Tag: Darkest Hour

Darkest Hour með nýja plötu í mars.

Bandaríska rokksveitin Darkest Hour sendir frá sér nýja nýjundu breiðskífu 10. mars næstkomandi. Platan hefur fengið nafnið “Godless Prophets & The Migrant Flora” og verður gefin út af “Southern Lord Recordings”. Sveitin tók upp plötuna með aðstoð fjármagns frá almenningi í gegnum indiegogo.com þjónustuna. Sveitin fékk stuðning frá yfir 1200 manns og um 70 þúsund dollara til þess að taka upp plötuna í held sinni.

Platan var tekin upp í Godcity hljóðverinu af Kurt Ballou (Converge, Nails, The Dillinger Escape Plan, Code Orange ofl ) og verður hún gefin út af Southern Lord Recordings útgáfunni.

Shaun Beaudry var fenginn til að vinna umslag plötunnar, en hann heur meðal unnið með Kylesa, Dark Sermon og fleirum.

Á plötunni verður að finna eftirfarandi lög:

01. Knife In The Safe Room
02. This Is The Truth
03. Timeless Numbers
04. None Of This Is The Truth
05. The Flesh & The Flowers Of Death
06. Those Who Survived
07. Another Headless Ruler Of The Used
08. Widowed
09. Enter Oblivion
10. The Last Of The Monuments
11. In The Name Of Us All
12. Beneath It Sleeps