Tag: Sick of it all – Fimmtudagur, Umfjöllin, Tónleikaumfjöllun,valli, Tónleikar,

Sick of it all – Fimmtudagur

Gaukur á stöng – 26. júní 2003

Mínus, Botnleðja, Sick of it all

Þá er komið að seinni tónleikum hljómsveitarinnar Sick of it all hér á landi. Þessir tónleikar voru allt öðruvísi en þeir tónleikar sem haldnir voru daginn áður þar sem það er 20 ára aldurstakmark í þetta skiptið. Það var augljós munur á milli þessa tónleika þar sem strax og maður kom inn var andrúmsloftið allt annað. Mun meiri reikingarbræla í viðbót við leiðinlega fullt fólk. Það var einnig frekar leiðinlegt að þessir tónleikar byrjuðu miklu seinna en tónleikarnir daginn áður og steig fyrsta band ekki á sviðið fyrr en klukkan 22, og var maður þá orðinn frekar leiður á því að bíða.

Mínus voru fyrstir. Það er langt síðan að ég hef séð mínus spila á tónleikum. Sviðsframkoma sveitarinnar hefur batnað til munar (ekki að það hafi neitt verið að henni til að byrja með), en í þetta skiptið voru engar pásur vegna slitinna strengja eða eitthvað álíka, hljómsveitin virtist kunna vel að halda þessu gangadi. Mér finnst nýju lögin hljóma helvíti vel á tónleikum, og í rauninni mun meira catchy heldur en fyrra efnið að mörguleiti. Engu að síður finnst mér alltaf skemmtilegra að heyra gamla efnið með sveitin og væri það algjör draumur að heyra sveitina spila eitthvað af demoinu, já eða Kolkrabbann (þá með Guðna!). Kannski næst… aldrei að vita (held í vonina). Mínus voru helvíti þéttir og hljómuðu helvíti vel, ekkert út á þetta að setja, nema það hefði kannski mátt vera meira læti í salnum, en mest brjálæðin var á sviðinu (þá aðalega hjá Johnny).

Botnleðja voru næstir á svið og fannst mér þeir betri í þetta skiptið (miðað við daginn áður). Enn og aftur komu þeir mér á óvart þar sem þeir rokkuðu mun meira en ég átti von á. Söngvarinn öskraði mjög skemmtilega (sem ég hélt að væri bara í fortíð sveitarinanr), en sembetur fer eru þeir mun skemmtilegri (að mínu mati) í dag en síðastliðin ár. Nýja efnið sem sveitin spilaði var alveg brilliant og er skemmtilegra að heyra það í seinna skiptið. Fólkið í salnum gekk of langt á köflum og var eitthvað um slagsmál og læti, alltaf leiðinlegt að vera á tónleikum með svona rugli.

Sick of it all voru næstir á svið. Ég held því fram að hljómsveitin hafi spilað betur þetta kvöldið, þó svo að tónleikar gærdagsins hafi verið mun skemmtilegri, (aðalega útaf því af fólkinu í salnum). Lagalisti kvöldsins var annar, það er að segja upptöðunin var önnur, þó svo að þeir hafi aðalega verið að spila sama efnið (ekket að því). Þeir bættu við nokkrum lögum (Rat Pack og Sanctuary) sem var ansi skemmtilegt, sérstaklega þar sem þeir taka lög á borð við Rat Pack ekkert voðalega oft. Eins og fyrra kvöldið ákvað hljómsveitin aðeins að leika sér með aðdáendum og skipti sveitin salnum í 2 hópa og lét þá hlaupa að hvorum öðrum (ala Braveheart). Það voru nokkrir í salnum sem virtust bara enganvegin skilja þetta, en loksins þegar þeir gerðu það leit útfyrir að þeir vildu berja fólið á móti sér.. enganvegin sniðugt. Hljómsveitin stóð sig frábærlega (eins og við má búast). Hljómsveitin sjálf var mjög sátt við þessa tónleika, þó svo að þeir sögðu það sjálfir að tónleikarnir daginn áður hefðu verið betri, sértaklega útaf því að liðið í salnum var í mun meira stuð.

valli