Tag: Shiva

Changer með nýtt lag: Three to One

Íslenska þungarokksveitin Changer er risin úr rekkju og kynnir með stolti nýtt lag: Three to One.
veitin byrjaði fyrr í vikunni með litla kítlu til að kynna lagið, en lagið er nú aðgengilegt á spotify og öðrum efnisveitum um allan heim.

Í dag samanstendur sveitin af:
Kristján B. Heiðarsson – Trommur
Hörður Halldórsson – Gítar
Magnús Halldór Pálsson – Bassi
Hlynur Örn Zophaniasson – Söngur

Í viðbót við þetta hefur sveitin líka endurútgéfið eldra efnið sitt við plötuna January 109 – upprunalega gefin út á harðkjana útgáfunni fyrir meira en 20 árum síðan og plötuna Scenes sem gefin var út árið 2004, en báðar þessar plötur eru nú aðgengilegar á helstu efnisveitum:

Eldri plötunar er einnig hægt að hlusta á hér:

Shiva – Demo (1998)

Shiva –  1998

Smári kom í heimsókn til mín og gaf mér í vörina, rétti mér diska og sagði hlustaðu á þetta.. ég
spurði hvað þetta væri og hvort þetta væri gott. hann sagði Shiva, kölluðu sig áður Stonehange, (þá fór minnið í gang, var búinn að heyra fullt af góðu shitti um stonehange), hann vissi ekki hvernig þetta væri og sagði mér að hann væri ekki búinn að hlusta á þetta ennþá. Ég setti þetta í spilarann og gjörsamlega missti andlitið….”bíddu eru þetta ÍSLENSKIR guttar??” smári: já. Ótrúleg rödd í gutta, Íslenskur metall eins og hann gerist bestur, og þetta er sko band sem maður myndi vel eyða pening í að sjá á tónleikum eða til að kaupa disk með. það eru 5 lög á þessu demoi sem ég fékk í hendurnar, 3 frumsamin lög og 2 cover lög. Frumsömdu lögin eru killer, fíla þau í botn, en það var lag númer 3 “Godsend” sem mér fannst best af þeim. Ég leit í heimahús kvöld eitt þar sem var verið að spila þetta demo, og einhverjir guttar byrjuðu að segja.. vá ég fíla pantera…jamm.. brjálað band… ég hlóg bara af þeim og sagði.. þetta er shvia.. þeir eru frá akureyri. Held að þeir hafi ekki trúað mér. Þetta er ótrúlega vel tekið upp fyrir demo, bara alveg rosalega gott sound. Cover lögin (Greed killing með napalm death og Roots með Sepultura) eru frábær.. eina sem ég get sagt er hlustið á þetta, reynið að redda þessu… þetta er brilliant band.

Toppar:
Godsend
Roots

valli