Mike Patton í Dead Cross

Söngvarinn Mike Patton (Faith No More, Tomahawk, Fantomas, Mr. Bungle) er genginn til liðs við hljómsveitina Dead Cross, en í hljómsveitinni Dead Cross eru menn eins og Dave Lombardo sem flestir þekkja sem fyrrum trommara þungarokksveitarinnar Slayer (og Suicidal Tendencies Misfits ofl). Með þeim í sveitinni eru einnig þeir Justin Pearson (The Locust, Retox, Head Wound City) og Michael Crain (Retox, Festival of Dead Deer). Hljómsveitin er að vinna að nýju efni sem verður gefið út á Ipecac Recordings einhverntímann á næsta ár. Hljómsveitin sendi frá sér lag á netinu fyrir nokkrum mánuðum (áður en Mike Patton gekk í bandið) og hægt er að hlusta á það hér að neðan:

Leave a Reply