Tag: Eistnaflug

Eistnaflug 2017

Eistnaflug er tónlistarhátíð sem haldin hefur verið árlega síðan sumarið 2005. Þetta er innihátíð í Neskaupstað, vinalegum litlum bæ á Austfjörðum, sirka jafn langt frá Reykjavík og hægt er að komast án þess að fara úr landi. Aðra helgina í júlí tvöfaldast íbúafjöldi Neskaupstaðar þegar tónlistaraðdáendur hópast til Norðfjarðar að njóta lifandi tónlistar við bestu hugsanlegu aðstæður.

Þegar hafa eftirfarandi hljómsvetiri verið bókaðar: The Dillinger Escape Plan [USA] Neurosis [USA] Bloodbath [SWE] Sólstafir [ICE] Skálmöld [ICE] Dimma [ICE] Zatokrev [SWI] Sinistro [POR] Naga [ITA] Misþyrming [ICE] Innvortis [ICE] Morðingjarnir [ICE] Auðn [ICE] Churchhouse Creepers [ICE] Kronika [ICE] Kælan Mikla [ICE] Hubris [ICE] Cult of Lilith [ICE] Grave Superior [ICE] og Oni [ICE]

www.eistnaflug.is // www.facebook.com/EistnaflugFestival // @Eistnaflug

ÞAÐ ER 18 ÁRA ALDURSTAKMARK Á EISTNAFLUG OG MUNIÐ AÐ ÞAÐ ER AFMÆLISDAGURINN ÞINN SEM GILDIR

Munum svo að það er bannað að vera fáviti á Eistnaflugi og ekkert helvítis rugl!!!!

HAM með Vestur Berlín

Nýlega sendi hljómsveitin HAM frá sér nýtt lag á að nafni Vestur Berlín og því við hæfi að skella á meðlimi sveitarinnar nokkrum spurningum, sem hann Flosi Þorgeirsson var svo almennilegur við að svara:

Vestur belín, er þetta bara nafnið á laginu, eða er þetta tillag nýju plötunnar?
Vestur Berlín er bara þetta lag. Platan hefur svo stórfenglegan titil að ég ætla að leyfa mér að halda honum leyndum aðeins lengur

Er kominn útgáfudagur?
Ákveðinn útgáfudagur ekki kominn en við vonum að það verði í maíbyrjun. Platan er tilbúin en nú þarf bara að setja af stað framleiðsluferli.

Hvenær heyrum við meira af plötunni?
Við höfum nú spilað lög sem eru á þessarri plötu all oft á tónleikum. Sem stendur hefur ekkert verið ákveðið með að setja fleiri lög í spilun. Kæmi mér ekki á óvart þótt amk eitt annað færi á öldur ljósvakans samt, áður en platan kemur
meira seinna!
Hvað tekur svo nú við, hvenær meigum við eiga vona á því að sjá sveitina á tónleikum (fyrir utan Eistnaflug í sumar).
HAM spila á Aldrei fór ég suður í ár, á föstudaginn langa…vel við hæfi. Svo verða að sjálfsögðu útgáfutónleikar. Ekki ákveðið hvar en við erum að gæla við að hafa það á frekar litlum stað. Söknum þess dálítið að vera á þannig stöðum. Við höfum undanfarið verið yfirleitt á frekar stóru sviði s.s. Eistnaflug og Gamla Bíó en það væri gaman að breyta til. HAM tónleikar eru bestir þegar mikill sviti er í loftinu.
Er mikið flækjustig að vera í HAM þessa dagana sökum anna meðlima sveitarinnar?
Já, flækjustigið hefur ekki minnkað. alltaf verið erfitt að hóa mönnum saman enda allir uppteknir og flestir með fjölskyldu/börn. En HAM er okkur mikilvægt. Við komum saman ekki af nauðsyn heldur vegna þess að við erum vinir til margra ára og líkar samveran. Það er afar nauðsynlegt að halda í þá hugsun og tilfinningu. Þetta á að vera skemmtilegt og sem betur fer þá er það þannig.

Eistnaflug 2016

Staðfest bönd / Confirmed acts
Abominor [ICE] | Agent Fresco [ICE] | Almyrkvi [ICE] | Amorphis [FIN] | Andri Ívars [ICE] | Angist [ICE] | Auðn [ICE] | Belphegor [AUT] | Beneath [ICE] | Black Desert Sun [ICE] | Bootlegs [ICE] | Brot [ICE] | Casio Fatso [ICE] | Celestine [ICE] | Churchhouse Creepers [ICE] | Conflictions [ICE] | Dark Harvest [ICE] | Defeated Sanity [GER] | Dimma [ICE] | Dr. Spock [ICE] | Dulvitund [ICE] | Dynfari [ICE] | Endless Dark [ICE] | Ensími [ICE] | Fufanu [ICE] | GlerAkur [ICE] | Gloryride [ICE] | Goresquad [FO] | Grafir [ICE] | Great Grief [ICE] | Grit Teeth [ICE] | HAM [ICE] | Hatari [ICE] | Hatesphere [DEN] | Immolation [USA] | In The Company Of Men [ICE] | Kolrassa Krókríðandi [ICE] | Kontinuum [ICE] | Kælan Mikla [ICE] | Lightspeed Legend [ICE] | Lucy In Blue [ICE] | Magni [ICE] | Mammút [ICE] | Mannveira [ICE] | Marduk [SWE] | Meistarar Dauðans [ICE] | Melechesh [ISR] | Meshuggah [SWE] | Misþyrming [ICE] | Momentum [ICE] | Muck [ICE] | Naðra [ICE] | Narthraal [ICE] | Nykur [ICE] | Oni [ICE] | Opeth [SWE] | Ophidian I [ICE] | Ottoman [ICE] | Páll Óskar & DJ. Töfri [ICE] | Perturbator [FRA] | Pink Street Boys [ICE] | Prins Póló [ICE] | Reduced to Ash [FO] | Retro Stefson [ICE] | Sails of Deceit [FO] | Saktmóðigur [ICE] | Severed [ICE] | Sinmara [ICE] | Skrattar [ICE] | Skurk [ICE] | Sólstafir [ICE] | Stroff [ICE] | The Vintage Caravan [ICE] | Urðun [ICE] | Úlfur Úlfur [ICE] | World Narcosis [ICE] | Zhrine [ICE]

Tjaldsvæði
Þeir sem hafa í hyggju að gista í tjaldi á tjaldvæðinu á Bökkum þurfa að greiða tjaldsvæðisgjald, 2.800 kr á hvern gest og er hægt að ganga frá því á Tix.is. Tjaldsvæðisgjaldið veitir heimild til að gista á tjaldsvæðinu á Bökkum frá 5. til 10.júlí 2016. ATH að ef gjaldið er greitt á staðnum þá er greitt hærra verð. Gjaldið veitir ekki heimild til að gista á fjölskyldutjaldsvæðinu við snjóflóðavarnargarðana.

Camping
Guests who are planning on staying on the party campsite at Bakkar have to pay 2.800.- IKR pr. guest and the fee can be payed through our ticketsales at Tix.is. The one-time fee allows guests to stay at the campsite on July 5. – 10. 2016. NB. The fee will be more expensive if you pay at the festival grounds. This does not grant access to the family campsite.

Í ár verður Eistnaflug með tvö svið, Boli sem er í íþróttahúsinu og Brennivín sem er í Egilsbúð.

This year Eistnaflug will have two stages, Boli in the sports hall and Brennvín which is in Egilsbúð.

Aldurstakmark
ÞAÐ ER 18 ÁRA ALDURSTAKMARK Á EISTNAFLUG OG MUNIÐ AÐ ÞAÐ ER AFMÆLISDAGURINN ÞINN SEM GILDIR

Age limit
AGE LIMIT FOR THE FESTIVAL IS 18 YEARS AND IT’S YOUR BIRTHDAY THAT COUNTS.

Miðasalan er á Tix.is
https://tix.is/is/event/1286/eistnaflug-2016/

Get your tickets now!
https://tix.is/en/event/1286/eistnaflug-2016/

Munum svo að það er bannað að vera fáviti á Eistnaflugi og ekkert helvítis rugl!!!! / NO IDIOTS ALLOWED!

Grjótið 2016!

Árleg heiðursverðlaun Eistnaflugs, Grjótið, eru nú veitt í þriðja sinn og er það Andrea Jónsdóttir sem er Grjótið 2016.

Grjótið eru viðurkenning sem veitt er einstaklingi sem þakklætis og virðingarvottur fyrir ötult og óeigingjarnt starf að framgangi þungarokks á Íslandi og sem hvati til góðra verka í framtíðinni.

Árið 2014 var Sigvaldi Ástríðarson heiðraður með Grjótinu og árið 2015 var það Kristján Kristjánsson.

Rokkhátíðin Eistnaflug er nú haldin 12. árið í röð og hefur um árabil verið stærsta rokkhátíð landsins. Miðasala gengur mjög vel og stefnir allt í að þetta verði stærsta Eistnaflug sem haldið hefur verið.

Eistnaflug

Þær hljómsveitir sem hafa áhuga á því að spila á helstu tónlistarveislu íslenkra rokkara þetta árið, Eistnaflugi, verða að hafa hraðann á því að umsóknarfresti er að ljúka. Eistnaflug verður haldið hátíðlegt þetta árið 12 – 14. júlí.