Tag: Give up the ghost

Give up the ghost - Love American

Give up the ghost – Love American (2003)

Reflections records –  2003
http://www.giveuptheghost.com

Eins og allir ættu nú að vita þá heitir hljómsveitin American Nightmare nú Give up the ghost, og án þess að vita það með sönnu þá held ég að þetta sér fyrsta útgáfa sveitarinnar (á nýju efni) undir þessu nafni. Á þessum 3 laga disk er að finna 2 ný lög í viðbót við 1 cover lag. Þetta er fínn diskur, en það er að vísu einn galli við svona stutta diska, að maður vill oftast meira, sérstaklega ef er eitthvað sem vert er að taka eftir. Ég efast ekki að aðdáendur sveitarinnar takið þessu vel þar sem lögin Love american og The hell we’ve been living in eru bæði mjög lög. Hljómsveitin spilar létt, en hratt hardcore sem ég held að fáir metalhausar fíli, en engu að síður held ég að hardcore krakkar og indíliðið fíli þetta í botn. Þriðja og síðasta lagið á þessum disk er lagið You and me og er upprunalega eftir hljómsveitina Archers of loaf (band sem ég vissi ekkert áður en ég fékk þennann disk). Lagið er allt öðruvísi en hin tvö lögin og kemur því frekar á óvart þar sem þetta er hægt og frekar þunglyndt lag. Ég held að þessi diskur sé mjög góður fyrir aðdáendur sveitarinnar, en ég ráðlegg öðrum að bíða þangað til að nýji diskurinn verður gefinn út (já eða bara að athuga nánar eldra efni sveitarinnar).

valli

Give Up The Ghost

Næstum því íslandsvinirnir í hljómsveitinni Give Up The Ghost stefna að því að senda frá sér nýju plötuna “We’re Down Til We’re Underground” 23. september næstkomandi. Diskurinn (sem er gefinn út af Equal Vision útgáfunni) mun innihalda eftirfarandi lög:
01 – “(It’s Sometimes Like It Never Started)”
02 – “Love American”
03 – “Young Hearts Be Free Tonight”
04 – “Since Always”
05 – “Calculation-Nation”
06 – “The Last Supper After Party”
07 – “Crimescene”
08 – “Bluem”
09 – “Aeiou”
10 – “Crush of The Year”
11 – “No Lotions Gonna Unclog These Pores”
12 – “We Killed It”
13 – “(And It’s Sometimes Like It Will Never End)”

Give Up The Ghost

Lagið Love American með hljómsveitinni Give Up The Ghost er nú í boði á netinu. Lagið er að finna á tilvonandi plötu sveitarinnar “We’re Down Til We’re Underground” sem verður gefin út í ágúst mánuði af Equal Vision útgáfunni. Lagið er hægt að finna með því að smella hér

Give up the ghost

Sá orðrómur hefur gengið um internetið að næstum því íslands vinirnir í Give up the ghost séu hættir en það er ekki satt. Aftur á móti eru þeir félagar orðnir eitthvað þreyttir á hljómleikarferðalögunum sem þeir virðast stöðugt vera á og hafa strákarnir hætt við túrin með The Hope Conspiracy og Black Cross og einnig afboðað komu sína á Hellfest. Þeir ætla að klára túrinn sem þeir eru núna á ásamt Every Time I Die & The Suicide File og fara þá heim til að hvíla sig og hlaða batterýin. Næsta útgáfa þeirra félaga “We’re down til we’re underground,” kemur á göturnar 26.ágúst hjá Equal vision og þá ætla strákarnir aftur á ferðalag til að kynna nýju plötuna. 29.júlí kemur síðan út “Love American” 7″/cd hjá Bridge 9.