Tag: Alissa White-Gluz

Arch Enemy heilsar í helvíti

Von er á nýrri breiðskífu að nafni Deceivers frá þungarokkssveitinni Arch Enemy í lok júlí mánaðar. Sveitin hefur verið nokkuð dugleg upp á síðkastliðið, en sveitin sendi frá sér í vikunni þriðju smáskífuna af þessarri tilvonandi plötu, en hún er við lagið Handshake with Hell. Lagið hljómar eins og afturkall til fortíðar og gæti hafa verið samið á níunda 20. aldar, smá má tónlistarmyndband við lagi hér að neðan:

Lagalisti plötunnar Deceivers:

 1. Handshake With Hell
 2. Deceiver, Deceiver
 3. In The Eye Of The Storm
 4. The Watcher
 5. Poisoned Arrow
 6. Sunset Over The Empire
 7. House Of Mirrors
 8. Spreading Black Wings
 9. Mourning Star
 10. One Last Time
 11. Exiled From Earth

Hljómsveitin Arch Enemy kynnir myndband við nýtt lag: House Of Mirrors

Gítarhetjan Michael Amott og félagar hans í hljómsveitinni Arch Enemy kynntu í lok október mánaðar myndband við lagið Deceiver, Deceiver. Sveitir heldur nú áfram að skella myndböndum við ný lög á netið og í þetta skiptið er það við lagið House Of Mirrors. Sveitin hefur ekki enn tilkynnt hvort að lögin verði að finna á nýrri breiðskífu sveitarinnar, eða hvort eitthvað enn meira nýtt sé væntanlegt frá sveitinni á næstu vikum.

Seinast sendi sveitin frá sér breiðskífuna Will to Power árið 2017 og ábreiðuskífuna “Covered in Blood” árið 2019. Ofuröskrarinn frá Kanada, Alissa White-Gluz, gekk til liðs við bandið árið 2014 og hefur núþegar slegið í gegn með sveitinni.

Hægt er að hlusta á lagið House Of Mirrors hér að neðan:

Soilwork með nýja plötu á næsta ári.


Í byrjun janúar á næsta ári (11. janúar 2019) sendir hljómsveitin Soilwork frá sér sína elleftu plötu, en það er Nuclear Blast sem gefur út efni sveitarinnar. Á nýju plötunni verður eitthvað um gesti, þar á meðal, Alissa White-Gluz, söngkona hljómsveitarinnar Arch Enemy, Tomi Joutsen úr hljómsveitinni Amorphis og Dave Sheldon úr Exes For Eyes (áður með Annihilator). Nýja platan hefur fengið nafnið Verkligheten og mun hún innihalda eftirfarandi lög:

Lagalisti:
01 – “Verkligheten”
02 – “Arrival”
03 – “Bleeder Despoiler”
04 – “Full Moon Shoals”
05 – “The Nurturing Glance”
06 – “When The Universe Spoke”
07 – “Stålfågel” (ásamt Alissa White-Gluz)
08 – “The Wolves Are Back In Town”
09 – “Witan”
10 – “The Ageless Whisper”
11 – “Needles And Kin” (ásamt Tomi Joutsen)
12 – “You Aquiver” (ásamt Dave Sheldon)

Arch Enemy gefa út nýja plötu í september

Sænska þungarokksbandið Arch Enemy sendir frá sér sína tíundu breiðskífu í september næstkomandi, en skífa þessi mun bera nafnið Will To Power og verður formlega gefin út 8. september næstkomandi af Century Media útgáfunni. Seinast sendi sveitin frá sér plötuna War Eternal árið 2014. En það var fyrsta skífa sveitarinnar með kanadísku söngkonunni Alissa White-Gluz (áður með The Agonist). Á þessu ári er einnig von á fyrstu sólóplötu Alissa White-Gluz, en hún verður gefin út af Napalm útgáfunni.