Sick of it all í London

4. maí 2002 – Mean Fiddler London

Sick of it all, Rise Against, Waterdown, Misconduct

Sænsku pönkararnir í Misconduct byrjuðu kvöldið á sannarlega skemmtilegan máta. Þetta band spilar old school hardcore af bestu gerð. Hvort sem maður sé toughguy, pönkari eða fyrir þunga tóna þá ná þeir að halda manni við efnið. Eftir nokkra Oi-ara.. var komið að Minor Threat coverlagi sem virtist fara vel í hópinn (og mig þar á meðal).

Þýsku rokkararnir í Waterdown voru næstir á sviðið og er þetta í annað skiptið sem ég sé þá í London. Það sem er svo skemmtilegt við þetta band er að annar söngvari sveitarinnar eru svo svakalega góður söngvari (einn syngur en hinn öskrar), að hið hálfa væri miklu meira en nóg. Maðurinn er rosalega góður söngvari.. Hljómsveitin er rosalega góð og ég get vel ímyndað mér að þessi hljómsveit geti meikað það.. þeir gætu vel verið spilaðir á útvarpsstöðvum.. þetta er góð blanda af hardcore öskruðum lögum í blandi við emo slagara.. þetta er bara einfaldlega gott band.

Chicago bandið Rise Against var næst á sviðið, þeir spila einnig old school hardcore en í anda Sick of it all. Ég tel mig vera ferkar óheppinn að hafa ekki hlustað á þetta band áður og því þekkti ég ekkert af lögunum þeirra. Tónlistin sem þeir voru að spila var alveg rosalega góð, vægast sagt eðal hardcore.

Þegar maður fer á tónleika með Sick of it all þá veit maður að maður á eftir að skemmta sér. Þetta er í 5 skiptið sem ég sé bandið en í hvert skiptið skemmtir maður sér alltaf alveg frábærlega vel. Það er svo skemmtilegt að geta sungið með fullum sal af fólki, lög sem maður kann alveg rosalega vel. Það er gaman að vera hluti af þessu öllu saman. Þegar Craig bassaleikari bandsins tók lagið “Busted ” þá bara gat ég ekki staðist freystinguna lengur og ég hljóp inn í pittinn og var þar það sem eftir er tónleikanna. Ég öskraði svo mikið með öllum lögum sveitarinnar að ég held að ég hafi misst röddina á kafla. Pete söngvari sveitarinnar var í einkar góðu skapi og var sífellt að spjalla við liðið í salnum, um allt. Hann talaði um allt frá nýliðnum úrslitaleik í fótboltanum (sem hann vissi ekkert um) og hversu gaman væri að koma til London síðastliðin 10 ár. Í lok tónleikanna stökk Pete út í salinn og lenti beint á mér, það var fyndið.. það er alltaf gaman að sá Sick of it all, og ég ætla rétt að vona að ég sjái þetta band sem oftast.

Valli