Tag: Dave Lombardo

Mike Patton í Dead Cross

Söngvarinn Mike Patton (Faith No More, Tomahawk, Fantomas, Mr. Bungle) er genginn til liðs við hljómsveitina Dead Cross, en í hljómsveitinni Dead Cross eru menn eins og Dave Lombardo sem flestir þekkja sem fyrrum trommara þungarokksveitarinnar Slayer (og Suicidal Tendencies Misfits ofl). Með þeim í sveitinni eru einnig þeir Justin Pearson (The Locust, Retox, Head Wound City) og Michael Crain (Retox, Festival of Dead Deer). Hljómsveitin er að vinna að nýju efni sem verður gefið út á Ipecac Recordings einhverntímann á næsta ár. Hljómsveitin sendi frá sér lag á netinu fyrir nokkrum mánuðum (áður en Mike Patton gekk í bandið) og hægt er að hlusta á það hér að neðan:

Heimur versnandi fer hjá Suicidal Tendencies

Bandaríska rokksveitin Suicidal Tendencies sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni “World Gone Mad” 20. september næstkomandi. Seinasta útgáfa sveitarinnar bar nafnið 13 og var gefin út árið 2013, en á þessarri nýju plötu má finna nokkrar breytingar. Þar á meðal trommarann Dave Lombardo (Slayer, Fantomas ofl) og gítarleikarann Jeff Pogan (sem áður spilaði með Oneironaut). Á nýju plötunni má finna eftirfarandi lög:

01. Clap Like Ozzy
02. The New Degeneration
03. Living For Life
04. Get Your Fight On!
05. World Gone Mad
06. Happy Never After
07. One Finger Salute
08. Damage Control
09. The Struggle Is Real
10. Still Dying To Live
11. This World

Ný plata með Suicidal Tendencies (ásamt Dave Lombardo)

Hljómsveitin Suicidal Tendencies mun senda frá sér nýja breiðskífu 30. september næstkomandi, en það mun vera fyrsta breiðskífa sveitarinnar með trommaranum Dave Lombardo, best þekktur fyrir að vera meðlimur í Slayer (í viðbót við Grip Inc. og Fantômas). Sveitin sendi seinast frá sér plötu árið 2013 að nafni 13, en þótt ótrúlegt megi viriðast þá mun nýja platan vera 12 breiðskífa sveitarinnar frá upphafi.

Hér að neðan má sjá myndband af Dave í hljóðverinu: