Tag: From Autumn To Ashes

From Autumn To Ashes

Von er á nýrri plötu frá hljómsveitinni From Autumn To Ashes í byrjun september mánaðar. Platan hefur fengið nafnið “The Fiction We Live” og verður gefin út af Vagrant Record útgáfunni. Á plötunni verður að finna eftirfarandi lög:
01 – “The After Dinner Payback”
02 – “Lilacs & Lolita”
03 – “No Trivia”
04 – “Milligram Smile”
05 – “The Second Wrong Makes You Feel Right”
06 – “Every Reason To”
07 – “Autumns Monologue”
08 – “Alive Out Of Habit”
09 – “All I Taste Is What’s Her Name”
10 – “The Fiction We Live”
11 – “I’m The Best At Ruining My Life”
12 – “Milligram Smile”
Fljótlega eftir útgáfuna mun sveitin taka þátt í tónleikaferðalagi með hljómsveitunum Cave In, Every Time I Die og Funeral for a friend um bandaríkin.

From Autumn To Ashes

Hljómsveitin From Autumn To Ashes hefur gert útgáfusamning við Vagrant Records, en búist var við að sveitin myndi gefa út sína næstu plötu á Island/Def Jam útgáfunni en það virðist ekki hafa gengið upp. Meðal hljómsveita sem Vigrant útgáfan vinnur með er The Get Up Kids, Alkaline Trio og Saves the day. Nýji diskur sveitarinnar “The Fiction We Live” verður gefin út í byrjun september.

From Autumn To Ashes

From Autumn To Ashes eru þessa dagana í Kanada að ljúka upptökum á nýrri plötu ásamt pródúsernum fræga GGGarth Richardson (Rage Against The Machine, Mudvayne). Platan verður gefin út seinna á árinu af Ferret útgáfunni, en þangað til ætlar sveitin að spila á nokkrum tónleikum, þar á meðal á Warped túrnum.