Tag: QUEENS OF THE STONE AGE

Bloodclot kynna lagið “Up in Arms”

Ný bandarísk ofursveit að nafni Bloodclot skellti laginu Up In Arms núna í vikunni á netið, en í hljómsveitinni eru meðlimir og fyrrum meðlimir í hljómsveitum á borð við Cro-Mags, Danzig og Queens of the Stone Age, en hér að neðan má sjá meðlimaskipan sveitarinnar:

John Joseph (Cro-Mags) – Söngur
Todd Youth (ex-Danzig, Warzone, Murphy’s Law) – Gítar
Nick Oliveri (ex-Queens of the Stone Age / Kyuss / Dwarves, Mondo Generator) – Bassi
Joey Castillo (ex-Queens of the Stone Age, ex-Danzig, ex-Wasted Youth) – Trommur

Sveitin spilar New York hardcore pönk og hefur mikið að segja eins og sjá má í textamyndbandinu sem fylgir umræddu lagi:

Ten Commandos með lag á netinu

Hljómsveit að nafni Ten Commandos skellti nýverið laginu “Staring Down The Dust“ á netið, en í hljómsveitinni eru nokkrir áhugaverðir tónlistarmenn á borð við:

Matt Cameron (Soundgarden/Peal Jam)
Alain Johannes (Eleven/Queens Of The Stone Age)
Ben Shepherd (Soundgarden/Hater)
Dimitri Coats (OFF!/Burning Brides)

Í laginu (sem má hlusta á hér að neðan) singur enginn annar en íslandsvinurinn Mark Lanegan.

QUEENS OF THE STONE AGE - Era Vulgari

QUEENS OF THE STONE AGE – Era Vulgari (2007)

Interscope / Rekords –  2007

Hvað er hægt að segja um Queens of the Stone Age sem ekki hefur áður verið sagt? Það vita allir í dag að Joshua Homme er orðin með frægari rokkstjörnum nútímans með öllum þeim stjörnustælum, og jú hæfileikum, sem því fylgir. Hendir gömlum félaga sínum og vini úr hljómsveitinni, og eins og staðan er í dag er þetta eiginlega bara sólóverkefni, meðlimir virðast koma og fara en Homme er alltaf þarna. „Era Vulgaris“ er ekki einfalt verk að melta. Sérstaklega vegna þess að hún er öðruvísi, þrjóska Queens of the Stone Age skín í gegn – það er greinilegur yfirlýstur vilji til staðar til að gera ekki fyrirsjáanlega plötu. „Era Vulgaris“ er því stútfull af því sem virðist við fyrstu sín skrítnar ákvarðanir, en um leið skemmtileg plata hljómsveitar sem berst við að festast ekki í sama gamla farinu.

Kyuss, Queens of the Stone Age og The Desert Sessions, Homme er afkastamikill og ég held einmitt að fáir hafi búist við nýrri Queens of the Stone Age plötu svona fljótt. Josh Homme virðist frjór maður sem er að springa úr sköpunargáfu, en að mínu mati verður nú ekki allt sem hann kemur nálægt að gulli. En hlutfallslegur árangur hans er ekki til umræðu hér heldur nýjasta stykki Queens of the Stone Age.

„Era Vulgaris“ er eins og ég kom áður inn á verk hljómsveitar sem neitar að hljóma eins útgáfu eftir útgáfu. Hjá mörgum sveitum gerist þetta sjálfkrafa, en líklega hefur í þessu tilfelli þótt betra að hafa varann á. Þrátt fyrir að hafa sína sérstæðu heyrir maður alltaf element sem maður hefur heyrt áður og einna helst þykir mér platan á köflum líkjast „Rated R“, þá er ég aðallega að tala um hljóm hennar. „Era Vulgaris“ á marga góða spretti og nokkur lög sem eiga eftir að festa sig í sessi sem klassísk QOTSA lög, en á heildina litið er þetta að mínu mati ekki sterk útgáfa. Þrátt fyrir góðan hljóm og skemmtilega kafla er þetta heldur sundurleitt og ég held að menn væri að ljúga ef þeir teldu að hún myndi sitja lengi í þeim. Ég er nokkuð viss um að í framtíðinni eigi ég eftir að hlusta töluvert meira á „Rated R“ og „Songs for the Deaf“ heldur en „Era Vulgaris“, en það er líklega bölvun hljómsveitar þegar hún gefur út þvílík meistarastykki; ef þú gerir eitthvað slakara kastar þú eigin skugga á það verk.

Jói

Queens Of The Stone Age

Hljómsveitin Queens Of The Stone Age mun senda frá sér tónleikaupptökur í lok mánaðarins. Þetta safn af tónleikaupptökum hefur fengið nafnið “Over The Years And Through The Woods” og verður bæði í DVD og geisladiska formatti. Efnið sem finna má á disknum verður eftirfarandi:

DVD:
01 – “This Lullaby”
02 – “Go With The Flow”
03 – “The Feel Good Hit Of The Summer”
04 – “The Lost Art Of Keeping A Secret”
05 – “Regular John”
06 – “Song For The Deaf”
07 – “Avon”
08 – “Little Sister”
09 – “You Can’t Quit Me, Baby”
10 – “I Wanna Make It Wit Chu”
11 – “Monsters In The Parasol”
12 – “The Fun Machine Took A Shit And Died”
13 – “Mexicola”
14 – “Burn The Witch”
CD:
01 – “Go With The Flow”
02 – “Regular John”
03 – “Monsters In The Parasol”
04 – “Tangled Up In Plaid”
05 – “Little Sister”
06 – “You Can’t Quit Me, Baby”
07 – “I Wanna Make It Wit Chu”
08 – “Leg Of Lamb”
09 – “I Think I Lost My Headache”
10 – “Mexicola”
11 – “Burn The Witch”
12 – “Song For The Deaf”
13 – “No One Knows”
14 – “Long Slow Goodbye”

Queens of the stone age

Josh Homme aðalmaður hljómsveitarinnar Queens of the stone age hefur ákveðið að losa sig við bassaleikarann Nick Oliveri, en þeir kappar hafa verið að spila saman frá því að þeir voru saman í Kyuss í gamladaga. Sagan segir að Josh hafi fengið sig fullsaddan af ruglinu sem virðist elta Nick Oliveri, en þeir hafa átt eitthvað erfitt í samskiptum síðastliðina 18 mánuði. Nýr bassaleikari sveitarinnar heitir Van Conner, en hann spilaði áður með hljómsveitinni Screaming Trees. Nick Oliveri er ekki sá eini sem skilið hefur við bandið, því að trommuleikarinn Joey Castillo hefur innig sagt skilið við bandið og í hans stað er kminn trommuleikarinn Barrett Martin (sem einnig var áður með screaming trees. Þá eru það hvorki meira né minna en 3 fyrrum meðlimir Screaming Trees í Queens of the stone age, þannig spyrja má hvort að þetta séu endalok QOTSA, eða enduruppgötvun Screaming Trees.

Queens Of The Stone Age

Hljómsveitin Queens Of The Stone Age heldur í hljóðver í byrjun janúar á næsta ári til að taka upp nýja plötu. Hljómsveitarmeðlimir eru ótrúlega ánægðir með nýja efni, en sveitin hefur samið um 25 ný lög. Josh Homme, sagði frá því að þetta sé allt annað og jafnframt miklu betra en allt fyrra efni sveitarinnar, hann bætti því við að það væri eins og Songs for the deaf hafi verið eins endalok einhvers tímabils, á meðan þetta nýja efni sé byrjuninn á einhverju nýju. Nýja efnið á að vera mun einfaldara en það gamla að sögn Homme, en sveitin mun notast við Joey Castillo á trommunum, en hann trommaði hér áður fyrr fyrir Danzig.