wacken Metal Masters keppninni þar. Klárlega eitt efnilegasta band landsins. Hitt bandið er Thingtak, sem skartar einmitt téðum Stefáni, hinum nýja söngvara Exizt. Er þar á ferðinni stórskemmtilegt powertríó sem hefur verið að störfum í nokkur ár og skapað sér gott nafn í reykvískri tónleikasögu fyrir afbragðs rock’n’roll.

Tónleikarnir verða á Sódóma Reykjavík sunnudaginn 12. júní. Mun húsið opna 22:00 og tónleikarnir byrja 23:00. Munið að dagurinn á eftir er annar í hvítasunnu. 🙂

Miðaverð: sléttur 1.000 kall
18 ára aldurstakmark.

Legendary Icelandic hard rockers Exizt perform with Darknote and Thingtak at Sodoma Reykjavik venue in downtown Reykjavik

Event:  https://www.facebook.com/event.php?eid=205163436193153
Miðasala: 

Atrum, Darknote og Skámöld á Sódómu 28. maí

Atrum
Darknote
Skálmöld

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2011-05-28
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1500 kr
Aldurstakmark? 18

 

Skálmöld, Atrum og Darknote leiða saman metalhestana á Sódómu laugardaginn 28. maí. Öll böndin hafa verið orðuð við Wackenhátíðina 2011 og þegar er ljóst að tvö af þeim, Atrum og Skálmöld, spila á þessu stærsta metalfestivali heimsins í sumar.

Þetta er tækifærið til að finna svitalyktina af þremur af fremstu metalböndum Íslands, láttu þig ekki vanta á staðinn!

Event:  http://www.facebook.com/?ref=home#!/event.php?eid=121170287964466
Miðasala: 

Converge á Sódóma

Converge
For a minor reflection
Logn

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2011-06-20
Klukkan? 20:00:00
Kostar? 2500 kr
Aldurstakmark? 18

 

Þungarokksrisarnir í Converge trylla lýðinn 20.júní næstkomandi.

www.convergecult.com

CONVERGE IN ICELAND!

Event:  http://www.facebook.com/event.php?eid=155271144537166&ref=ts
Miðasala: http://midi.is/tonleikar/1/6469/

Today is the day- ALL AGE (kl 15)

Today is the Day
Gone Postal
Swords Of Chaos
Manslaughter

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2011-04-02
Klukkan? 15:00:00
Kostar? 1500 kr
Aldurstakmark? 0

 

Hin fornfræga noise-rocksveit Today is the Day kemur fram á tónleikum á Sódóma Reykjavík Laugardaginn 2. Apríl. Frægust er hljómsveitin fyrir plötur sínar “Temple of the Morning Star” frá 1997 og noise-coremeistaraverkið “In the Eyes of God” frá 1999, en sú síðarnefnda var samin í samstarfi við Brann Dailor, trommara Mastodon, sem var trommari svietarinar á þessum tíma en gítarleikar Mastodon, Bill Kelliher, spilaði á bassa á plötuni. Í ljósi þessa var einmitt fyrsta Mastodon platan, “Remission”, undir miklum áhrifum af “In the Eyes of God”.

Forsprakki hljómsveitarinar, og eini stofnmeðlimur sem er ennþá í henni, Steve Austin er þekktur upptökustjóri í metalheiminum og hefur m.a tekið upp plötur með Lamb of God, Converge og Deadguy. Einnig er hann þekktur fyrir sérvisku sína og að það sé erfitt að vinna með honum, enda er sveitin á sínum ellefta trommara, en á síðustu plötu sinni, þeirri fyrstu og einu sem gefin var út af eigin útgáfufyrirtæki Steve´s, Supernove Records, áður en hann samdi við Black Market Activities, er einmitt níðlag er fjallar um Relapse Records, heimili Today is the Day í heilan áratug.
Today is the Day er hljómsveit sem allir 25+ kannast við, enda var hún mikið í deigluni hér á landi á gullaldarárum sínum, en nú er tækifæri til þess að bera arfleifð þeirra áfram til næstu kynslóðar.

Sveitin leikur á tveimur tónleikum sama dag. Hinir fyrri eru fyrir alla aldurshópa og hefjast kl 15:00, en hinir síðari eru með 20 ára aldurstakmarki og opnar húsið kl 22:00. Á seinni tónleikunum hita sveitirnar Klink, Momentum og Celestine upp, en þær eru allar að koma úr lævpásum og frumflytja nýtt efni á tónleikunum.

Event:  
Miðasala: