stuðtónleikar nr.1

hellinum 08/09/2005

Innvortis, Búgdrýgindi, Retron, Morðingjarnir, Skítur

ég mætti aðeins of seint í þetta skiptið og rétt náði í rassgatið á skít. þeir voru einkennilegir. jafn skemmtilegir og þeir voru leiðinlegir. einhver grautur þarna í gangi sem vonandi á eftir að rætast út því að ég hef lúmskan grun um að hér gæti eitthvaðspennandi verið á seiði. vel spilandi drengir. návera engin.
á meðan morðingjarnir komu sér fyrir fór ég að velta fyrir mér hvers vegna í ósköpunum fólk er að halda svona “littla” tónleika í svona stórum sal. jaðartónleikar verða alltaf litlir og það er flott. hafið þá einhverstaðar annarstaðar í húsinu. plís. það er engum greiði gerður að hafa þetta svona… samband á milli hljómsveitar og hógværra tónleikagesta er ekkert við þessar aðstæður
.
morðingjarnir eru greinilega vanir menn. það heyrist og þeir er nokkuð vissir hvert þeir eru að fara. groddalegu lögin fannst mer fara þeim betur þó svo að grípandi lögin hafi verið mjög góð líka. mjög skemmtilegt band. söngvarinn er með groddarödd en verður að bæta smá “maga” í hana því að þetta óttar proppe rugl er alveg óþolandi helvíti. vel sungið, flott rödd en lame nálgun. settu smá maga í þetta og þá verður þú flying og gefur bandinu enn meira brodd. annars voru drengirnir til fyrirmyndar. settið þeirra rúllaði fínt og var fín lengd á því. sum lögin má samt stytta í annan endann en þau voru fá. morðingjarnir eru ljúffengir.

retron mættu til leiks við þrímenning. það var auxpan anti-hero stjarnan sem hefur nú bæst í lið þeirra og styrkir það hljómsveitina. allir voru þeir í búningum. intróið var of langt og sérstaklega í ljósi þess að þeir virtust ekkert vita almennilega hvað þeir ættu að gera við sig á meðan því stóð. það er örugglega erfitt að mixa svona tónlist með öllu raf-tölvu dótinu en eftir þriðja lag var komið dúndur sánd. settið hjá retron var allt allt of langt vid svona aðstæður (of stór salur, fámennt, margar hljómsveitir) og tókst þeim nánast að tæma salinn og gera margann manninn þreyttann og pirraðann þó svo að flestir viðurkenndi að tónlistin væri fín. kapparnir virtust ekki kunna sér hóf og alltaf þegar maður hélt að þeir væru búnir þá fóru þeir í gang aftir og oft tók langann tíma að starta lögunum. ekki er þetta brölt retron til tekna. virðast samt hinir bestu gæjar…en týndir upp á sviði.

Búgdrýgindi voru snöggir að koma sér fyrir og stylla enda greinilega fagmenn. sem sást best á því hversu vel settið rúllaði hjá þeim og var stutt og hnitmiðað. þeir spiluðu vel valið efni. flest laganna kann ég ekkert sérstaklega vel að meta en nokkur náðu athyggli minni og komu mjög vel út. búgdrýgindi fá prik í kladdann fyrir að loksins koma með tónlistina á götu-levelinn og það mun örugglega gagnast þeim vel því að fólk var almennt ánægt með þeirra viðhorf og viðleitni. hrikalega vel spilandi en virðast enn vera að vaxa. ég skora á þá að halda áfram að mjaka sig í aðeins harkalegri tóna eins og þeir eru að gera og svo er auðvitað masters of the universe goes gay lagið afbragð. full seif samt sem tónleikaband.

innvortis eru konungar. alltaf þegar ég held að ég sé að verða aðeins þreyttur á þeim þá sparkar þeir í rassgatið á mér. þeim er sama hverjir eru viðstaddir og hversu margir hausar eru á svæðinu. það er frábært. fólk fagnaði þeim vel, söng með. dansaði og létu almennt eins og fífl. það er svalt. náði ásamt innvortis að gera þennan sal aðeins mannúðlegri. nýjustu lögin eru frábært… það er, lögin frá síðasta smá-disk (?) og nýja efnið. eftir því sem þau verða “harðari” því betri verða þau og maður finnur svona kraftinn fara um líkamann og puttinn fer á loft. meiriháttar lög (gömlu lögin líka) en það var eitthvað í gær, hraðinn og ákefðin sem gerði nýrri lögin nánast hnökralaus. að því sögðu verð ég að gagnrýna innvortis fyrir að spila of langt sett í ljósi þess hvað klukkan var margt.
fínt kvöld.
fín stemmning.
ömurlegur salur fyrir litla tónleika.
frábært hljóðkerfi.
tþm staffið var eðall.
hljómsveitirnar fljótar að stylla sér upp.
cool að sjá fólk mæta þó að það væri ekker “cool” við þessa tónleika

meira svona. takk fyrir mig.

man vs. paper