Tag: Jane Doe

Converge - Jane Doe

Converge – Jane Doe (2001)

Equal Vision –  2001

Hin endanlega veisla fyrir unnendur grófrar tónlistar.

Eftir að hafa haldið að sér höndum í þrjú ár hvað varðar útgáfur sendu Converge frá sér plötuna “Jane Doe”. Þessi plata er þegar búin að rústa öllum ætlunum manna varðandi þessa hljómsveit. Hún er búin að breyta hugtakinu “Noisecore” í eitthvað nýtt og óútreiknanlegra en það þegar var. Þessi plata er að koma í ljós sem besta plata síðustu ára hjá hverjum þeim málsmetandi aðila sem hefur eitthvað að segja um öfgakennda rokktónlist.
Vinnslutími plötunnar var svo langur vegna þess að Converge misstu trommuleikara sinn eftir langan og strangan Evróputúr og þurftu að leita lengi áður en þeir fundu einstakling sem passaði inn í hljómsveitina hvað varðar þá vinnu og framlag sem þarf til að halda gangandi óháðri hljómsveit af þeirra stærðargráðu. Converge voru þegar búnir að vekja mikla athygli fyrir fyrri útgáfur sínar; “Petitioning the empty sky”, “When Forever Comes Crashing” og ekki síst fyrir þeirra snilldarhluta af split útgáfunni með Agoraphobic Nosebleed. Þeir höfðu samt engan áhuga á að endurgera þá hluti. Með Jane Doe tóku þeir sjálfa sig í andlega meðferð og hreinsuðu út allra handa persónulegan sársauka og það er einmitt merkingin sem þeir leggja í titilinn; missir, sorg og tilfinningaleg einangrun.
Tónlistin er enn hraðari, enn grófari og markvissari en áður, það er meira um stærðfræðilega útúrsnúninga hugtaksins “melodía” en þekkst hefur. Eru menn þó ýmsu vanir frá útgáfum eins og Hydrahead, Tortuga, Escape Artist og Equal Vision. Annað illskiljanlegt er hvernig hægt er að skapa jafn miklar tilfinningar með svona grófri tónlist. Þar á ég sérstaklega við lengri og hægari lög eins og “Thaw” og titillagið sem lýkur plötunni. Ég veit ekki hvar þeir fundu þennan trommuleikara en að heyra hvernig hann spilar á settið fær mig til að halda að hann hafi samið alla brjáluðustu kaflana og hinir séu að hafa sig alla við til að halda í við hann. Svo þegar hjartað í manni er farið að slá allt of hratt slaka þeir niður í ofurþungan, átakanlegan hægagang. Örvæntingarödd Jacob Bannon verður eitt hljóðfæranna í massífum tónlistarveggnum sem þessi plata er. Það er nær aldrei þögn milli laga, þetta er ein hátíð frá upphafi til enda, hún verður að spilast hátt og orka dagsins fer öll í eina hlustun.
Til að skilja hvað er um að vera í grófri tónlist í dag., til að skilja afhverju Mínus eru að gera allt vitlaust í útlöndum þarf að velta þessari tímamótaplötu fyrir sér.

S.Punk

Nora

Meistararnir í Nora eru að gefa út nýja plötu sem heitir Dreamers and Deadmen. Platan kemur út í lok ágúst nánar tiltekið þann 26 ágúst. Þið getið smellt ykkur hingað og hlustað á 2 lög af nýju plötunni. Einnig er hægt að smella sér þangað og tjekka á “For The Travelers” sem er af síðustu plötu þeirra félaga

ZAO

Jesústrákarnir í Zao eru á leiðinni í stúdíó í lok águst til að taka upp nýja breiðskífu.
Lineuppið fyrir plötuna er
Dan (söngur), Russ (gítar), Scott (gítar), Rob (bassi), and Jesse (trommur).

Daughters

Meðlimir hljómsveitarinnar Daughters eru að búa sig undir 4 mánaðr tónleikaferðalag til að kynna nýjustu breiðskífuna sína “Canada songs”
Þess má einnig geta að breiðskífan 11 mínútna löng, en mörg lögin eru ekki einsinni mínútu löng. Platan kemur út 17.júlí og sjá Robotic empire um útgáfuna.

Give up the ghost

Sá orðrómur hefur gengið um internetið að næstum því íslands vinirnir í Give up the ghost séu hættir en það er ekki satt. Aftur á móti eru þeir félagar orðnir eitthvað þreyttir á hljómleikarferðalögunum sem þeir virðast stöðugt vera á og hafa strákarnir hætt við túrin með The Hope Conspiracy og Black Cross og einnig afboðað komu sína á Hellfest. Þeir ætla að klára túrinn sem þeir eru núna á ásamt Every Time I Die & The Suicide File og fara þá heim til að hvíla sig og hlaða batterýin. Næsta útgáfa þeirra félaga “We’re down til we’re underground,” kemur á göturnar 26.ágúst hjá Equal vision og þá ætla strákarnir aftur á ferðalag til að kynna nýju plötuna. 29.júlí kemur síðan út “Love American” 7″/cd hjá Bridge 9.