Tag: Ensími með ókeypis tónleika í hljóðfærahúsi Reykjavíkur

Ensími með ókeypis tónleika í hljóðfærahúsi Reykjavíkur

Það hefur varla farið fram hjá tónlistarunnendum þau vandræði sem sköpuðust á tónlistarhátíðinni Keflavík Music Festival um síðustu helgi þar sem hljómsveitin Ensími neyddist til að afboða framkomu sína á hátíðinni. Í kjölfarið bárust þungar ásakanir að meðlimi sveitarinnar að hálfu annars skipuleggjanda KMF, ásakanir sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Hljómsveitin Ensími ætlar að leggja leiðindin að baki sér og bjóða upp á sárabótatónleika á morgun, föstudaginn 14. júní kl:17:30 í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur. Aðgangur er ókeypis og ekkert aldurstakmark.

HVAÐ: Sárabótatónleikar hljómsveitarinnar Ensími vegna Keflavik Music Festival.
HVAR: Hljóðfærahús Reykjavíkur, Síðumúla 20, 108 Reykjavík.
HVENÆR: Föstudaginn 14. júní.
KLUKKAN: 17:30.
KOSTAR: Ekki neitt.
ALDUR: Ekkert aldurstakmark.