Hljómsveitin Arch Enemy kynnir myndband við nýtt lag: House Of Mirrors

Gítarhetjan Michael Amott og félagar hans í hljómsveitinni Arch Enemy kynntu í lok október mánaðar myndband við lagið Deceiver, Deceiver. Sveitir heldur nú áfram að skella myndböndum við ný lög á netið og í þetta skiptið er það við lagið House Of Mirrors. Sveitin hefur ekki enn tilkynnt hvort að lögin verði að finna á nýrri breiðskífu sveitarinnar, eða hvort eitthvað enn meira nýtt sé væntanlegt frá sveitinni á næstu vikum.

Seinast sendi sveitin frá sér breiðskífuna Will to Power árið 2017 og ábreiðuskífuna “Covered in Blood” árið 2019. Ofuröskrarinn frá Kanada, Alissa White-Gluz, gekk til liðs við bandið árið 2014 og hefur núþegar slegið í gegn með sveitinni.

Hægt er að hlusta á lagið House Of Mirrors hér að neðan:

Photo by Jammi York

Human Impact herjar á Evrópu

Hljómsveitin Human Impact ætlar að gera heiðarlega tilraun til að fara í tónleikaferðlag um Evrópu á næsta ári, en ágætlað er að sveitin spili tónleika í París 6. júlí, fari til Bretlands, Írlands, Belgíu og Hollands og endi svo aftur í Frakklandi.

Fyrir þá sem þekkja ekki til sveitarinna er hér um að ræða fyrrum meðlimi hljómsveita á borð við Unsane, Swans, Cop Shoot Cop og Xiu Xiu. Sveitin sendi frá sér sýna fyrstu breiðskífu í mars árið 2020 sem einfaldlega bar nafn sveitarinnar.

Hægt er að hlusta á fyrstu plötu sveitarinnar í heild sinni hér:

Myndband með sveitinni:

Tónleikaferðalag sveitarinnar eins og það er áætlað í dag:
06/07 Paris, FRA – Petit Bain
06/07 Brighton, UK – Green Door Store
06/09 London, UK – 100 Club
06/10 Manchester, UK – Deaf Institute
06/11 Leeds, UK – The Brudenell Social Club
06/12 Glasgow, UK – Garage
06/13 Dublin, IRE – Whelans
06/15 Bristol, UK – Exchange
06/17 Antwerpen, BEL – Trix (ásamt Jawbox)
06/18 Amsterdam, NEt – Paradiso (ásamt Jawbox)
06/19 Breda, NET – Mezz
06/20 Brussels, BEL – Botanique
06/22 Tourcoing, FRA – Grand Mix
06/24 Clisson, FRA – Hellfest
06/25 Bourges, FRA – Nadir
06/26 Pau, FRA – La Ferronerie
06/28 Bourg en Bresse, FRA – Tannerie

Fake names

Pönk sveitin Fake names sendir frá sér sýna fyrstu plötu 8. maí næstkomandi, en sveitin gefur út efnið sitt á Epitaph útgáfunni. Þetta er sannkallað stjörnuband því í sveitinni eru Brian Baker (Minor Threat, Dag Nasty, Bad Religion), Dennis Lyxzén (Refused, International Noise Conspiracy), Michael Hampton (S.O.A., Embrace, One Last Wish), og Johnny Temple (Girls Against Boys, Soulside). Hægt er að hlusta á lagið Being Them hér að neðan:

og einnig lagið brick:

Throwdown með coverlaga plötu

Bandaríska þungmálmskjarna sveitin Throwdown sendir frá sér í dag plötuna “Take Cover”, en á plötunni má finna samansafn af ábreiðum sem sveitin hefur sent frá sér í gegnum tíðina, en sveitin hefur leikið sér að taka upp hin og þessi lög eftir aðrar sveitir og látið þau fylgja EP plötum, eða sem falin lög í lok platna sveitarinnar. Á þessarri plötu er að finna eftirfarandi lög:

1. Becoming (Pantera)
2. Propaganda (Sepultura)
3. London Dungeon (Misfits)
4. Planets Collide (Crowbar)
5. Baby Got Back (Sir Mix-A-Lot)

Í hljómsveitinni Throwdown í dag er söngvarinn Dave Peters, en hann byrjaði í sveitinni árið 2000 sem gítarleikari eftir að hafa hætt í sveitinni Eighteen Visions sem hann stofnaði ásamt félögum sínum, en hann var gítarleikari sveitarinnar.

Hægt er að hlusta á á nýju plötuna hér að neðan:

I Adapt – That’s All It Is Live @ Vesturport 2002

Uppáhalds tónleikarnir sem ég (Sigvaldi) náði að filma, það var eitthvað svo mikil sturlun í loftinu, en tilefnið var bæði Gay Pride og útgáfutónleikar I Adapt á plötunni Why Not Make Today Legendary, en í viðbót við Snafu og I Adapt komu Afkvæmi Guðanna einnig fram.

Lagið er eitt af fyrstu 3 lögum sveitarinnar, sem var síðar gefið út á hrá/smá plötunni Famous three. – Fyrstu lögin voru: That’s All It Is, Six Feet Under (But It’s Worth It) og Celebrate. – öll þessi þrjú lög verða sett á netið á næstu dögum.

Birkir Söngvari hafði eftirfarandi um lagið að segja: That’s All It is er fyrsta lagið sem við sömdum, ef ég er ekki að fara rangt með. Þá var Siggi Odds contender sem annar gítarleikaranna en var bara á einni æfingu. Hins vegar var þetta lag samið með Bjössa (Björn Stefánsson (mínus)).

That’s All It Is var augljóst statement. Að við værum fyrsta “hardcore bandið” til að spila tónlist sem hljómaði augljóslega hardcore. Það kemur líka fram í textanum. Lagið átti aldrei að vera frumlegt á neinn hátt og textinn segir að lagið hljómi að hluta til eins og Crucified lagið eftir Iron Cross eða Agnostic Front hahahaha og að okkur sé sama því þetta sé bara hardcore. Hardcore for hardcore.

Bloodbather

Bandaríska rokksveitin Bloodbather sendi nýverið frá sér lagið Disappear, en hægt er að skoða myndband við lagið hér að neðan. Sveitin er ættuð frá Florida og skrifaði nýveirð undir útgáfusamning við Rise Records útgáfuna. Þar áður hefur sveitin gefið út efni sem hægt er að nálgast á bandcamp heimasíðu sveitarinnar.

Nýtt lag sveitarinnar:

Eldri plata sveitarinnar:

Harms Way með endurhljoðblandaða smáplötu

Bandaríska harðkjarnasveitin Harms Way var í dag að senda frá sér stutta 4. laga plötu að nafni PSTHMN, sem inniheldur 4 endurhljóðblandanir frá seinustu útgáfu Posthuman. Sveitin hefur meðal annars fengið fólk á borð við Justin Broadrick (Godflesh, Jesu), Andrew Nolan (Intensive Care, The Endless Blockade, Column of Heaven) og Sanford Parker (Mirrors For Psychic Warfare, Corrections House) til að hljóðblanda lögin á plötunni fyrir sig, en við þetta bætist við Casey Soyk bassaleikari sveitarinnar. Hægt er að hlusta á plötuna í heild sinni hér að neðan:

Nýtt Baroness lag á netið!

14. júní næstkomandi sendir hljómsveitin Baroness plötuna “Gold & Grey”, en hægt er að forpanta gripinn á sérstakri síðu.. Nýverið sendi sveitin frá sér lagið Borderliens sem fyrstu smáskífuna af plötunni og nú hefur sveitin einnig sent frá sér lagið Seasons (sjá hér að neðan). Platan er gefin út af Abraxan Hymns útgáfunni sem er í eigu meðlima sveitarinnar.

Lagalistinn:

 1. “Front Toward Enemy”
 2. “I’m Already Gone”
 3. “Seasons”
 4. “Sevens”
 5. “Tourniquet”
 6. “Anchor’s Lament”
 7. “Throw Me An Anchor”
 8. “I’d Do Anything”
 9. “Blankets of Ash”
 10. “Emmett-Radiating Light”
 11. “Cold Blooded Angels”
 12. “Crooked Mile”
 13. “Broken Halo”
 14. “Can Oscura”
 15. “Borderlines”
 16. “Assault on East Falls”
 17. “Pale Sun”

Nýtt lag með Cave In

Bandaríska hljómsveitin Cave In sendi í dag frá sér lagið All Illusion, en lagið virðist vera að finna á tilvonandi útgáfu sem mun bera nafnið Final Transmission. Ekkert hefur komið fram hvort þessar upptökur innihaldi fyrrum bassaleikara sveitarinnar Caleb Scofield sem lést í fyrra. Hljómsveitin heldur á næstu dögum í evróputónleikaferðalag þar sem sveitin kemur meðal annars við í Þýskalandi, Bretlandi, Hollandi, Frakklandi, Austuríki og Tékklandi.