Tag: Sepultura

Eistnaflug: Max og Iggor Cavalera mæta og spila ROOTS!

Bræðurnir Max og Iggor Cavalera sem þekktir eru sem fyrrum meðlimir Sepultura í viðbót við meðlimir Cavalera Conspiracy og Soulfly mæta hingað til lands á Eistnaflug núna í sumar til as spila Roots plötuna í heild sinni. En platan Roots (með Sepultura) var seinasta breiðskífa sveitarinnar sem innihélt Max Cavalera og þykir enn ein af þeirra vinsælustu.  Í dag eru meira en 20 ár frá útgáfu skífunnar og því ætti það að teljast ansi góðar fréttir að fá þessar goðsagnir hingað til lands.

Hljómsveitin Sepultura var stofnuð árið 1984 af þeim Cavalera bræðrum, en núverandi mynd sveitarinnar Sepultura inniheldur hvorugan bróðirinn, en þess í stað hafa þeir túrað saman síðustu ár undir nafni þeirra bræðra.

Sepultura - Nation

Sepultura – Nation (2001)

Roadrunner Records –  2001
Pródúserað af Steve Evetts – 15 lög

Nammi nammi nammi nammi nammi nammi nammi namm… fyrir þá sem ekki vita það, þá titla ég sjálfan mig oft sem Sepultura fan nr. 1 á klakanum, og því er það einstaklega ánægjulegt fyrir mig að fá í hendurnar nýjan disk frá þeim…

Eftir að Max Cavalera ákvað að hætta í Sepultura, (nánar tiltekið 29. janúar 1997) efuðust margir (þó ekki ég…) um að Sepultura myndu geta haldið áfram. Nýr söngvari (Derrick “The Predator” Green) og þrælfínn diskur árið 1998 (Against) sannfærðu hins vegar flesta um að hljómsveitin væri ekki dauð úr öllum æðum enn.

En Nation er vendipunkturinn sem við diehard aðdáendurnir vorum að bíða eftir. Ekki nóg með það að í Brasilíu sé hann búinn að ná gullsölu áður en hann er gefinn út (sem á mannamáli þýðir að yfir 100.000 manns eru búnir að panta hann tveimur vikum áður en hann kemur út), heldur eru Sepultura að afhenda hér bestu lögin sem þeir hafa samið síðan á Chaos A.D.!!

Sepulnation byrjar diskinn með tilheyrandi látum sem vera ber þegar Igor Cavalera kemst í námunda við trommusett og sannfærir mann strax um að hér er eitthvað alveg sérstakt á ferðinni. Border Wars fylgir í kjölfarið, og eftir að byggja upp nánast dáleiðslulegt ástand hjá hlustandanum fær maður kröftugt kjaftshögg þegar viðlagið kemur á mígandi keyrslu beint í hausinn á manni. “Border Waaaaaaaaars!!” Snilld. Revolt er svo ein mesta keyrsla sem ég hef heyrt síðan Crusificados Pelo Sistema kom út 1994, pottþétt lag til að gera allt BRJÁÁÁÁÁÁÁLAÐ á tónleikum. Sepultura halda svo áfram á beinu brautinni og líta aldrei aftur.

Á Nation halda Sepultura venjunni sem þeir hafa skapað sér í gegnum árin, og bjóða nokkrum framúrskarandi tónlistarmönnum að leggja hjálparhönd á sum lögin. Á Nation má m.a. heyra framlög Jello Biafra, Dr. Israel, Apocalyptica ásamt fleirum. Þetta bætir nýrri vídd í lögin, og er gaman að heyra hvernig svona samstarf getur bætt lögin í stað þess að draga þau niður eins og hefur gerst hjá mörgum hljómsveitum, þar á meðal Soulfly.

Nation er mjög heilsteypt plata, hvort sem er litið á texta, lög, concept, hljóðfæraleik eða pródúseringu. Ég er meira en sáttur.

Velkomnir aftur á toppinn, við söknuðum ykkar…

Hápunktar:
Sepulnation,
Uma Cura,
Who Must Die?,
Valtio.

Kristján

SEPULTURA - Under a Pale Grey Sky

SEPULTURA – Under a Pale Grey Sky (2002)

Roadrunner –  2002

THRASH METAL NOSTALGIA

Hér er um að ræða tvöfaldan disk af upptökum frá tónleikum Sepultura í London 1996 við lok “Roots” tónleikaferðar þeirra.
Sepultura gerbreyttu metalheiminum á sínum tíma þegar þeir birtust frá Brasilíu með plötur eins og “Arise” og “Beneath the Remains” fullar af hröðu, reiðu og drungalegu thrash metali. Eftir að Max Cavalera sagði skilið við hljómsveitina og stofnaði Soulfly hefur fátt merkilegt á daga þeirra drifið og ekki hjá Max heldur því plötur Soulfly eru um fátt athyglisverðar. Það er greinilegt á þessum tónleikum að drifkrafturinn í tónleikaprógramminu eru meistaraverk og slagarar af plötunum sem gerðu Sepultura jafn feikna vinsæla og raun bar vitni: Beneath the Remains, Mass Hypnosis, Arise, Dead Embryonic Cells þar sem Igor Cavalera drífur hljómsveitina áfram á miklum hraða svo lög af “Roots” plötunni virka sem uppfyllingarefni. Einnig er stórkostlegt að heyra hundgamalt lag frá þeirra fyrstu útgáfu; “Necromancer” af “Bestial Devastation” sem er líklega eitt af bestu lögunum á þessari útgáfu. Undirritaður hafði sínar efasemdir og hugsaði sem svo að hér væri verið að mjólka dauða kú en þessi útgáfa er kraftmikil og skemmtileg heimild um eina bestu Thrash sveit allra tíma frá þeim tíma sem hún var upp á sitt besta.

S. Punk

Sepultura - Kairos

Sepultura – Kairos (2011)

Nuclear Blast –  2011

Hljómsveitin Sepultura hefur starfað í yfir 26 ár. Ferill sveitannar spannar meðal annars 12 breiðskífur, fjöldan allan af smáplötum, þröngskífum og öðrum útgáfum. Nýjasta breiðskífa brasilísku meistaranna ber nafnið Kairos og er þeirra tólfta í röðinni, og sú sjötta með söngvaranum Derrick Green. Það var ekkert smá hlutverk sem Derrick tók við, en hann hefur tekið hlutverkið föstum höndum og stendur vel á báti gegn sínum forrvera.

Eftir að hafa hlustað á bæði A-Lex og Dante XXI með hálfu öðru eyra kveður nú við annan tón því að þessi plata er mun meira grípandi. Þrátt fyrir að fyrrnefndar plötur eigi sínar stundir, standa þær ekki með tærnar þar sem Kairos hefur hælana. Hvort að það sé verk pródúsent plötunnar (Roy Z, sem hefur unnið með sveitum á borð við Downset, Judas Priest, Halford og jafnvel Bruce Dickinson) eða hvort að sveitin sé loksins að finna sig á ný. Það er skemmtilegt að heyra að lög plötunnar eru ekki úthugsaðar bókmenntapælingar, eða flókin frumskógar verk. Hér er sveitin einfölduð, komin aftur þar sem hún stendur sig hvað best, sem tónleikasveit, engar flækjur bara thrashblandað öfgarokk.

Á plötunni er að finna ábreiðu sveitarinnar á Ministry slagaranum Just One Fix, sem ég tel að hefði mátt fylgja sem aukaleg, frekar en inn á milli annarra verka (þar að auki er sveitin einnig með Prodigy slagarann firestarter á Delux Útgáfunni). Ég tel plötuna standa vel á sínum eigin forsendum og því ástæðulaust að vera með lög ftir aðra flytjendur. Lög sem ég held sérstaklega upp á gripnum eru lög á borð við Kiaros, Spectrum, Dialog, Mask og þá sérstaklega No One Will Stand.

Að mínu mati er þetta besta breiðskífa sveitarinnar með Derrick Green í fararbroddi og markar ákveðin tímamót, framtíð sveitarinnar er virkilega áhugaverð.

Valli

Sepultura

Sepultura halda áfram að senda frá sér myndbrot úr hljóðverinu, en sveitin er þessa dagna að taka upp nýja breiðskífu. Það er Roy Z (Judas Priest, Bruce Dickinson, Downset) sem sér um þá gutta þetta árið. Hér að neðan má sjá myndbort þetta sem hér er talað um:

Sepultura

Einsog virðist vera í tísku þessa dagana, þá hafa Sepultura nú gert nýjustu afurð sína A-Lex fáanlega til hlustunar á netinu Hér.

Platan mun svo koma út 27.Janúar hjá North American, og bíða eflaust einhverjir spenntir eftir gripnum.

Sepultura

Stefnt er á að hljómsveitin Sepultura sendi frá sér plötuna “A-Lex” í lok janúar mánaðar á næsta ári. Platan er er þema plata, innblásin af bók rithöfundsins Anthony Burgess “A Clockwork Orange”. Titill plötunnar tengist aðal sögu”hetju” bókarinnar Alex, en orðið eins og það er skrifað þarna þýðir lagleysa á rússnesku og því afar viðeigandi.