Tag: Most precious Blood

Most precious Blood - Our Lady Of Annihilation

Most precious Blood – Our Lady Of Annihilation (2003)

Trustkill / Roadrunner –  2003

Hljómsveitin Most precious Blood hefur í gegnum tíðina lent í ótal mannabreytingum og svo gerðist líka fyrir útgáfu þessa plötu, Our Lady Of Annihilation. Það gladdi mig mikið að fyrrum söngvari One King down, Rob Fusco gekk í bandið og í kjölfarið gerði sveitina að einni af bestu hardcore sveitum sem finna má vestanhafs. Það kemur mér virkilega á óvart hversu mikið að fólki er ekki að fíla söngvarann, en hann er einmitt það sem dregur mig að sveitinni. Upphafslag þessa plötu “The great red shift” er að mínu mati fullkomnun í tónlistarsmíði, þetta lag hefur allt upp á að bjóða sem góð hardcore tónlist gerir. Þessi plata er á engan hátt tæknileg eða flókin, bara einfalt og gott metalblandað hardcore. Hljómsveitin lendir samt ekki í þeirri gryfju sem margar hljómsveitir hafa verið að falla í síðastliðin ár, að reyna að vera meira rokk eða meiri metall og halda hardcore merkjunum hátt á lofti. Fyrir svona mikinn sick of it all aðdáenda eins og mig er líka mikill bónus að heyra í Lou Koller í næst síðasta lagi diskins og í heild sinni held ég því bara fram að þetta sé einn af bestu diskum ársins 2003, vildi bara að ég hefði eignast hann fyrr.

valli

Most Precious Blood - Do Not Resuscitate

Most Precious Blood – Do Not Resuscitate (2011)

Bullit Tooth –  2011
http://www.bullettooth.com/

Fjórða breiðskífa bandarísku harðkjarna sveitarinnar Most Precious Blood hefur loksins litið dagsins ljós. Ég var næstum búinn að gefast upp á því að sveitin myndi nokkurntímann senda frá efni á ný, en platan á undan þessu var gefin út árið 2005. Það var því hátíð á bæ þegar ég frétti það að loksins væru sveitarmeðlimir búnir að taka sig til og tilbúnir með breiðskífu fyrir okkur harðkjarnahórurnar.

Eins og eftir uppskriftarbók hefst Do Not Resuscitate á dramatískri inkomu sem breytist skyndilega yfir í harðann og hraðann hardcore slagara. Næstu lög á eftir fara í einhverskonar tilraunastarfsemi, en það er eitthvað sem sveitin hefur verið nokkuð dugleg við. Við fyrstu hlustun fannst mér þau lög ekki jafn grípandi og seinnihluti skífunnar, en þau hafa unnið vel á og eftirá að hyggja þau lög sem ég leita hvað mest til.

Um miðja plötu taka meðlimir sveitarinnar upp kassagítarinn í eitthvað sem hljómar eins og baráttulag niðurbrotins samfélags, þrátt fyrir að textinn beri þess ekki keim. Eftir þessi kaflaskipti í laginu er hver annar slagaranum sparkað í gang og það með stæl. Hvert einasta lag sem fylgir er lag er betra en hið næsta. Þessi plata hreint og beint á ekki feilskref og er örugglega ein af betri skífum sveitarinnar þegar á heildina er litið.

Það er gaman að sveitum sem geta horfið af yfirborðinu og komið til baka með svona vel heppnað hardcore.

Ég er það hrifinn af skífunni að ég fjárfesti myndalegri vínil útgáfu í viðbót við hefðbundnu geisladiska útgáfuna.

Valli

Most Precious Blood

Gítarleikari hljómsveitarinnar Most Precious Blood, Justin Brannan, sagði hustendum IssueOriented frá nýrri breiðskífu sem væntanlega er seinna á árinu. Platan hefur fengið nafnið “Do No Resuscitate” og er það Trustkill útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar. Í viðtalinu var hægt að heyra fyrsta sýnishornið af nýja efninu og fyrir áhugasama er hægt að nálgast viðtalið hér: http://www.issueoriented.com (í 44. vefþætti IssueOriented)