Tag: metalhammer.co.uk

Dave Ellefson aftur í Megadeth

Samkvæmt heimasíðu Metalhammer er Dave Ellefson(bassi) aftur kominn í Megadeth, í stað James LoMenzo. David Ellefson var meðlimur Megadeth frá árinu 1983 til 2002. Þetta er góð tímasetning þar sem Megadeth munu spila plötuna Rust in Peace í heild sinni á næsta túr.

Meira um fréttina hér:
http://www.metalhammer.co.uk/news/dave-ellefson-back-in-megadeth/comment-page-1/#comment-40302

Þungatrú – Defenders of the faith 2010-11

Gamli jálkurinn Bill Byford, söngvari breska bandsins Saxon er sérlegur erinDreki fyrir herferð í Bretlandi í samráði við Metalhammer tímaritið um að koma þungarokki sem trúarbrögðum í manntali(census) fyrir 2011.

Ritstjóri Metalhammer, Alexander Milas, er vongóður þar sem rúmlega 400.000 manns í England, Wales og Skotlandi skráðu sig sem ,,Jedi”( riddara úr Starwars) í manntalinu 2001 í kjölfar herferðar á veraldarvefnum og urðu þar með fjórði stærsti trúarhópurinn í landinu á eftir kristni, islam og hindúisma. Skutu Jedi-riddararnir gamalgrónum trúarbrögðum eins og búddisma og gyðingdómi ref fyrir rass og töldu 0,8% þjóðarinnar. Nú sé tilvalinn tími fyrir þungarokkara að sýna sinn mátt.

Byford mun vekja athygli á þessari hávaðasömu trúarlegu hefð með því að vísítera borgir og bæi mánaðarlega í Bretlandi sem hafa gefið af sér ríkulega á altari undirheimanna og fagna arfleifð þeirra. Byford segir að þungarokkið hafi verið stofnað í Bretlandi og það hljóti að vera þungmálmserfðaþáttur í genalaug þjóðarinnar. Þungarokkið hafi verið mjög vinsælt þar á 9. áratugnum og því hafi vaxið ásmegin síðustu ár.

Í netpistli enska blaðsins The Guardian er hugmyndin sögð aðlaðandi en að hún myndi ekki virka vegna innri klofnings:

“Any attempt to show a united front would soon descend into petty, factionalist squabbling. The grindcore fans would gang up on the sludge-metal fans. The stoner fans would call everyone else “pussies”…

Ozzy

Svo virðist vera að Ozzy Osbourne hafi sagt skilið við Zakk Wylde og sé nú að leita sér að nýjum gítarleikara. Samkvæmt tímaritinu Classic Rock magazine er ætlun Ozzy að fá Johnny 5 til að spila með sér, sem kemur nokkuð á óvart þar sem Zakk er búinn að spila með kappanum í meira en 20 ár. Þrátt fyrir að Ozzy hafi sagt þetta við blaðamann hjá þessu tímariti, hefur hann ekki minnst á þetta við Zakk sjálfan, sem sagði frá því á twitter síðunni sinni að þetta væru fréttir í hans eyrum, því að hann væri búinn að plana að taka upp nýja plötu með þeim gamla í september.

Nýr Testament dvd diskur!

Þá eru thrash guðirnir í testament á leiðinni að gefa út nýjan dvd disk sem mun innihalda tónleika frá árinu 1987 á Dynamo Open Air Festival.
Tracklist
01 – “Disciples Of The Watch”
02 – “The Haunting”
03 – “Apocalyptic City”
04 – “First Strike Is Deadly”
05 – “Burnt Offerings”
06 – “Alex Skolnick Guitar Solo”
07 – “Over The Wall”
08 – “Do Or Die”
09 – “Curse Of The Legion Of Death (C.O.T.L.O.D.)”
10 – “Reign Of Terror”

Diskurinn verður gefinn út 14. Apríl af Prosthetic Records.

Einnig má bæta því við að Testament eru að fara að halda tónleika í london 25. mars þar sem þeir munu spila plöturnar The Legacy og The New Order