Tag: iateyourmicrophone.com

Strike Anywhere

Hljómsveitin Strike Anywhere mun senda frá sér saman safn af sjaldgjæfum og áður ótútgefnu efni í janúarmánuði. Diskurinn (sem gefinn verður út af Jade Tree útgáfunni) mun meðal annars innihalda lög tekin upp á sama tíma og “To Live In Discontent” platan. Í viðbót við það verður einnig efni frá sömu upptökum og bæði Exit English og Chours of One plötunum. Þar endar þetta ekki því á disknum veðrur einnig að finna ábreiðu á lögum eftir hljómsveitir eins og Cock Sparrer, Dag Nasty og Gorilla Biscuits.

Strapping Young Lad

Hljómsveitin Stapping Young Lad hefur ákveðið að tilvonandi plata sveitarinnar beri nafnið “Alien”. Von er á plötunni snemma á næsta ári og er það í höndum Century Media útgáfunni að svo verði. Í seinusti viku sendi sveitin frá sér DVD diskinn “For Those Aboot To Rock” sem ætti að vera nokkuð áhugavert myndefni. Á Alien verður væntanlega að finna eftirfarandi lög:01. “Imperial”
02. “Skeksis”
03. “Shitstorm”
04. “Love?”
05. “Shine”
06. “Possessions”
07. “Landscape”
08. “Zen”

Machine Head

Hljómsveitin Machine Head mun senda frá sér smáskífuna ‘Days Turn Blue To Gray’ í lok mánaðarins. Smáskífan verður gefin út bæði sem geisladiskur og einnig sem myndavínil plata. Lögin verða sem hér segir:

7″ Mynda vínil plata
A. “Days Turn Blue To Gray”
B. “Season’s Wither”

Geisladiska útgáfan.
01. “Days Turn Blue To Gray”
02. “Season’s Wither”
03. “A Rage To Overcome (Live @ 10th Anniversary ‘Burn My Eyes’ Show)

ArmsBendBack

Hljómsveitin ArmsBendBack hefur skellt sérstakri útgáfu sveitarinnar af Polive laginu “Don’t Stand So Close To Me” á netið. Lagið er hægt að hlusta á með því að kíkja á purevolume síðu sveitarinnar: http://www.purevolume.com/armsbendback

7 Seconds

Hljómsveitin 7 Seconds mun senda frá sér plötuna “Take It Back, Take It On, Take It Over!” í janúar á næsta ári. Það er Side one Dummy út´gafan sem mun gefa út þessa plötu sveitarinnar. Hljómsveitin er eins og stendur í heljarinnar tónleikaferðalagi ásamt hljómsveitunum Sick of it all, Unarth, Walls of Jerico ofl. (Eastpack Resistance tour).

Monster Garage

Söngvari hljómsveitarinnar Hatebreed söng ásamt Roger Miret með hljómsveitinni Agnostic Fronst fyrir sjónvarpsþáttinn Monster Garage. Þessi ágæti þáttur er sýndur á sjónvarpstöðinni discovery í bandaríkjunumm við miklar vinsældir. Lagið sem Agnostic Front spilaði í þættinum heitir “Peace” og er að finna á tilvonandi plötu sveitarinnar, sem verður gefin út 25, janúar næstkomandi. Þátturinn verður frumsýndur í febrúar á næsta ári. Áður hafa hljómsveitir eins og Suicidal Tendencies komið fram í þættinum.