Tag: HIGH ON FIRE

Matt Pike með sólóplötu

Bandaríski gítarleikarinn Matt Pike (þekktur fyrir hljómsveitirnar Sleep og High on Fire) sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu 18. febrúar á MNRK Heavy útgáfunni. Núþegar er hægt að forpanta plötuna á www.pikevstheautomaton.com og hefur hún fengið nafnið Pike Vs. The Automaton og var unnin með Jon Reid (ex-Lord Dying) og tekin upp af Billy Anderson.

Billy Anderson hefur meðal annars unnið með: Brutal Truth, Cattle Decapitation, Eyehategod, Fantomas, High On Fire, Kiss It Goodbye, Melvins, Mr. Bungle, Neurosis, Om, Orange Goblin, Pallbearer, Ratos De Porao, Sick Of It All, Sleep, Swans, og mörgum oðrum sveitum.

Á plötunni verður að finna heilan helling af gestum, þar á meðal: Jeff Matz (High On Fire),Alyssa Maucere-Pike (Lord Dying/Grigax og kona Matt Pike), Brent Hinds (Mastodon), Steve McPeeks (West End Motel), Josh Greene (El Cerdo), Todd Burdette (Tragedy) og fleirri.

Lagalisti plötunnar:

  1. Abusive
  2. Throat Cobra
  3. Trapped In A Midcave
  4. Epoxia
  5. Land
  6. Alien Slut Mum (sjá hér að neðan)
  7. Apollyon
  8. Acid Test Zone
  9. Latin American Geological Formation
  10. Leaving the Wars of Woe

Hægt er að hlusta á lagið “Alien Slut Mum” af plötunni hér að neðan:

HIGH ON FIRE - Death is this Communion

HIGH ON FIRE – Death is this Communion (2007)

Relapse –  2007

Þéttasta tríó mannskynssögunnar er snúið aftur með Matt Pike í broddi fylkingar. High on Fire leggja til „Death is this Communion“ í þann aragrúa af ótrúlegum útgáfum sem komið hafa út í ár, en ef menn ætla að láta taka eftir sér verða þeir að gera eitthvað sem rís yfir meðalmennskuna og vel það. „Death is this Communion“ er hrikalega öflugt stykki sem hristir á manni mænuna og fær mann ekki til að missa sig í einhverri geðveiki, heldur þvert á móti negla sig fastann í sófann furðulostinn. Það er löngu orðin ofnotuð klisja að tala um að plata vinni á, en ef einhver plata gerir það þá er það þessi. Ég fullyrði að Matt Pike hefur aldrei áður verið viðriðinn jafn útpælt rokkverk.

High on Fire hafa skapað sér hrikalega þungt og drungalegt sánd sem ber ávallt merki þess að þarna er á ferðinni Matt Pike. Ég kem því ekki fyrir mig hvernig maðurinn fer að því að gera það sem hann gerir, en hann gerir það vel og það er ákveðin stemning yfir gítarleik hans sem mér finnst flesta aðra skorta. High on Fire eru drulluskítugir, sándið er þykkt og óhreint, ljótt.

En þrátt fyrir að „Death is this Communion“ sé gríðarlega þung plata, dregur hún lappirnar alls ekki á eftir sér eins og rétt vaggar áfram eins og útblásinn flóðhestur, heldur eru þarna líka ýmis drög að melódíum, gítarsóló og aðrar skrautfjaðrir sem auka skemmtanagildi plötunnar til muna. Þarna er allt sem prýða þarf góða High on Fire plötu og gott betur. Matt Pike er ekki jafn flatur í söngnum og tekur alvöru sénsa sem borga sig klárlega, það er meira líf í þessu, en ég vissi ekki einu sinni að þeir gætu bætt nokkurn skapaðan hlut hjá sér. Þá vil ég bæta því að þrátt fyrir að ég tali mikið um Matt Pike í sambandi við High on Fire, má alls ekki gleyma þeim Des Kensel og Jeff Matt sem eru gríðarlega þéttir. Þar er ég sérstaklega ánægður með Kensel á trommunum því á köflum finnst manni platan hreinlega ráðast á mann í gegnum trommudrunurnar. Þetta er ill og andstyggileg plata sem kemur manni sífellt á óvart. Stundum finnst manni eins og hún sé að verða manni ljúf, en einmitt þá sýnir hún klærnar, glefsar og hlær upp í opið geðið á manni.

Jói

High on Fire

Hljómsveitin High on Fire hafa lokuð upptökum á sinni 5 breiðskífu, en skífa þessi hefur fengið nafnið “Snakes for the Divine”. Efnið var tekið upp af Greg Fidelman í The Pass Studios hljóðverinu og má búast við að hún verið gefin út 23. febrúar (8. mars í evrópu). Það er E1 útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar, en Century Media útgáfan hefur fengið sérstakt leyfi til að dreifa plötunni í ríkjum evrópu. Lagalisti plötunnar er eftirfarandi:
01. Snakes for the Divine
02. Frost Hammer
03. Bastard Samurai
04. Ghost Neck
05. Fire, Flood & Plague
06. How Dark We Pray
07. Holy Flames of the Fire Spitter
08. Mystery of Helm