Tag: Full Blown Chaos

Full Blown Chaos - Heavy Lies the crown

Full Blown Chaos – Heavy Lies the crown (2007)

Ferret –  2007
Pródúserað af Billy Graziadei (Biohazard)
http://www.myspace.com/fullblownchaos
http://www.ferretstyle.com

Þrátt fyrir að uppruni hljómsveitarinnar Full Blown Chaos sé í hverfi hennar hátignar (Queens) í New York borg, er hér ekki að finna dæmigert New York Hardcore band. Hljómsveitin hefur oft á tíðum verið líkt við hljómsveitir á borð við Hatebreed, og er það að mörgu leiti sanngjarn sambanburður, þrátt fyrir að hér sé á ferð þyngri og taktfastari þungamálmur.. söngstíll Ray Mazzola minnir samsem áður oft á tíðum á blöndu af Max Cavalera og Jamey Jasta. Á þessarri plötu er hljómsveitin ekki að finna upp neitt nýtt, heldur er stefnan einföld, en kraftmikil. Ef þú getur ímyndað þér blöndu milli hljómsveitanna Pantera og Agnostic Front þá er það nokkurvegin sem þessi plata í heild sinni. Lög á borð við Fail Like A Champ og Raise Hell halda mér vel vakandi og standa uppúr meðal jafningja. Hljómsveitin sýnir á sér aðeins mýkri hliðar í fyrri hluta lagsins Mojave, þar sem kannski er hægt að finna áhrif frá böndum á borð við Metallica (one), á meðan seinni hluti lagsins (Mojave pt.2), vekur mann svo sannarlega til lífsins.

Valli

Full Blown Chaos

Nýtt lag hljómsveitarinnar Full Blown Chaos er nú í boði á heimasíðunni Metal Sucks. Lagið ber nafnið Villains og verður að finn á tilvonandi breiðskífu sveitarinnar, en skífa þessi mun einfaldlega bera nafn sveitarinnar; Full Blown Chaos. Platan er svo væntanlega í búðir á morgun, en það er Ironclad Recordings sem gefur út þessa merku plötu. www.Metalsucks.com

Full Blown Chaos

New York bandið Full Blown Chaos hefur lokið upptökum á nýrri plötu ásamt hinnum illræmda pródúser Zeuss (Hatebreed, Shadows Fall). Platan hefur fengið nafnið “ake the Demons” og verður væntanlega gefin út5. október næstkomandi af Stillborn útgáfunni. Full blown Chaos fer svo væntanlega í tónleikaferðalag með The Discipline og 100 Demons í júlí/ágúst mánuði.