Sick of it all – Miðvikudagur – All age

Gaukur á stöng – 25. júní 2003

I adapt, Botnleðja, Sick of it all

Það er alltaf gaman að fara á góða tónleika, ekki er það verra ef á þessum tónleikum spilar ein besta hardcore hljómsveit allra tíma! Sick of it all er komin til landsins og mun halda tvenna tónleika hér á landi, þrátt fyrir að ég hafi ekki verið sáttur við skipulag tónleikana (hvað þá kynningu) hlakkaði mig alveg rosalega mikið til að sjá bandið aftur. Það var að vísu alveg frábært að þessir tónleikar voru fyrir alla aldurshópa, því að krakkarnir sem geta vanalega ekki mætt á svona tónleika vegna aldurs, eru liðið sem skemmta sér yfirleitt best á svona tónleikum.

Við ákváðum að mæta snemma og vorum mætt klukkan átta, þegar húsnæðið átti að opna, það var nú mun minna af fólki mætt snemma en ég átti vona á, það sakaði ekki þar sem nýji mínus diskurinn var í gangi á staðnum og ekki er það verra. Loks var komið að fyrstu sveit og var það hljómsveitin I adapt.

Eins og allir sem mig þekkja þá er hljómsveitin I adapt í miklu uppáhaldi hjá mér og mér finnst bókstaflega alltaf gaman að sjá þá spila. Þannig var það að sjálfsögðu í þetta skipti líka. Hljómsveitin tók bæði blöndu af gömlu og nýju efni sem er auðvitað eins og á að gera þetta. Það eina sem fór í mig er þegar birkir var eitthvað að væla útaf staðnum og sviðinu, en einhvernveginn held ég að fólk sem eyddi 1900 kalli í þessa tónleika vildi ekkert láta minna sig á það og vildi frekar bara njóta þess að skemmta sér. Sama hvort staðurinn sé lélegur eða hljóðkerfið fucked þá nær sveitin alltaf að sanna sig og það þarf ekkert að segja neitt annað. Persónulega finnst mér skemmtilegast að þegar sveitin spilar slagarana því að þau lög eru bara svo góð og áberandi skemmtileg. Undir lokinn var fólkið farið að skemmta sér virkilega vel í “pittinum” og ákváðu starfsmenn staðarins eitthvað að hjálpa til, sem var langt frá því nauðsynlegt, í rauninni gerðu þeir illt verra og var augljóst hvað hljómsveitinni fannst um þetta.

Næstir á svið voru eurovision rokkaranir í Botnleðju. Fyrir tónleikana fannst mér vægast sagt asnalegt að þessi hljómsveit væri að spila þarna, en þegar þeir byrjuðu að spila þá snérist mér hugur. Hljómsveitin var góð, eitthvað sem kom mér á óvart. Veit ekki hvort það hafi verið hljóðkerfinu að þakka, en þeir voru heavy góðir og skemmtilegir. Til að byrja með tóku þeir nokkur ný lög sem mér finnst rosalega skemmtileg. Hlakka til að sjá þá aftur á morgun.. gæti verið áhugavert.

Þá var komið að kóngunum sjálfum, alveg frá byrjun fengu þeir salinn til að springa út, enda ekki við öðru að búast þegar svona hljómsveit er að spila. Þar sem ég er brákaður á rifbeini náði ég ekki að “tjútta” eins og ég vildi, en það var ótrúlega freistandi að reyna að hoppa, en þá hætti maður að syngja með og fór að kveljast í staðinn og því fór löngunin fljótlega burt. Það hlítur að vera erfitt fyrir hljómsveit eins og Sick of it all að finna hvaða lög þeir eiga að spila, þar sem stór hluti af því efni sem þeir hafa gefið út eru slagarar. Mér persónulega finnst skemmtilegast þegar þeir taka gömlu lögin, þetta eldgamla (lög á borð við Clobberin’ Time, Injustice System og Friends Like You), en það er einnig ávalt gaman að heyra ög á borð við No Cure, Scratch The Surface, Step Down og Maladjusted (af Scratch The Surface) í viðbót við restina. úff hvernig í anskotanum geta þeir valið hvaða lög þeir spila á tónleikum? úrvalið er svo rosalegt! Tónleikarnir í heild sinni voru alveg frábærir og var fólkið í salnum greinilega að skemmta sér vel. Hljómsveitin var helvíti hress og skemmtileg og því ekkert út á þetta að setja. Frábærir tónleikar!

valli