Trustkill / Roadrunner – 2003
Hljómsveitin Most precious Blood hefur í gegnum tíðina lent í ótal mannabreytingum og svo gerðist líka fyrir útgáfu þessa plötu, Our Lady Of Annihilation. Það gladdi mig mikið að fyrrum söngvari One King down, Rob Fusco gekk í bandið og í kjölfarið gerði sveitina að einni af bestu hardcore sveitum sem finna má vestanhafs. Það kemur mér virkilega á óvart hversu mikið að fólki er ekki að fíla söngvarann, en hann er einmitt það sem dregur mig að sveitinni. Upphafslag þessa plötu “The great red shift” er að mínu mati fullkomnun í tónlistarsmíði, þetta lag hefur allt upp á að bjóða sem góð hardcore tónlist gerir. Þessi plata er á engan hátt tæknileg eða flókin, bara einfalt og gott metalblandað hardcore. Hljómsveitin lendir samt ekki í þeirri gryfju sem margar hljómsveitir hafa verið að falla í síðastliðin ár, að reyna að vera meira rokk eða meiri metall og halda hardcore merkjunum hátt á lofti. Fyrir svona mikinn sick of it all aðdáenda eins og mig er líka mikill bónus að heyra í Lou Koller í næst síðasta lagi diskins og í heild sinni held ég því bara fram að þetta sé einn af bestu diskum ársins 2003, vildi bara að ég hefði eignast hann fyrr.
valli