Tag: Iced earth

Iced earth - the glorious burden

Iced earth – the glorious burden (2004)

SPV –  2004
www.icedearth.com
www.spv.de
2CD limited edition

þá er komið að því… hvernig hljómar Iced earth með Tim “Ripper”Owens (ex-Judas Priest)? Bandið með söngvaranum Matt Barlow sem hætti sumarið 2003 (til að verða lögga og fann sig ekki í metalnum lengur) var í miklum metum hjá mér. Barlow á þátt í að semja 2 lög plötunnar sem er að mestu þemaplata um átök/stríð.

Introið er smá metal útgáfa af bandaríska þjóðsöngnum en hún er sem betur fer ekki lengi… síðan kemur “Declaration Day” sem segir frá því þegar kanar áttu í erjum við nýlenduherrana Breta og birtu sjálfsstæðisyfirlýsinguna 1776. Þetta lag er alveg ágætt en með of cheesy viðlag og ég fíla ekki hvernig Ripperinn hljómar í því ( eins og álfur)
síðan kemur “When the eagle cries” sem fjallar um árásirnar 9/11 þar má heyra svanasöng Barlows í bakröddunum. Væmið lag og þjóðernisrembingur sem pirrar mig dálítið í því þó það sé ekkert að því votta fórnarlömbunum virðingu. Ekki alslæmt lag samt bara ekkert spes, maður fær leið á því fljótt
í “The Reckoning” er Tim í Rob Halford búningi(enda vann hann við það í nokkur ár!) og tekst vel til, ærslað,hratt og vel riffað lag líka
“Greenface” er gott lag og Owens í toppformi: bæði truemetoool og agressífur. Þetta fjallar um hermanninn; einum of hetjulegur texti fyrir minn smekk… Richard Christy er góður á bassatrommunum þarna!
“Attila” er einn af toppum plötunnar og fjallar um Atla Húnakonung sem réðst í Evrópu á 5 öld til að sölsa undir sig land. Samtalið milli Húna (brútal söngur sunginn af Schaffer)og Rómverja (kór allmargra) er glæsilegt.
“Red Baron/Blue Max” er fantagott lag um flugvélaeinvígi í fyrri heimsstyrjöld. Ripperinn á þátt í að semja það lag og er það hans eina framlag við lagasmíðarnar. það getur breyst í framtíðinni.
“Hollow man”(eina lagið sem er ekki sögulegt; afgangslag af Horror show plötunni) og “Valley forge” eru mið- tempo semí-ballöður. Svona lala lög bæði tvö og fín sóló frá Ralph Santolla sem er nýji sólógítarleikarinn og tekur hann um 5 sóló á plötunni og gerir það með ágætum. hann er samt titlaður sem guest musician þó að hann spili live.
“Waterloo” um Napóleonsstyrjaldirnar er fínt lag. mikill Iron Maiden fílingur í því.
“When The Eagle Cries (Unplugged)” er lag sem ég á ekki eftir að nenna að hlusta á oft…

En þá að einum magnaðasta hluta plötunnar; tríógían um bandarísku borgarastyrjöldina “”Gettysburg(1863), hér réð Schaffer 55 manna sinfóníu í Prag til að fullkomna verkið. Þetta eru 3 lög sem eru alls 32 mínútur og gerast á 3 dögum sem styrjöldin átti sér stað( 1 dagur fyrir hvert lag). Sinfónían er ekki alltaf ómissandi en ágæt viðbót á köflum. stríðstrommutaktar gera hlé milli laganna.

Textarnir og komment frá Schaffer (sem er Iced earth so to speak) eru mjög vel gerðir og Ripperinn á nokkra allgóða kafla í þessari epík.
Stysta lagið “Hold at all costs” finnst mér best; flott riff og Owens nær að syngja rólega introið vel. svo kemur “High water mark”( Jon Schaffer syngur þar bút) og síðan “Devil to pay” sem er síst

Ripperinn er ekki meðal minna uppáhaldsöngvara getur verið einum of true og syngur stundum einum of hátt þó að það eigi vel við sums staðar. Hann á sína spretti vissulega. Matt gat ekki sungið svona hátt ekki en hann var annars eðlis
Lagasmíðar Jon Schaffers eru ágætar en geta verið ófrumlegar (sami ryþminn í riffunum), og textarnir eru á tíðum…liberty, freedom, warrior…
fín plata þrátt fyrir þessa hnökra

nokkur lög standa uppúr:
Reckoning
Attilla
Green baron/blue max
Waterloo
Hold at all costs
High water mark

berserkur

Iced Earth - The Crucible Of Man (Something Wicked Part II)

Iced Earth – The Crucible Of Man (Something Wicked Part II) (2008)

Steamhammer / SPV –  2008
Heimasíða Iced Earth
Iced Earth @ MySpace

Þetta nýja verk þeirra er beint sögulegt framhald af Framing Armageddon (Something Wicked Part I), sem kom út í fyrra, en að segja að hún sé tónlistarlegt framhald get ég ekki gert. Til að byrja með þá er Matt Barlow snúinn aftur og ég gladdist mikið að heyra það fyrr í ár, enda um einn af betri heavy metal söngvurum fyrr og síðar að ræða. Ég var skeptískur á að þessi plata yrði nokkuð annað en flatt framhald af Framing Armageddon, sem á jú sína spretti, með skárri plötum Iced Earth síðari ára en þar á Horror Show klárlega vinninginn hvað mig varðar.

Ég fékk hins vegar um daginn smáskífuna af þessari nýju plötu sem ber titilinn “I Walk Among You” en á henni er lagið “I Walk Alone” af plötunni. Þetta lag lofaði strax virkilega góðu um restina. Það sem ég tók helst eftir við þá hlustun, fyrir utan ÓGURLEGA rödd Barlow, var að það er mikið þykkara, þyngra og heilsteyptara sánd á þeim núna en mér fannst Framing Armageddon vera frekar látlaus hvað það varðar. Nú er ég búinn að vera með The Crucible Of Man í BLASTI hérna í dag og ég á hreinlega ekki orð yfir gæðum hennar. Tónlistarlega er hún damn-near perfect í alla staði, þar sem sándið, í boði Schaffer og Jim Morris, riffin, hreint stórkostleg frammistaða hjá Barlow og backing vocals í sérflokki frá Schaffer koma saman í eina risastóra metal-veislu. Ofan á þetta koma svo RISASTÓRIR og epískir kórsöngkaflar sem bragðbæta lögin á frábæran hátt. Það er svipaður stíll hjá þeim varðandi fjölda og lengd laga á þessari plötu eins og á Framing Armageddon, en ég er reyndar ekki búinn að hella mér út í textapælingar enn. Mér finnst afskaplega gaman af hversu fjölbreyttar þessar plötur eru þrátt fyrir að innihalda þessa epísku tónlist. Lögin á þeim eru engar langlokur en ná samt í öllu flæðinu að spilast sem eitt risastórt tónverk. Það má alveg segja að þær gætu alveg notið sín á svipaðan hátt og Crimson með Edge Of Sanity gerði svo stórkostlega. Eftir að hafa hlustað á plötuna stanslaust í dag þá fann ég strax lag á henni sem ég tók í faðm mér sökum mikilfengleika, en það er síðasta og lengsta lag plötunnar “Come What May” Ég get vart orða bundist hvað þetta lag varðar, en þetta er langbesta lag Iced Earth sem ég hef heyrt síðan ég heyrði Travel In Stygian af Night Of The Stormbringer. No Kiddin’.

Atli Jarl Martin

Iced Earth - Framing Armageddon (Something Wicked Part I)

Iced Earth – Framing Armageddon (Something Wicked Part I) (2007)

Steamhammer / SPV –  2007
Heimasíða Iced Earth
Iced Earth @ MySpace

Framing Armageddon (Something Wicked Part I) er concept plata sem heldur áfram sögulínu þeirri er birtist á rómaðri plötu Iced Earth frá árinu 1998, „Something Wicked This Way Comes“. Hún er einnig fyrri hluti þessa áframhalds, en seinni hluti þess, „The Crucible Of Man (Something Wicked Part II) kemur út nú í byrjun september 2008. Ég hef þegar birt dóm á þá plötu hér á Harðkjarna/Töflunni sem má finna hér: Harðkjarni og umræður um hana á Töflunni hér: Taflan

Þetta er önnur platan sem Tim „Ripper“ Owens, fyrrum söngvari Judas Priest meðal annars, syngur með Iced Earth, en sú fyrri, „The Glorious Burden“ sem kom út árið 2004, féll ekki vel í kramið hjá mér. Ég viðurkenni að ég bjóst nú ekki við miklu af þessu væntanlega tvíeyki er ég las fréttirnar um það í metalpressunni, en ég verð að éta það ofan í mig þar sem þessar plötur eru báðar virkilega góðar. Fyrir mína parta þá fannst mér „Framing Armageddon“ vera mjög góð plata, ekkert framúrskarandi, en þó með betri plötum Iced Earth seinni ára. Hins vegar með tilkomu framhaldsins, „The Crucible of Man“ þá virkar þessi mikið betur á mig í dag.

Jon Schaffer tók sig sannarlega á í lagasmíðum fyrir þessa plötu, en „The Glorious Burden“ fannst mér vera hugmyndasnauð og leiðigjörn á köflum. Ég sakna þess reyndar að hafa ekki Matt Barlow til staðar á þessari plötu, þar sem ég hef nú heyrt framhaldið, en ég mun samt ekki draga úr frammistöðu Tim Owens á henni, þar sem hann er jú söngvari góður. En lagasmíðar Schaffer hér eru virkilega góðar, kraftmikil, melódísk og níðþung riff sem einkenndu fyrri plötur Iced Earth eru í algleymingi hjá honum sem má til dæmis heyra í lögunum Something Wicked (Part I) og Ten Thousand Strong. Melódíur söngviðlaganna eru einnig catchy og skorta ekki skemmtilegan hrynjanda sem gæti gert þau að framtíðarhitturum meðal aðdáenda sveitarinnar.

„Framing Armageddon“ er eins og ég minntist á, concept (stutta mússíkalska millikafla er að finna milli laganna) plata, þar sem rakin er Sci-Fi saga sem Schaffer sjálfur skrifaði. Ég ætla ekki að fara djúpt ofan í kjölinn á sögunni þar sem skemmtilegast er fyrir hlustandann að lesa hana meðan hlustað er á plötuna. En, til að stilka á stóru yfir megindrætti hennar, þá er sagt frá The Grand Architect of the Universe, The Setians og hvað gerðist á jörðinni þegar menn urðu spilltir af græðgi í þekkingu og völd. Textarnir eru mjög góðir og ásamt stellar framsetningu plötunnar og mjög góðri, samt eilítið flatri hljóðblöndun, þá er þessi plata alveg ágætis kombakk fyrir Iced Earth. Það þarf varla að minnast á hæfileika hljóðfæraleikara Iced Earth, sem eru á heimsmælikvarða og Tim Owens skilar sínu mjög vel frá sér.

Ef þú lesandi góður, ert gamall Iced Earth aðdáandi, þá munt þú ekki verða fyrir vonbrigðum með þessa plötu þar sem hún kemst hiklaust á stall betri platna þeirra frá upphafi. Ég fyrir mitt leiti er afskaplega ánægður með þetta tvíeyki, það er allt til staðar á þeim sem góð þungarokksplata á að innihalda, einnig er góð blanda af frekar drungalegum og þónokkuð framsæknum lögum og kraftmiklum og hressandi bandarískum power metal. „Framing Armageddon“ fær hjá mér góða dóma, en ekki eins góða og „The Crucible Of Man“, ætli það sé ekki bara endurkoma Barlow sem tippar skalanum hjá mér.

Atli Jarl Martin

Iced earth

Century Media gefur best of disk með Iced earth í lok ágúst sem ber heitið the Blessed and the damned. Útgáfa þessi inniheldur 2 diska og 23 lög frá árunum 91-01.

Iced Earth

Útgáfu á nýju plötunni með Iced Earth “the Glorius Burden” hefur seinkað þangað til 14 janúar. Tilbúinn er lagalisti fyrir plötuna sem er sem hér segir:
1. Star Spangled Banner
2. Declaration Day
3. When The Eagle Cries
4. The Reckoning (Don’t Tread On Me)
5. Attila
6. Red Baron/Blue Max
7. Hollow Man
8. Waterloo
9. Valley Forge
10. Gettysburg (1863)
11. The Devil To Pay
12. Hold At All Costs
13. High Water Mark

Iced Earth

Fyrrum söngvari Judas Priest, Tim “Ripper” Owens hefur gengið til liðs við hljómsveitina Iced Earth. Tim hefur núþegar tekið upp söng fyrir næstu plötu sveitarinnar sem verður gefin út næsta haust af SPV/Steamhammer útgáfunni. Platan hefur fengið nafnið “The Glorious Burden” Með því að fara á heimasíðu sveitarinnar (og/eða útgáfunnar) er hægt að hlusta á smá tóndæmi af tilvonandi plötu, eða bara með því að smella hér að neðan:

The Reckoning
Hollow Man
Red Baron / Blue Max