Saktmóðigur, Demetra er dáin (2013)

Pönksveitin Saktmóðigur hefur sent frá sér nýja þriggja laga plötu sem nefnist Demetra er dáin og kemur hún samhliða út á 7″ vínylskífu og á rafrænu formi. Vínylútgáfuna má kaupa frá næstu mánaðarmótum á völdum stöðum, m.a. Lucky Records og Geisladiskabúð Valda en rafræna útgáfu er nú þegar hægt að hala niður endurgjaldslaust á Bandcamp-síðu sveitarinnar, www.saktmodigur.bandcamp.com

Demetra er dáin hefur að geyma þrjú lög:
1. Kobbi V (05:05)
2. Sannleikurinn (04:47)
3. Bylting (01:45)

Upptökum og hljóðblöndun stýrði Hafsteinn Már Sigurðsson í Stúdíó
Ógæfu og um hönnun umbúða sá Jakob Veigar.

Leave a Reply