Tag: Gamli Gaukur

Severed tónleikaupptökur

Hljómsveitin Severed kom fram á Gamla Gauknum föstudaginn 3. júní, en Severed var það að hita upp fyrir hljómsveitina Zhrine sem hélt útgáfutónleika sína vegna útgáfu plötunnar Unortheta. Ægir Sindri Bjarnason var á svæðinu vopnaður myndavél, en upptökur af tónleikahaldi Severed má sjá hér að neðan:

Severed @ Gamli Gaukurinn 03.06.2016 from Óðinn Dagur Bjarnason on Vimeo.

Norðurjarinn

Skurk

Hvar? Gamli Gaukur
Hvenær? 2014-11-22
Klukkan? 20:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Tónleikar með Hljómsveitinni Skurk
Húsið opnar kl 20:00
Tónleikar hefjast kl 21:00
Inngangseyrir: 1000 íslenskar krónur
Skurk Gaf út fyrr á þessu ári hljómdiskinn Final Gift og loksinn eru þeir að koma til stórborgarinnar til að rokka lýðinn. Skurk hefur ekki setið með hendur í skauti í sumar en í Nóvember mun Skurk hefja upptökur á næsta hljómdisk sinn sem er áætlaður í útgáfu í Maí/Júní. Því má alveg reikna með því að bandið frumflytti einn eða tvo málmslagara 22 nóvember á Gauknum.

Event:  https://www.google.is/?gws_rd=cr&ei=dj9zU4e-HOWyywPl-oKgCw
Miðasala: 

The Monolith Deathcult (NL), Gone Postal & Angist á Gauknum

The Monolith Deathcult (NL)
Gone Postal
Angist

Hvar? Gamli Gaukur
Hvenær? 2014-07-15
Klukkan? 20:30:00
Kostar? 2000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Það verður slegið til sannkallaðrar þungarokksveislu þriðjudaginn 15. júlí n.k. en þá verða haldnir tvennir tónleikar á Gauknum í Reykjavík.

kl 18:30 verða all ages tónleikar þar sem Angist spilar með The Monolith Deathcult og kl 21:00 verða 20+ tónleikar þar sem Gone Postal bætast við pakkann og spila með TMDC ásamt Angist. (sjá nánar neðar)

Holland hefur lengi alið af sér margar af fremstu þungarokkshljómsveitum bransans og hljómsveitin The Monolith Deathcult er þar engin undantekning. Sveitin hóf feril sinn á að spila dauðarokk af þyngstu gerð, en gerði sér fljótt grein fyrir því að ekki er hægt að toppa Cryptopsy í hraða eða Hate Eternal í grófleika án þess að tónlistin breytist í einhvern óskilgreindan hrærigraut og því hefur TMDC bætt við áhrifum úr öðrum tónlistarstefnum og stigið niður fæti á áður óþekktar slóðir þungarokksins. NIðurstaðan: Íburðarmikið dauðarokk sem Wagner sjálfur yrði stoltur af að hafa samið!

Síðastu tvær plötur hljómsveitarinnar, Trivmvirate og Tetragrammaton bera þessa skýr merki, enda með bestu dauðarokksplötum samtímans. Sú síðastnefnda kom ennfremur út á hinu afar virta Season of Mist labeli sem er talið einn mesti gæðastimpillinn í dag.

https://www.facebook.com/monolithdeathcult

GONE POSTAL
Ein allra fremsta þungarokkssveit landsins og þó víðar væri leitað. Sveitin hefur látið takmarkað á sér kræla að undanförnu, enda hefur hún legið undir feldi við að leggja lokahönd á næstu breiðskífu sína, sem óhætt er að segja að flestir dauðarokkarar landsins bíða eftir í ofvæni. Hefur sannað sig trekk í trekk sem ein allra fremsta live sveit landsins. Intense. Furious. Bone-chilling.
https://www.facebook.com/gonepostalmetal

ANGIST
Ein af fremstu þungarokkssveitum landsins og hefur verið síðan sveitin var stofnuð 2009. Tónlist sveitarinnar er kröftugt en dimmt og drungalegt dauðarokk eins og það gerist best. Eru á samningi hjá Abyss Records og ný breiðskífa er rétt handan við hornið. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting ríkir um hana.
https://www.facebook.com/angisttheband

Húsið opnar 20:30. Tónleikarnir byrja 21:00 (búið vel fyrir hálf tólf).
20 ára aldurstakmark

Dutch Svpreme Avantgarde Death Metal band The Monolith Deathcult visits Iceland and plays two gigs at Gaukurinn in Reykjavik on July 15th.

First gig:
All Ages gig at 18:00 (gig starts 18:30) with Icelandic female fronted death metallers Angist accompanying them. Tickets sold at door and cost 1.500 ISK.

Second gig:
20+ gig at 20:30 (gig starts 21:00) with Icelandic athmosperic blackened death metallers Gone Postal joining in the party with Angist and TMDC. Tickets: 2.000

Event:  https://www.facebook.com/events/717448174963502/?fref=ts
Miðasala: 

Gorguts á Gauknum

Gorguts á Gauknum

Gorguts
Severed
Gone Postal
Ophidian I

Hvar? Gamli Gaukur
Hvenær? 2014-08-06
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 2500 kr
Aldurstakmark? 20

 

Þá er komið að stærstu dauðrokkstónleikum ársins ef ekki áratugarins. Hin goðsagnakennda tech death sveit Gorguts spilar á Gauknum miðvikudagskvöldið 6. Ágúst og fær til liðs við sig einvalalið íslensku dauðarokkssenunar. 2500kr kostar í forsölu en 3000kr við hurð. Forsala hefst innan skamms á midi.is og í verslunum Brim.

It’s time for the death metal show of the year, if not the decade! The legendary tech death band Gorguts will play at Gaukurinn on wednesday august 6. with support from the créme de la créme of the icelandic death metal scene. Tickets are 2500kr advance and 3000 at the door and advance sales will start shortly through midi.is and the Brim board shops.

Event:  https://www.facebook.com/events/259000170969295/
Miðasala: http://midi.is/tonleikar/1/8331

Severed + Gone Postal + Angist ofl.

Severed,
Gone Postal,
Angist
Future Figment

Hvar? Gamli Gaukur
Hvenær? 2014-06-06
Klukkan? 22:30:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Föstudagskvöldið 6. Júní munu hljómsveitirnar Severed, Gone Postal, Angist og Future Figment spila á Gamla Gauknum (Gaukur á stöng)
(English version below)

Húsið opnar 21.00

Tónleikar hefjast 22.30

Aðgangseyrir 1000 kr.

https://www.facebook.com/severediceland https://www.facebook.com/severedcrotch
https://www.facebook.com/gonepostalmetal
www.facebook.com/angisttheband
www.facebook.com/futurefigment

Severed (áður þekkt sem Severed Crotch) hefur verið ein af leiðandi dauðarokks hljómsveitum Íslands síðasta áratug. Hljómsveitin var í fremstu röð nýbylgju dauðarokks sem reis upp árið 2004 og veitti öðrum hljómsveitum mikinn innblástur í íslensku þungarokks senunni. Severed eru þekktir fyrir kraftmikla sviðsframkomu þar sem sérstök blanda þeirrra af dauðarokki nær gripum á áhorfendum sem endar með áköfum flösuþeytingum. Tónlistin dregur innblástur sinn aðalega frá gamla dauðarokkinu og yfir í nýbylgju dauðarokk en annars hafa tónlistarstefnur úr öllum áttum mikil áhrif á blöndu tónlistarinnar. Útkoman er því tekknískur og framsækinn stíll af dauðarokki sem er melódískur og brútal á sama tíma.

Gone Postal. Ójá

Hljómsveitin Angist hefur verið mjög áberandi í íslensku þungarokki undanfarin ár. Sveitin er að leggja lokahönd á nýja plötu og verður því um nóg af nýju efni á þessum tónleikum.

Hljómsveitin Future Figment hefur verið ansi lengi á teikniborðinu en eftir síendurteknar mannabreytingar er sveitin loksins komin á flug en meðlimir sveitarinnar koma frá Reykjavík og Hveragerði. Þrátt fyrir að vera nýkomin á sjónarsviðið þá eru meðlimir sveitarinn ekki óreyndir en þeir koma úr sveitum á borð við Driver Dave, Embrace the Plague og Dormah. Future Figment stefnir á upptöku á sinni fyrstu breiðskífu með sumrinu en tónlistinni verður kannski best lýst sem einhverskonar bræðingi af Deftones, Mastodon og Tool.

Friday night June 6th Severed, Gone Postal, Angist, and Future Figment will play a show at Gamli Gaukurinn

Doors open at 21.00

Show starts at 22.30

Entry is 1000 kr.

Severed (formerly Severed Crotch) has been one of iceland’s leading Death Metal acts for the last decade. The band was at the forefront of iceland’s new wave of metal that bloomed in the mid 2000s, influencing many bands in the icelandic metal scene. Severed are known for their high-intensity live shows where their unique blend of Death Metal pummels the audience into a flurry of moshpits and banging heads. The music draws inspiration from both old-school DM bands and contemporary DM acts alike, as well as a wide range of other musical genres. The result is a technical and progressive style of metal that is melodic and utterly brutal at the same time.

Gone Postal. Hell yeah!

Angist have been a strong force in the Icelandic metal scene these past years. They are currently working on putting the final touches on a new album and will provide hungry listeners with some new material at the show.

Future Figment has been a while in the making but finally now at a place to start their career. The members, hailing from both Reykjavík and Hveragerði, come from such bands as Driver Dave, Embrace the Plague and Dormah. Future Figment will be hitting the studio this summer to record their debut album but their music can be described as a mix of Deftones, Mastodon and Tool.

Event:  https://www.facebook.com/events/486280908164112/?ref_dashboard_filter=upcoming
Miðasala: 

Full of Hell

Full of Hell
+ upphitun

Hvar? Gamli Gaukur
Hvenær? 2014-06-04
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 0

 

Ameríska harðkjarna sveitin Full of Hell spilar tvenna tónleika hér á landi 3. og 4. Júní.

Fyrri tónleikarnir eru staðsettir á Granda í TÞM, það er ekkert aldurstakmark á þá tónleika og miðaverð er 1500 Kr.

Síðari tónleikarnir eru staðsettir á Gauk á Stöng, miðaverð er 1000 Kr. og það er 18 ára aldurstakmark.

Event:  https://www.facebook.com/events/1461124937451976/?ref_newsfeed_story_type=regular
Miðasala: 

Kveðjutónleikar The Vintage Caravan (GAUKURINN)

The Vintage Caravan
ONI

Hvar? Gamli Gaukur
Hvenær? 2014-03-07
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1500 kr
Aldurstakmark? 20

 

Vegna fjölda fyrirspurna höfum við ákveðið að halda einnig kveðjutónleika í Reykjavík.

Við í hljómsveitinni The Vintage Caravan ætlum að flytja til Danmerkur að lokinni þriggja vikna tónleikaferð okkar um Evrópu. Þá er ekkert annað í boði heldur en að halda svaka partý á Gauknum!
Teljum í ný lög!

ONI menn sjá um upphitun, mælum sterklega með þeim.
1500 kr inn!
Hlökkum til að sjá ykkur öll!

Event:  https://www.facebook.com/events/631345170233986/?ref=29&ref_notif_type=plan_user_invited&source=1
Miðasala: 

Melrakkar – Metallica tribute band (GAUKURINN)

Melrakkar – Metallica tribute band

Hvar? Gamli Gaukur
Hvenær? 2014-03-08
Klukkan? 23:00:00
Kostar? 2500 kr
Aldurstakmark? 20

 

KILL ‘EM ALL Í HEILD SINNI, 7. OG 8. MARS! Þegar fyrsta hljómplata Metallica, Kill ‘Em All, kom út árið 1983 olli hún straumhvörfum í tónlistarheiminum og þá sérstaklega á sviði þyngra rokks. Þarna var lagður hornsteinn sem allir þungarokkarar heimsins hafa síðan hlaðið utan á, ýmist meðvitað eða ómeðvitað, og enda þótt skiptar skoðanir séu um Metallica í dag ríkir einróma sátt um Kill ‘Em All.
Platan er einfaldlega meistaraverk.

Melrakkar er nýstofnuð hljómsveit 5 manna sem allir hafa gengið gegnum lífið með Kill ‘Em All í blóðinu. Verkefnið er einfalt: Spila plötuna í gegn á tónleikum fyrir þá sem vilja hlusta. Nú þegar eru í farvatninu tvennir tónleikar, á Gamla Gauknum í Reykjavík föstudaginn 7. mars og á Græna hattinum, Akureyri, laugardaginn 8. mars. Melrakka skipa: Aðabjörn Tryggvason (Sólstafir) – Söngur Bjarni M. Sigurðarsson (Mínus) – Gítar Björn Stefánsson (Mínus) – Trommur Flosi Þorgeirsson (HAM) – Bassi Snæbjörn Ragnarsson (Skálmöld) – Gítar

Event:  https://www.facebook.com/melrakkar
Miðasala: http://midi.is/tonleikar/1/8100/

Black Sabbath – Heiðurstónleikar Akureyri

Black Sabbath – Heiðurstónleikar Reykjavík

Black Sabbath Tribute

Hvar? Gamli Gaukur
Hvenær? 2013-11-09
Klukkan? 23:00:00
Kostar? 2000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Heiðurssveitina skipa:
Söngur – Jens Ólafsson (Brain Police)
Gítar – Franz Gunnarsson (Ensími / Dr. Spock)
Bassi – Flosi Þorgeirsson (HAM)
Trommur – Birgir Jónsson (Dimma / Skepna)

Fyrsta þungarokksveitin, Black Sabbath er um þessar mundir líklegast í sinni síðustu tónleikaferð um heiminn til að fylgja eftir nýjustu plötu sveitarinnar sem ber heitið 13. Þetta er fyrsta platan sem upprunalegi söngvari sveitarinnar, Ozzy Osbourne syngur með Black Sabbath síðan 1978.

Að því tilefni verða haldnir tvennir heiðurstónleikar. Fyrri tónleikarnir verða föstudaginn 8. nóvember á Græna Hattinum á Akureyri. Seinni tónleikarnir verða laugardaginn 9. nóvember á Gamla Gauknum í Reykjavík.

Efniviður tónleikana er fenginn úr lagasarpi sveitarinnar sem Ozzy Osbourne syngur. Um er að ræða lög sem eru orðin að klassík í heimi þungarokksins, lög sem allir sannir rokkunnendur dýrka og dá.

FORSALA MIÐA HEFST MÁNUDAGINN 2. SEPT KL: 12:00

– Forsala fyrir Græna Hattinn er í Eymundsson. Forsöluverð 2000 kr

– Forsala fyrir Gamla Gaukinn er á midakaup.is. Forsöluverð 1500 kr

Event:  https://www.facebook.com/events/227161707433347/?notif_t=plan_edited
Miðasala: 

Vor dauði á Gauknum!

Momentum. Góðkunnir vinir þungarokks senunar á íslandi. https://www.facebook.com/momentumiceland

Azoic. Extreme tónar frá meðlimum hljómsveitana Atrum, Ophidian I & Gruesome Glory. https://www.facebook.com/azoicofficial

Morð. Nýtt blackmetal sem inniheldur meðlimi World narcosis og Celestine. https://www.facebook.com/eftirsottmord

Hvar? Gamli Gaukur
Hvenær? 2013-06-21
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Hljómsveitirnar Momentum, Azoic og Morð koma saman 21. Júní og senda frá sér hávaða og dauða. 1000kr inn og opnar húsið kl. 21:00 og fyrsta band kl.22:00. 2 fyrir 1 á barnum milli 21-22. Frábær upphitun fyrir Eistnaflug!

Event:  https://www.facebook.com/events/141465326038029/
Miðasala: