Tag: RAFMAGN á BAKKUS

RAFMAGN á BAKKUS

Arnljótur
Helgi Mortal Kombat
Krakkkbot
Steidór Kristinsson

Hvar? Bakkus
Hvenær? 2011-01-04
Klukkan? 21:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 18

 

Þriðjudagskvöldið 4. janúar næstkomandi verða haldnir raftónleikar á öldurhúsinu Bakkus.

Kvöldið hefst kl. 21:00 og tónlistarmennirnir munu stíga á stokk kl. 21:30. Þetta verður sannkölluð rafveisla enda engir aukvisar hér á ferð.

Fram koma:

Arnljótur
Helgi Mortal
Krakkkbot
Steindór Kristinsson

DJ Kári mun snýða plötur meðfram tónleikunum.

Arnljótur – Er fjölspilandi hljóðfæraleikari og rísandi stjarna í rafheimum. Hann spilar tónlist sem ferðast milli hljómfegurðar og óhljóða svo unun er á að hlusta.

Helgi Mortal Kombat – Mun leiða áheyrendur um óravíddir dróns og hávaða, þar sem ekkert er það sem það virðist vera og allt er breytingum undirorpið.

Krakkkbot – Leikur áleitna raftónlist þar sem dragandi tónar og tónleysur blandast samsæriskenningum, kántrýi og metalskotnum hressleika.

Steindór Kristinsson – Er nýútskrifaður úr meistaranámi úr Sónólógíudeild Konunglega tónlistarháskólans í Den Haag í Hollandi hvar hann lagði stund á nám í raftónlist. Hann er auk þess annar helmingur rafdúettsins Einóma sem hefur verið virkur um langt árabil.

Event:  
Miðasala: