Tag: Martröð á the Virge, Umfjöllin, Tónleikaumfjöllun,Valli, Tónleikar,

Martröð á the Virge

12. nóvember, The Verge, London

American Nightmare, Ignoramus, Five Knuckle, Incoherence

The Verge, staðurinn sem tónleikar kvöldsins fara fram á minnir mann að vissu leiti á kakóbarinn, og þá sérstaklega súlan sem er á miðju sviðinu. (munurinn er að þetta er pub sem selur ekki kakó). Fyrsta band kvöldins er breska hardcore bandið Incoherence. Þetta virðast vera ungir og óreyndir guttar þegar þeir stíga á sviðið, en annað kemur í ljós. Sviðsframkoma sveitarinnar er mjög skemmtileg og eru allir meðlimir sveitarinnar alveg á fullu á sviðinu. Hljómsveitin spilar hardcore með metal áhrifum og tekst að mínu mati mjög vel upp. Síðustu lög sveitarinnar eru alveg helvíti góð. Ég held að bandið verði á safndisk sem blackfish útgáfan mun gefa út á næstunni. Hljómsveitin var að selja 3 laga demo (2 pund) og keypti ég mér eitt eintak.

Five Knuckle eru næstir á sviðið. Tónlistin ennþá í hardcoregeiranum, en núna mun pönkaðara. Hljómsveitin átti margar mjög skemmtilegar sveiflur og var mjög sérstakt að fylgjast með söngvara sveitarinnar (á köflum minnti dans söngvarans á sviðinu á Birki í I adapt). Söngstíllinn var samt allt annar og var líkari gubb söngstíl eins og finna má í mörgum new york böndum.

Ignoramus var bætt á tónleikana á síðustu stundu. Enn erum við í hardcorinu, en núna enn pönkaðara en í bandinu á undan. Strax í upphafi átti bassaleikari sveitarinnar í vandærðum með bassann sinn, en hljómsveitin ákvað samt að spila áfram og ákvað því bassaleikarinn bara að syngja í staðinn. … Hversu pönkað er það að fatta að hljóðfæri sé bilað og byrja bara að öskra með söngvaranum! Hljómsveitin lét þetta ekkert á sig fá og kláruðu settið sitt bassalausir. Engin af hinum hljómsveitunum voru það góð að lána sveitinni hljóðfærið sitt sem mér fannst frekar fáránlegt.

Aðalband kvöldins er Boston bandið American Nightmare. Hljómsveitin spilar ferkar old school hardcore með metal áhrifum. Hljómsveitin inniheldur meðal annars fyrrum gítarleikara Ten Yard Fight, þó svo að sveitirnar teljist nú engan vegin svipaðar. Hljómsveitin er frekar öðruvísi en ég bjóst við, en aðdáendur sveitarinnar eru margir og mikið “singalong” í gangi út alla tónleikana. Söngvarinn var frekar spastískur á sviðinu og átti það til að gleyma því að syngja í hljóðnemann, þegar æsingurinn var sem mestur. Hljómsveitin var samt alveg ágæt, og tók sig á þegar líða fór á tónleikana. Hljómsveitin var kraft mikil og var greinilega að skemmta sér á tónleikunum.

Á leiðinni heim, á meðan við vorum að bíða eftir lestinni, tók einhver gaur sig til og byrjaði að spila á gítarinn sinn (á meðan hann var að bíða eftir lestinni). Lagið sem hann spilaði var The Needle & The Damage Done (eftir Neil Young) og var það alveg ágætur endir á fínu kvöldi.

Valli