Tag: Skattheimta Reglu Hins Öfuga Pýramída!

Skattheimta Reglu Hins Öfuga Pýramída!

Rökkurró DJs
Mammút
Retrön
DLX/ATX
Me, the Slumbering Napoleon
The Heavy Experience

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2010-03-04
Klukkan? 20:30:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Fyrsta árlega skattheimta Reglu Hins Öfuga Pýramída!

Regla hins Öfuga Pýramída hefur loks hafið starfsemi á Íslandi.

Reglan hefur það að markmiði að berjast gegn hinu algenga pýramídaskipulagi, sem byggir á því að þeir fáu sem eru á toppi pýramídans standa á herðum þeirra fjölmörgu sem strita fyrir neðan.
Þetta hefur í för með sér augljóst óhagræði fyrir þjóðfélagið þar sem margir strita og fáir njóta orkunnar sem upp pýramídann streymir.

Regla hins Öfuga Pýramída starfar með því að leyfa fjöldanum að standa á herðum hinna fáu sem strita, og leyfa þannig skapandi orku að flæða upp pýramídann eins og tré sem vex frá einni rót í átt til stjarnanna, og sífellt bætast fleiri við greinar (sálir) eftir því sem það teygir sig nær himnunum.

Starfsemi Reglunnar á Íslandi er mikilsvirt því hér í okkar hnattstöðu vex orkutréð í átt að stjörnunni Alfa Ursae Minoris, eða sjálfri pólstjörnunni. Miðstöð segulsviðs Jarðarinnar.

Þrátt fyrir að starfsemi reglunnar sé göfug er hún ekki ókeypis, því er komið að árlegri skattheimtu reglunnar, þar sem þeir sem hafa óvissa stöðu í pýramídanum láta fé af hendi ganga til skráðra reglumeðlima.
Þeir sem greiða skattinn teljast hafa greitt árgjald velunnara Reglunnar.

Árgjaldið verður rukkað inn á öldurhúsinu Sódómu fimmtudaginn 4. mars kl 20:30 og er það 1000. kr.

Í staðinn fá velunnarar

Rökkurró DJs
Mammút
Retrön
DLX/ATX
Me, the Slumbering Napoleon
The Heavy Experience

Einn fyrir alla, og hinir njóta góðs.

Regla Hins Öfuga Pýramída.

Event:  
Miðasala: