Tag: Gamla bókasafnið

Metall, Rokk & Pönk í Hfj

Askur Yggdrasils
Alchemia
Drulla

Hvar? Gamla bókasafnið
Hvenær? 2010-12-09
Klukkan? 20:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 0

 

Askur Yggdrasils – http://www.myspace.com/askuryggdrasils
Folk Metall úr Keflavík með sitt fyrsta gigg eftir miklar meðlimabreytingar. Frumsýning á 3 nýjum meðlimum. Söngvara, Hljómborðsleikara og Trommara

Alchemia – http://www.myspace.com/albulamusic
Rock N’ Roll úr Hafnafirðinum

Drulla – http://www.myspace.com/drullamusik
Fyllibyttuskítapönk úr Hafnafirðinum

Event:  
Miðasala: 

Bjartir dagar í Gamla bókasafninu

Ourlives
Cliff Clavin
We Made God
Endless Dark
Vulgate
Örför

Hvar? Gamla bókasafnið
Hvenær? 2010-06-06
Klukkan? 19:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 16

 

Gamla bókasafnið fagnar hækkandi sól á Björtum dögum um leið og það kveður fyrir sumarlokun…

Dagskráin er alls ekki af verri endanum í ár…. sumir myndu jafnvel ganga svo langt að segja að hún sé stórglæsileg þetta árið!

Við hefjum leika fimmtudaginn 3. júní með trúbadorakeppninni okkar sívinsælu, en hún heppnaðist með eindæmum vel í fyrra og ekki er búist við minna af keppendum þessa árs….

Skráning fer fram á gamlabokasafnid@gmail.com eða í síma 565-5100

Ætlast er til að keppendur flytji þrjú frumsamin lög eða tvö frumsamin og eina ábreiðu.

Föstudaginn 4. júní verður svo GEGGJUÐ GRILLVEISLA!!!! Gamla bókó býður gestum uppá grillaðar pylsur og fáránlega mikið fjör!

Þá verður líka formlega opnun á listasýningu þar sem ungu listamennirnir Ingimundur Vigfús Eiríksson, Iona Sjöfn Huntingdon-Williams og Sara Jóhannesdóttir sýna ljósmyndir og verk.

LOKATÓNLEIKAR SUNNUDAGINN 6. JÚNÍ….SJÓMANNADAG!
síðustu tónleikar fyrir sumarlokun Gamla bókasafnsins verða með glæsilegasta móti í ár! Nokkrar eldheitar hljómsveitir stíga á svið og halda uppi rugl góðri stemmingu allt kvöldið!!!

Hljómsveitirnar sem fram koma eru…

Ourlives
Cliff Clavin
We Made God
Endless Dark
Vulgate
Örför

Húsið opnar kl: 19:00

FRÍTT INN Á ALLA VIÐBURÐI!!!

Jebb ég sagði það…. núll kr inn alla dagana!!!

Event:  
Miðasala: 

Framsækni og Dauði á Gamla Bókasafninu

Logn, Sacrilege og Ocean Sleep

Hvar? Gamla bókasafnið
Hvenær? 2010-03-04
Klukkan? 20:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 0

 

Logn: www.myspace.com/lognmusic

Ocean Sleep og Sacriliege eru hér að spila á sínum fyrstu og öðrum tónleikum svo hér er frábært tækifæri til að kynna sér nýjar sveitir sem verða vonandi áberandi í íslensku tónlistarlífi á næstunni. Ocean Sleep spila einhverskonar Prog Metal blöndu með áhrifum úr öllum áttum og Sacrilege spila dauða málm af gamla skólanum.

Logn: www.myspace.com/lognmusic

Ocean Sleep and Sacrilege are playing their first and second concert respectively so this is a great opportunity to see and hear some upcoming musicians who will hopefully be prominent in the Icelandic music scene in the not so distant future. Ocean Sleep plays a mixture of many things with their roots in Progressive Metal and Sacrilege plays old school death metal.

Event:  
Miðasala: 

Unrestrained (US) í Gamla bókasafninu

Klink
Unrestrained
Manslaughter
Gordon Riots

Hvar? Gamla bókasafnið
Hvenær? 2009-12-09
Klukkan? 20:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 0

 

Bandaríska hljómsveitin Unrestrained er að fara að stoppa hér í þrjá daga á leiðinni heim eftir Evróputúr, og þeir ætla að spila á tveimur tónleikum.

www.myspace.com/unrestrainedvt
www.dordingull.com/klink
www.myspace.com/manndrap
www.myspace.com/gordonriots

Event:  
Miðasala: 

Tóleikar í tilefni af opnun Gamla bókasafnsins

The Fusion Factory
Black Carbis Kuru
ásamt öðrum gestum

Hvar? Gamla bókasafnið
Hvenær? 2009-08-27
Klukkan? 20:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 16

 

Tónleikar í tilefni þess að Gamla bókasafnið opnar aftur eftir sumarlokun

The Fusion Factory
Black Carbis Kuru
ásamt öðrum gestum

Tónleikarnir hefjast kl: 20:00
Aðgangur ókeypis

Nú eru starfsmenn að týnast inn í hús til vinnu. Allir eru velkomnir hingað á skrifstofutíma á daginn eða frá 8:00 til 16:00.

Við opnum húsið formlega núna á fimmtudag 27. ágúst með tónleikum sem hefjast upp úr 20:00 og lýkur þeim um 23:00. Ókeypis er inn og eru þeir sem eru búnir í grunnskóla velkomnir.

Vetraropnun verður svona:

Mánudaga frá morgni til 23:00

Þriðjudagar – mömmumorgnar

Miðvikudagar – hópastarf

Fimmtudagar frá morgni til 23:00

Föstudagar frá morgni til 23:00

Síðan um helgar hafa allskyns hópar notað húsið í allskonar hópastarf eins og að læra saman, lana, fylgjast með íþróttum, taka upp tónlist osfr.

Event:  
Miðasala: