E1 Music – 2009
www.hatebreed.com
www.myspace.com/hatebreed
Það hefur aukist í seinni tíð að þekktar hljómsveitar innan hardcore greirans sendi frá sér breiðskífur með ábreiðum (cover lögum). Hljómsveitin Hatebreed heldur þar fast í venjur með nýjustu breiðskífu sinni “for the lions” en á skífunni má finna lög hljómsveitanna Slayer, Suicidal Tendencies, Metallica, Misfits, Madball, Black Flag, Crowbar, Agnostic Front, Obituary, Cro-Mags, Sepultura, Bad Brains, DRI, Sick of it all, Negative Approach, Merauder,Judge og SubZero í útgáfu þeirra Hatebreed manna.
Platan í held sinni er örugglega sú vesta í útgáfu sveitarinnar, en það þýðir ekkert endilega að hér sé á ferð einhver hörmungar gripur. Það og mjög erfitt að gleðja hardcore og metal nörda á þennan máta þar sem smekkur hvers og eins er afar frábrugðin og því erfitt að skrifa sanngjarnan og skemmtilegan plötudóm um plötu sem þessa (ekki talandi um þegar sveit reynir að taka eitthvað “heilagt” og þekkt lag). Lagaval sveitarinnar er nokkuð skemmtilegt en framkvæmdin ekki alveg jafn vel heppnuð og ég vonaðist eftir. Fyrsta lagið á gripnum er Ghost of War (Slayer/South Of Heaven), en lagið er nokkuð vel heppnað, sérstaklega þar sem í gegnum tíðina hefur það oft verið vilji sveitarinnar að vera hardcore útgáfan af slayer. Bæði Suicidal og Metallica lögin hitt ekki í mark hjá mér, og það er ekki fyrr en Im In Pain (eftir Obituary / The End Complete) sem eitthvað fer að kveikna í mér áhuginn á ný. Bad Brains lagið, í viðbót við Sick of it all og Juge lögin halda athygli minni, en restin ekki svo mikið. Þegar á heildina er litið er þetta einkar skemmtileg útgáfa fyrir okkur nördana sem höfum gaman af ábreiðum og ekki síst skemmtilegt fyrir aðdáendur Hatebreed.
Valli