Tag: Hatebreed

Jasta með nýja plötu

Söngvarinn Jamey Jasta, sem best er þekktur fyrir að öskra með hljómsveitinni Hatebreed, setti í lok seinustu viku nýja plötu að nafni “The Lost Chapters” á bandcamp heimasíðu sína, en á plötunni er að finna áður óútgefiní viðbót við lög af smáskífum og lög með Jasta og félögum. Á plötunni er að finna eftirfarandi lög:

01 – “This Is Your Life
02 – “Parasitic”
03 – “The Same Flame
04 – “Back To What Matters
05 – “Until We Bleed Again
06 – “Chasing Demons” (feat. Howard Jones)
07 – “Deadly Business
08 – “The Immortal
09 – “Buried Alive” (Black Sabbath ábreiða)

Hatebreed - Satisfaction is the Death of desire

Hatebreed – Satisfaction is the Death of desire (1997)

Victory Records –  1997
Produced by Steve Evetts.

Hatebreed eru frábærir”, “þú verður að hlusta á þá”. Það var komin þó nokkur tilhlökkun í mig að heyra í þeim, ég var búinn að heyra þvílíkt gott um þá, Birkir kom með diskinn og leyfði mér að heyra smá. Ég bara… váááá.. KILLER. Hann spurði mig hvort að ég vildi fá hann lánaðann en ég sagði NEI, ég ætla að kaupa mér hann bara. Ég fór í Japis og keypti mér diskinn (frábært að Japis sé kominn með Victory stuffið). Ég hlustaði á diskinn í fyrsta skiptið einn og það var bara hreint og beint frábært, þessi diskur er þokkalegur, hardcore upp á sitt besta.. Fyrsta lagið gerir mann algjörlega húkked á þessu og maður vill helst ekki gera neitt annað en að halda áfram að hlusta. Mér finnst soldið erfitt að velja hvaða lag er best á þessum disk því það er bara ekkert lélegt á honum.

Toppar:
Diskurinn í heild sinni er snilld
Empty Promises
Conceived Through An Act Of Violence

valli

Hatebreed - Perseverance

Hatebreed – Perseverance (2002)

Universal / Stillborn Rec –  2002
http://www.hatebreed.com

Seinasti diskur bandins “Satisfaction is the Death of desire” er vægast sagt eitt af meistarastykkjum metalcore tónlistar. Ég er búinn að hlakka til að heyra þennan disk í langan tíma, sérstaklega eftir að ég heyrði tóndæmi af disknum á netinu. Diskurinn er held ég mun þéttari en “Satisfaction… og mun harðari. Sem er djöfulli gott, og sannar að hljómsveitir þurfa ekkert að breyta tónlistinni til að fleiri taki eftir.

Að vísu eru Hatebreed ekki að gera neitt nýtt á þessum disk, það er að segja þeir eru ekki að gera neitt sem þeir hafa ekki gert áður. Sem er fokkin brilliant, maður þarf ekki að finna upp hjólið í hvert einasta skipti. Þessi diskur er sérhannaður til að maður fái hálsríg og bakverki. Kerry King gítarleikari Slayer bæði syngur og spilar á gítar í laginu Final Prayer.. hversu mikill metall er það?

Textarnir hjá Jamie Jasta söngvara eru góðir og munu örugglega hjálpa einhverju liði að yfirstíga vandamálin sín. Texinn við lagið Your ever alone er 100% Hardcore.

“This is for the kis that have no where to turn Who have nothing to live for you think you haven’t the will to persist you have to search within yourself”

“Your never alone” – Hatebreed – Perseverance

Það er ekkert einasta lélegt lagt á þessum disk og hann heldur manni alveg við í gegnum allar 40. mínúturnar. Ef þú filaðir fyrri diskin þá er þetta eitthvað sem þú verður að fá þér.

Valli

Hatebreed - The Rise of brutality

Hatebreed – The Rise of brutality (2003)

Universal/Stillborn –  2003

Þegar Perseverance var gefin út í fyrra voru 5 ár frá því að hatebreed höfðu áður sent frá sér efni. Sem betur fer var ekki endurtekning á þessarri bið og hefur hljómsveitin núna sent frá nýja plötu tæpu ári seinna. Að mínu mati er “The Rise of brutality” beint framhald af Perseverance, og þar að auki gott framhald. Að vissu leiti minnir platan mann frekar mikið á seinustu afurð sveitarinnar, en samt án þess að vera bein afritun af henni, en trúið mér ég ætla sko ekki að kvarta yfir því. Afhverju ætti bandið að fara breyta sér eitthvað, þeir eru fullkomnir eins og þeir eru, “If its not broken don’t fix it!”, Ef það væri eitthvað vandamál þá væru hljómsveitir eins og Iron Maiden og slayer lögnu dauðar.

Nokkur lög á plötunni standa fram úr að mínu mati, til að mynda lagið Doomsayer, sem inniheldur einn svakalegasta breakdown kafla í sögu sveitarinnar, Your doom awaits you..” Lögin Beholder of justice og This is now og í rauninni öll lögin (eins og á fyrri plötum sveitarinnar) eru eitthvað sem heldur manni við í gegnum allan diskinn. Það er óskup lítið sem ætti að koma á óvart á þessarri plötu, bara hatebreed eins og þeir gerast bestir.

valli

Hatebreed - For The Lions

Hatebreed – For The Lions (2009)

E1 Music –  2009
www.hatebreed.com
www.myspace.com/hatebreed

Það hefur aukist í seinni tíð að þekktar hljómsveitar innan hardcore greirans sendi frá sér breiðskífur með ábreiðum (cover lögum). Hljómsveitin Hatebreed heldur þar fast í venjur með nýjustu breiðskífu sinni “for the lions” en á skífunni má finna lög hljómsveitanna Slayer, Suicidal Tendencies, Metallica, Misfits, Madball, Black Flag, Crowbar, Agnostic Front, Obituary, Cro-Mags, Sepultura, Bad Brains, DRI, Sick of it all, Negative Approach, Merauder,Judge og SubZero í útgáfu þeirra Hatebreed manna.

Platan í held sinni er örugglega sú vesta í útgáfu sveitarinnar, en það þýðir ekkert endilega að hér sé á ferð einhver hörmungar gripur. Það og mjög erfitt að gleðja hardcore og metal nörda á þennan máta þar sem smekkur hvers og eins er afar frábrugðin og því erfitt að skrifa sanngjarnan og skemmtilegan plötudóm um plötu sem þessa (ekki talandi um þegar sveit reynir að taka eitthvað “heilagt” og þekkt lag). Lagaval sveitarinnar er nokkuð skemmtilegt en framkvæmdin ekki alveg jafn vel heppnuð og ég vonaðist eftir. Fyrsta lagið á gripnum er Ghost of War (Slayer/South Of Heaven), en lagið er nokkuð vel heppnað, sérstaklega þar sem í gegnum tíðina hefur það oft verið vilji sveitarinnar að vera hardcore útgáfan af slayer. Bæði Suicidal og Metallica lögin hitt ekki í mark hjá mér, og það er ekki fyrr en Im In Pain (eftir Obituary / The End Complete) sem eitthvað fer að kveikna í mér áhuginn á ný. Bad Brains lagið, í viðbót við Sick of it all og Juge lögin halda athygli minni, en restin ekki svo mikið. Þegar á heildina er litið er þetta einkar skemmtileg útgáfa fyrir okkur nördana sem höfum gaman af ábreiðum og ekki síst skemmtilegt fyrir aðdáendur Hatebreed.

Valli

Hatebreed

Hljómsveitin Hatebreed ætlar að halda upp á að 10 ár eru frá því að Perserverance platan var gefin út með heljarinnar tónleikum um bandaríkin. Núþegar er búið að áætla að minnstakosti 30 tónleika og er áætlað að sveitin bæti við þetta helling af tónleikum til viðbótar. Ferðalag þetta hefur fengið nafnið “10 Years Of Perseverance Tour“ og inniheldur einnig hljómsveitirnar Whitechapel, All Shall Perish og Deez Nuts.

Hatebreed

Hljómsveitin Hatebreed stefnir í hljóðver á næstunni, en sveitin sendi seinst frá sér hljóðversbreiðskífu árið 2009. Samkvæmt bassaleikara sveitarinnar er von á því að sveitin hefju uppökur í næstu viku.

Hatebreed

Metalcore hljómsveitin Hatebreed hefur eftir nokkuð þref látið undan öskunni í Eyjafjallajökli og hefur nú frestað tónleikum sínum í norður- Evrópu nú í lok apríl.

Hatebreed

Hljómsveitin Hatebreed býður nú aðdéndum sínum að hlusta á sýnishorn af nýju plötunni sinni á heimasíðunni youtube. Platan sjálf verður gefin út í lok september mánaðar og verður gefin út í fullt af útgáfum: netúgáfa, venjulegur geisladiskur, ofurútgáfu geisladiskur (með auka dvd disk) og einnig á vínil. Á plötunni verður að finna eftirfarandi lög:

01. Become The Fuse
02. Not My Master
03. Between Hell And A Heartbeat
04. In Ashes They Shall Reap
05. Hands Of A Dying Man
06. Everyone Bleeds Now
07. No Halos For The Heartless
08. Through The Thorns
09. Every Lasting Scar
10. As Damaged As Me
11. Words Became Untruth
12. Undiminished
13. Merciless Tide
14. Pollution Of The Soul
15. Escape (New Diehard Edit)

Umtalað Youtube sýnishorn má sjá hér: