Hljómsveitin In The Company Of Men hefur ákveðið að hætta og mun halda loka tónleika 22. apríl næstkomandi. Tónleikarnir verða haldnir á gauk og stöng og munu hljómsveitirnar Milkhouse og Great Grief hita upp fyrir loka tóna sveitarinnar. Þetta er ekki fyrsta íslenska rokksveitin sem leggur upp laupana á þessu ári, en í lok mars mánaðar tilkynnti hljómsveitin Momentum endalok sín.
