Tag: Saktmóðigur

Saktmóðigur - Plata

Saktmóðigur – Plata (1998)

Logsýra –  1998

Gróft og greddulegt pönk.

Saktmóðigur eru hér með sína bestu afurð, Plata er tekin upp í Fellahelli og “mixuð” af Andy Wright sem meðal annars hefur unnið með Bisund.

Á Plötu tekst þeim félögum að koma spilagleði sinni á plast, groddaralegt “sánd” þeirra skilar sér vel á upptökunum og útkoman er hressilegt pönk, beint í andlitið. Hvergi verið að skafa af hlutunum.

Það verður seint sagt að hér séu á ferðinni snillingar í hljóðfæraleik, enda engin þörf á þegar lögin eru byggð upp eins og lög Saktmóðigur, þau eru einföld, hrá, kætandi og bætandi.

Það sem alltaf hefur einkennt þá pilta er spilagleði og bjórdrykkja, þó svo að ekki kneyfi þeir allir ölið. Tónleikaupplifun með Saktmóðugi er frábær upplifun og við áheyrn “Plötu” skilar sú reynsla sér aftur fram í hugann og allt fer af stað.

Allur hljómur er hrár og grófur, textagerðin er góð, kannski svolítið torskilin á köflum en góð engu að síður og í heildina er “Plata” góð salíbuna í gegnum
pönkheiminn.

Ekki spillir það fyrir að hafa “99 luftballoons” á plötunni, það kallar á villt fjör!

Toppar:
Myndin af hlómsveitinni inni í miðju coversins og
meðfylgjandi texti. Alger sprengja!
Dr. Ánægja.
Gullfoss.

Bóas

Saktmóðigur - Guð hann myndi gráta

Saktmóðigur – Guð hann myndi gráta (2011)

Logsýra –  2011

Ný plata frá hljómsveitinni Saktmóðigur á tuttugu ára starfsafmæli. Töff. Ég er persónulega stoltur af hljómsveitinni Saktmóðigur, ég finn andleg tengsl við tilvist hennar enda voru þeir ein af örfáum sveitum sem reyndu að halda uppi neðanjarðarsenu á árunum eftir að dauðarokksbylgjan lognaðist út af vegna einhæfni og áður en Mínus og Bisund urðu til með hina nýju hardcoresenu. Rétt eins og mín eigin tónlistarlegu verkefni halda þeir sínu striki alveg lausir við nokkra þörf fyrir að vera uppgötvaðir.

Ég er búinn að hlusta mikið á plötuna síðan ég ákvað að fjalla um hana, lagði hana síðan í salt, og skelli henni síðan aftur á, núna þegar ég sest niður til að skrifa þetta. Í millitíðinni hefur mikið af henni hringlað í höfðinu á mér. Það var ekki alltaf góð tilfinning því platan á líka slæma punkta, en þeir eru kannski bara tveir eða svo.

Þar sem það er árafjöld síðan Saktmóðigur gaf síðast út plötu hafa lögin á henni fengið mislanga vinnslutíma. Fyrsta lagið “2007” er tregasöngur hins heimska íslendings sem vildi alltaf líka verða nýríkur hálfviti en náði því ekki – “2007 kemör aldreih aftörh” orga Saktmóðigur og textinn er lýsandi fyrir megnið af textunum á plötunni; kaldhæðnislegur ruddaskapur þar sem hæðst er að karlmennsku og sýndarmennsku. Kannski sérstaklega karlmennsku, samt var ég í byrjun ekki viss um nema það væri óvart.

Lagasmíðarnar eru yndislega angurværar á köflum, sérstaklega “2007” og “Foringi”. Annað er einfalt, gott og hratt pönkrokk, eins og “Hetjan” og “Tvisturinn” og inn á milli eru magnaðir ópusar, ber þar helst að nefna lagið um drukknu götuhetjuna “Nonni Ninja”.

Rétt eins og á tónleikum er Saktmóðigur rosalega þéttir og þungir á “Guð hann myndi gráta”. Konan mín hrökk við þegar hún heyrði Kalla fara upp í háu tónana í fyrsta sinn, en rammfölsk söngrödd hans er eitt af einkennismerkjum sveitarinnar. Það er ekki allra en eins og áður sagði þá eru Saktmóðigur hljómsveit sem starfar á eigin forsendum.

Þetta er semsagt þung og þétt pönkrokkplata sem ég mæli með, lagasmíðarnar misgóðar en samt eru bara tvö lög sem fá mig ekki til að tvista; “Ása Hása” og “Rocco”. Allt annað er gott, hvert með sínu nefi. Byrjendur athugið að til að njóta Saktmóðigur þarf að stilla hátt, og það þarf að hafa notið þeirra á tónleikum líka.

Meira er lagt í kápu og umbrot en ég hef séð lengi hjá eigin útgáfu fátækrar hljómsveitar. Myndin og umbrotið eitt er eignarinnar virði.

Siggi Pönk

Eistnaflug 2014 – 10 ára!

At The Gates, The Monolith Deathcult, Zatokrev, Havok, Bölzer

Agent Fresco, AMFJ, Angist, Azoic, Beneath, Benny Crespo’s Gang, Brain Police, Carpe Noctem, Darknote, Dimma, DJ Töfri, Endless Dark, Gone Postal, Grísalappalísa, HAM, Hindurvættir, Innvortis, In The Company Of Men, Jónas Sigurðsson og Ritvélar Framtíðarinnar, Kontinuum, Kælan Mikla, Malignant Mist, Mammút, Maus, Momentum, Morð, Nevolution, ONI, Ophidian I, Pink Street Boys, Retro Stefson, Reykjavíkurdætur, Rotþróin, Saktmóðigur, Severed, Sign, Skálmöld, Skelkur í Bringu, Skepna, Sólstafir, Strigaskór nr.42, The Vintage Caravan

Hvar? Egilsbúð, Neskaupstað
Hvenær? 2014-07-10
Klukkan? 22:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Hvað er Eistnaflug?
Eistnaflug er árleg tónlistarhátíð sem haldin er í Neskaupstað aðra helgina í júlí, sem í ár er 10. – 12. júlí. 42 bönd deila sviði allt frá indí til black metals. Keyrðu hringinn og kíktu við á Eistnaflug!

Það er fyrirtækið Millifótakonfekt ehf. sem heldur Eistnaflug.
Framkvæmdastjóri er Stefán Magnússon, stebbi (at) eistnaflug.is

Hvernig kemst ég á Eistnaflug?
Hægt er að fljúga til Egilsstaða með Flugfélagi Íslands og taka þaðan rútuna til Neskaupstaðar.
Ef farið er á bíl frá höfuðborgarsvæðinu er um rétt rúma 700 kílómetra að ræða. Akið varlega!

Gisting
Það eru tvö tjaldstæði á Neskaupstað, annað er partý tjaldstæðið og hitt er fjölskyldutjaldstæðið. Ef að þig langar að djamma allan sólahringinn þá er partý tjaldstæðið sniðið að þínum þörfum, ef að þú vilt sofa og hvíla þig vel þá er fjölskyldusvæðið þitt svæði.

Þessa helgi er partýtjaldstæðið einungis fyrir gesti Eistnaflugs.

Á Neskaupstað eru einnig 3 hótel en það eru Hótel Edda, Hótel Capitano og Hótel Egilsbúð.

Miðasala
Miðaverð í forsölu: 12.900 kr
Miðaverð við hurð: 13.900 kr
Dagspassi: 6.500 kr

Ath. 18 ára aldurstakmark
http://www.eistnaflug.is

http://www.eistnaflug.is

Event:  https://www.facebook.com/events/249309758568730/?ref_dashboard_filter=upcoming
Miðasala: http://midi.is/tonleikar/1/7938/

Saktmóðigur, Demetra er dáin (2013)

Pönksveitin Saktmóðigur hefur sent frá sér nýja þriggja laga plötu sem nefnist Demetra er dáin og kemur hún samhliða út á 7″ vínylskífu og á rafrænu formi. Vínylútgáfuna má kaupa frá næstu mánaðarmótum á völdum stöðum, m.a. Lucky Records og Geisladiskabúð Valda en rafræna útgáfu er nú þegar hægt að hala niður endurgjaldslaust á Bandcamp-síðu sveitarinnar, www.saktmodigur.bandcamp.com

Demetra er dáin hefur að geyma þrjú lög:
1. Kobbi V (05:05)
2. Sannleikurinn (04:47)
3. Bylting (01:45)

Upptökum og hljóðblöndun stýrði Hafsteinn Már Sigurðsson í Stúdíó
Ógæfu og um hönnun umbúða sá Jakob Veigar.

Saktmóðigur – Ný plata

Föstudaginn 1. júlí gaf hljómsveitin Saktmóðigur út 10 laga geislaplötu sem heitir Guð hann myndi gráta.

Hljómsveitin sem stofnuð var árið 1991 hefur áður gefið út fimm titla á ýmsu formi; kasettu, tvær tíu tommu vínilplötur og tvær geislaplötur í fullri lengd, Ég á mér líf (1995) og Plata (1998). Auk þess hefur hljómsveitin gefið út lög á safnplötum.

Útgefandi er Logsýra, en platan er fáanleg á helstu sölustöðum tónlistar.

Saktmóðigur mun lék nýlega á rokkhátíðinni Eistnaflug en formlegir útgáfutónleikar eru fyrirhugaðir um miðjan september.

Pönk á Grand

Saktmóðigur, Deathmetal Supersquad

Hvar? GrandRokk
Hvenær? 2010-01-07
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 

 

Fyrstu tónleikar Saktmóðigur á tuttugasta starfsári þessara sígrænu fífla ásamt Deathmetal Supersquad og etv fleirum.
Giggið er á Grandrokk, húsið opnar kl. 10 og öllum hent út kl 1.

Event:  
Miðasala: 

Eistnaflug 2008

Ashton Cut, Ask the slave, Atrum, Bastard, Blood Feud, Brain Police, Celestine, Concrete, Contradiction, Darkness Grows, Diabolus, Disintegrate, Discotheque, Disturbing Boner, Dormah, Dust Cap, Finngálkn, Gone Postal, Gordon Riots, Grýttir á sviði, HAM, Helshare, Hostile, Innvortis, In Siren, Judico Jeff, Mammút, Momentum, Muck, Plastic Gods, Retrön, Saktmodigur, Severed Crotch, Skítur, Slugs, Sólstafir, Swords of Chaos, Universal Tragedy, Æla & Without the balls

Hvar? 
Hvenær? 2008-07-10
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Rokkfestival í Egilsbúð – Neskaupsstað 10. – 13. júlí 2008

Allar nánari upplýsingar er að finna hér: http://www.eistnaflug.is/

Event:  
Miðasala: