Hljómsveitin Patronian rekur ættir sínar til Patreksfjarðar á vestfjöðrum, en samanstendur af þeim Smára Tarf sem bæði syngur og spilar á gítar, Pierre Dolinique sem spilar á bassa og Molduxa sem er að finna á trommum. Sveitin hefur sent frá sér sitt fyrsta lag: Stabbed with steel og má hlusta á lagið hér að neðan:
Stórkotlegar fréttir bárust í vikunni um að hljómsveitin Andlát ætlar að koma saman á næsta ári til að spila á heljarinnar tónleikahátíð sem ber nafnið REYKJAVÍK DEATH FEST, það er því við hæfi að skella á nokkrum spurningum á forsprakka sveitarinnar, Sigurð Trausta Traustason fyrir ungviði landsins…
Hvernig myndir þú kynna hljómsveitina Andlát fyrir þeim sem ekki þekkja?
Jæja krakkar mínir, nú skulið þið leggja við hlustir… haha! Já, það er víst komin á legg heil ný kynslóð af þungarokksunnendum síðan við vorum eitthvað að spila reglulega. Ætli ég myndi ekki segja bara að Andlát sé þungarokkshljómsveit sem var hvað mest aktív á árunum 2000-2004. Þá tókst okkur að spila á hellings af eftirminnilegum (allaveganna fyrir okkur ) tónleikum, gefa út disk sem heitir mors longa og taka þátt í mjög líflegri „Senu“ eins og hún var kölluð þá. Ef fólk hefur áhuga þá er mors longa núna aðgengilegur í gegnum spotify og er líka á youtube svo fólk getur kynnt sér málið eða rifjað upp.
Hvað er langt síðan að þið spiluðuð saman opinberlega?
Við hættum svona officially árið 2004 en höfum verið plataðir í það að spila á tónleikum svona nokkrum sinnum eftir það. T.d á Eistnaflugi, afmæli harðkjarna o.fl. Síðustu tónleikarnir sem við spiluðum opinberlega voru fyrir rúmum 5 árum þegar Heaven Shall Burn komu síðast til landsins.
Eigið þið eitthvað í pokahorninu af upptökum sem aldrei lentu á plasti (disk)?
Við eigum náttúrulega mors longa í þremur mismunandi útgáfum. En annars í gegnum tíðina þar sem við höfum komið saman aftur þá höfum við alltaf eitthvað samið smá nýtt. Ég held að það séu til upptökur af 2-3 lögum sem hafa aldrei verið gefin út.
Hvað varð til þess að þið ákváðuð að koma saman á ný til að spila á þessu festivali?
Það var bara ýtt svo helvíti vel á eftir okkur! Síðan höfum við nýlega verið að hittast vegna þess að meðlimir sveitarinnar hafa verið að giftast. Ekki þá innbyrðis samt. En við erum allir góðir félagar ennþá og höldum contact og það er alltaf gaman að spila smá saman. Skipuleggjendur Reykjavík Deathfest seldu okkur þetta bara, þ.e með því hvað hátíðin heppnaðist vel síðast og hve mikinn metnað þeir eru að leggja í þetta núna á næsta ári.
Síðan er bara ekkert skemmtilegra í þessari veröld en að spila á tónleikum. Það á eftir að vera sveittur og góður stemmari!
Er þetta “aðeins í þetta einaskipti”? eða má eiga vona á áframhaldandi spili með sveitinni eftir tónleikana?
Ég bara veit það ekki. Það á eftir að koma í ljós bara.
Eruð þið félagar að vinna í einhverjum öðrum áhugaverðum verkefnum?
Það er ekkert annað tónlistartengt í gangi hjá mér í augnablikinu. Hinir strákarnir eru alltaf að bralla eitthvað. Sérstaklega Maggi sem náttúrulega lifir og andar tónlist. En ég held að ekkert af því sé þungarokkstengt hjá okkur.
Við hverju má svo búast við á Deathfest hátíðinni í ár?
Af okkur má búast við hröðu setti af gömlum slögurum í bland kannski við eitthvað smá nýtt. Annars bara almennri gleði og kæti all around!
Hvað hlakkar þér mest til að sjá á tónleikunum?
Af því sem er búið að tilkynna er það klárlega Cryptopsy. Það verður svakalegt að sjá það band hér á landi og gamla dauðarokkshausnum hlakkar mikið til. Annars er gæða staðallinn á íslensku böndunum svo gífurlega hár að það er ekki hægt að líta framhjá þeim heldur. Dauðarokkið ásamt svartmálminum eru í þvílíkum blóma hérna núna. Ophidian I, Severed o.fl eiga eftir að sprengja eitthvað af hljóðhimnum á svæðinu.
We use cookies on our website to give you the most relevant experience by remembering your preferences and repeat visits. By clicking “Accept”, you consent to the use of ALL the cookies.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.