Tag: Adam McGrath

Nomad Stone með fría EP plötu á netinu!

Bandaríska hljómsveitin Nomad Stone (sem inniheldur Adam McGrath og JR Conners úr hljómsveitinni Cave In) skellti nýverið 3 laga EP plötu á netið, en platan var tekin upp í Converse Rubber Tracks Studio í Boston. Platan, sem fengið hefur nafnið “Neighborhood Bird Dispute”, inniheldur lagið “Scary Monsters (and Super Creeps)“ sem upprunalega er flutt af David Bowie á plötunni “Scary Monsters (And Super Creeps)” frá árinu 1980.

Hægt er að hlusta og sækja plötuna í heildsinni hér að neðan og á bandcamp heimasíðu sveitarinnar:

Nomad Stones gefa út efni

Bandaríska hljómsveitin Nomad Stones sendi nýverið frá sér sína fyrstu breiðskífu, en í skífunni eru Adam McGrath (Cave In/Zozobra), JR Conners (Cave In/Zozobra og áður með Doomriders) og Erik Szyska. Plata sveitarinnar er gefin út af Brutal Panda Records sem meðal annars hefur gefið ut efni með Ramming Speed, Whores, Zozobra ofl. Hægt er að hlusta og kaupa plötu sveitarinnar á Bandcamp heimasíðu sveitarinnar: nomadstones.bandcamp.com