Tag: lokatónleikar

In The Company Of Men hætta

Hljómsveitin In The Company Of Men hefur ákveðið að hætta og mun halda loka tónleika 22. apríl næstkomandi. Tónleikarnir verða haldnir á gauk og stöng og munu hljómsveitirnar Milkhouse og Great Grief hita upp fyrir loka tóna sveitarinnar. Þetta er ekki fyrsta íslenska rokksveitin sem leggur upp laupana á þessu ári, en í lok mars mánaðar tilkynnti hljómsveitin Momentum endalok sín.

Sjö ár af öfgum eða: Hvernig I Adapt innleiddu harðkjarnann á Íslandi og bera þess vart bætur síðan

Þetta er tilfinningaþrungin stund. Síðasta kvöld hljómsveitarinnar I Adapt, eftir sjö ára starfsemi. Birkir Fjalar Viðarsson (AKA Birkir BookhouseBoy UnnarogVidarsson), söngvari sveitarinnar og aðal-hugmyndafræðingur, stendur uppi á borði umkringdur dansandi, öskrandi vinum og viðhlæjendum. Hann öskrar tryllingslega og ber sér á brjóst. Hópurinn tekur undir.

Lesið nánar